Veiðin hefst að venju 1. apríl Karl Lúðvíksson skrifar 16. mars 2016 09:44 Boltaurriðar í Minnivallalæk Mynd: www.strengir.is Það styttist í að veiðin hefjist á nýjan leik eftir veturinn og veiðimenn eru duglegir að skoða hvað er í boði fyrstu dagana á þessu tímabili. Við skoðuðum aðeins hvað er í boði hjá nokkrum veiðileyfasölum og tökum fram að listinn af framboðinu er hvergi nærri tæmandi enda virðist úrvalið í vorveiðina vera sérstaklega gott. Veiðiþjónustan Strengir eru með Minnivallalæk á sínum snærum og þar má finna lausar stangir í apríl og inní maí. Opnunin var laus ekki alls fyrir löngu sem er ótrúlegt því veiðin fyrsta daginn, ef þokkalegar aðstæður eru fyrir hendi, getur verið frábær. Hjá Lax-Á má finna leyfi í Sogið - Ásgarð, Tungufljót í Biskupstungum og í Blöndu. Sogið er kannski best sótt af þessum svæðum enda getur vorveiðin þar verið mjög góð, sérstaklega eftir gott veiðisumar. Það skyldi þó engin horfa framhjá Tungufljóti eða Blöndu. Á efri svæðum Tungufljóts er hægt að finna mjög væna urriða en einhverra hluta vegna hafa Íslendingar lítið sótt í veiði þarna en erlendir veiðimenn sem þekkja vel leit að stökum stórum urriðum hefur aftur á móti oft gengið mjög vel. Hjá SVFR er Varmá líklegast þekktust af vorsvæðunum en Sogið, bæði Bíldsfell og Alviðra, á þó sína fasta kúnna. Bíldsfellið geymir á vorin bæði bleikju, lax og sjóbirting sem getur bæði verið vænn og tökuglaður. Á Alviðru er mest bleikja en þó stöku sjóbirtingur. Varmá á sinn fasta aðdáendahóp sem fer í hana aftur og aftur til að freysta þess að ná stórum sjóbirting eða bleikjum en sjóbirtingurinn getur oft verið 10-15 pund og stærstu bleikjurnar teygja sig í 10 pund. Veiða.is söluvefurinn býður uppá vorveiði t.d. í Eldvatnið, Galtalæk og Vatnamótin svo nokkur svæði séu nefnd. Vefurinn er orðinn stærsti söluvefur veiðileyfa á landinu og þar kennir ýmissa grasa en hann selur leyfi frá flestum veiðileyfasölum landsins. Síðan má auðvitað skoða laus leyfi hjá SVFK, SVAK, SVH og fleirum. Það er því nægt framboð af leyfum til að velja úr fyrir opnun en mikill spenningur er auðvitað kominn í veiðimenn fyrir því að þenja stangirnar aftur eftir langann vetur. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði
Það styttist í að veiðin hefjist á nýjan leik eftir veturinn og veiðimenn eru duglegir að skoða hvað er í boði fyrstu dagana á þessu tímabili. Við skoðuðum aðeins hvað er í boði hjá nokkrum veiðileyfasölum og tökum fram að listinn af framboðinu er hvergi nærri tæmandi enda virðist úrvalið í vorveiðina vera sérstaklega gott. Veiðiþjónustan Strengir eru með Minnivallalæk á sínum snærum og þar má finna lausar stangir í apríl og inní maí. Opnunin var laus ekki alls fyrir löngu sem er ótrúlegt því veiðin fyrsta daginn, ef þokkalegar aðstæður eru fyrir hendi, getur verið frábær. Hjá Lax-Á má finna leyfi í Sogið - Ásgarð, Tungufljót í Biskupstungum og í Blöndu. Sogið er kannski best sótt af þessum svæðum enda getur vorveiðin þar verið mjög góð, sérstaklega eftir gott veiðisumar. Það skyldi þó engin horfa framhjá Tungufljóti eða Blöndu. Á efri svæðum Tungufljóts er hægt að finna mjög væna urriða en einhverra hluta vegna hafa Íslendingar lítið sótt í veiði þarna en erlendir veiðimenn sem þekkja vel leit að stökum stórum urriðum hefur aftur á móti oft gengið mjög vel. Hjá SVFR er Varmá líklegast þekktust af vorsvæðunum en Sogið, bæði Bíldsfell og Alviðra, á þó sína fasta kúnna. Bíldsfellið geymir á vorin bæði bleikju, lax og sjóbirting sem getur bæði verið vænn og tökuglaður. Á Alviðru er mest bleikja en þó stöku sjóbirtingur. Varmá á sinn fasta aðdáendahóp sem fer í hana aftur og aftur til að freysta þess að ná stórum sjóbirting eða bleikjum en sjóbirtingurinn getur oft verið 10-15 pund og stærstu bleikjurnar teygja sig í 10 pund. Veiða.is söluvefurinn býður uppá vorveiði t.d. í Eldvatnið, Galtalæk og Vatnamótin svo nokkur svæði séu nefnd. Vefurinn er orðinn stærsti söluvefur veiðileyfa á landinu og þar kennir ýmissa grasa en hann selur leyfi frá flestum veiðileyfasölum landsins. Síðan má auðvitað skoða laus leyfi hjá SVFK, SVAK, SVH og fleirum. Það er því nægt framboð af leyfum til að velja úr fyrir opnun en mikill spenningur er auðvitað kominn í veiðimenn fyrir því að þenja stangirnar aftur eftir langann vetur.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði