Björgunaraðgerðir Landsbankans Stjórnarmaðurinn skrifar 16. mars 2016 12:00 Bankasýslan hefur skilað áliti sínu á sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Samkvæmt nýlegu verðmati var hluturinn seldur á einungis fjórðungi markaðsvirðis, og því ljóst að Landsbankinn varð af fjórum til sex milljörðum króna vegna viðskiptanna. Ekki er um neinn ánægjulestur að ræða fyrir Landsbankamenn en Bankasýslan kemst að þeirri niðurstöðu að rökstuðningur Landsbankans fyrir sölunni hafi verið ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn auk þess sem verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Auðvelt er að taka undir þessa gagnrýni fyrir þá sem til málsins þekkja. Hvers vegna var annars enginn fyrirvari gerður vegna valréttar Borgunar í tengslum við sameiningu Visa Europe og Visa International, líkt og Landsbankinn gerði sannanlega við söluna á Valitor? Hvernig má líka vera að Landsbankinn hafi enga tilraun gert til að kynna sér starfsemi Borgunar, þar á meðal tilvist valréttarins, jafnvel þótt þeir hafi haft fullan aðgang að svokölluðu gagnaherbergi til jafns við kaupendur? Afsakanir um að Landsbankinn hafi ekki verið virkur hluthafi eru haldlitlar í þessu samhengi. Þeim láðist einfaldlega að vinna vinnuna sína. Það er ekki refsivert eða sérstaklega ámælisvert að tapa peningum. Viðskipti eru einfaldlega þess eðlis að hættan á slíku er alltaf fyrir hendi. Vogun vinnur, vogun tapar. Hins vegar er ámælisvert að vinna ekki vinnuna sína. Borgunarmálið hefur þegar haft ýmiss konar áhrif. Fyrir það fyrsta þá hefur það sýnt sig að fjölmiðlar fylgjast með starfsemi fyrirtækja í landinu, þótt þeir eigi það til að einblína á furðulegustu hluti. Í þessu tilviki, rétt eins og í Símamálinu, verður hins vegar ekki annað sagt en að blaðamenn hafi staðið vaktina. Málið hefur einnig orðið til þess að Landsbankinn hefur breytt verklagi sínu vegna sölu á eignarhlutum í félögum sem framvegis skal fara fram fyrir opnum tjöldum. Stærstu afleiðingarnar eru hins vegar þær, eins og fjármálaráðherra hefur bent á, að orðspor Landsbankans hefur beðið hnekki. Slíkt er ekki til þess fallið að auka verðmæti banka sem til stendur að selja. Bankasýslan kallaði eftir því að bankinn gripi til frekari aðgerða til að laga orðspor sitt. Ekki er seinna vænna ef bjarga á verðmætum skattgreiðenda, sem eiga jú óbeinan hlut í Landsbankanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Bankasýslan hefur skilað áliti sínu á sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Samkvæmt nýlegu verðmati var hluturinn seldur á einungis fjórðungi markaðsvirðis, og því ljóst að Landsbankinn varð af fjórum til sex milljörðum króna vegna viðskiptanna. Ekki er um neinn ánægjulestur að ræða fyrir Landsbankamenn en Bankasýslan kemst að þeirri niðurstöðu að rökstuðningur Landsbankans fyrir sölunni hafi verið ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn auk þess sem verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Auðvelt er að taka undir þessa gagnrýni fyrir þá sem til málsins þekkja. Hvers vegna var annars enginn fyrirvari gerður vegna valréttar Borgunar í tengslum við sameiningu Visa Europe og Visa International, líkt og Landsbankinn gerði sannanlega við söluna á Valitor? Hvernig má líka vera að Landsbankinn hafi enga tilraun gert til að kynna sér starfsemi Borgunar, þar á meðal tilvist valréttarins, jafnvel þótt þeir hafi haft fullan aðgang að svokölluðu gagnaherbergi til jafns við kaupendur? Afsakanir um að Landsbankinn hafi ekki verið virkur hluthafi eru haldlitlar í þessu samhengi. Þeim láðist einfaldlega að vinna vinnuna sína. Það er ekki refsivert eða sérstaklega ámælisvert að tapa peningum. Viðskipti eru einfaldlega þess eðlis að hættan á slíku er alltaf fyrir hendi. Vogun vinnur, vogun tapar. Hins vegar er ámælisvert að vinna ekki vinnuna sína. Borgunarmálið hefur þegar haft ýmiss konar áhrif. Fyrir það fyrsta þá hefur það sýnt sig að fjölmiðlar fylgjast með starfsemi fyrirtækja í landinu, þótt þeir eigi það til að einblína á furðulegustu hluti. Í þessu tilviki, rétt eins og í Símamálinu, verður hins vegar ekki annað sagt en að blaðamenn hafi staðið vaktina. Málið hefur einnig orðið til þess að Landsbankinn hefur breytt verklagi sínu vegna sölu á eignarhlutum í félögum sem framvegis skal fara fram fyrir opnum tjöldum. Stærstu afleiðingarnar eru hins vegar þær, eins og fjármálaráðherra hefur bent á, að orðspor Landsbankans hefur beðið hnekki. Slíkt er ekki til þess fallið að auka verðmæti banka sem til stendur að selja. Bankasýslan kallaði eftir því að bankinn gripi til frekari aðgerða til að laga orðspor sitt. Ekki er seinna vænna ef bjarga á verðmætum skattgreiðenda, sem eiga jú óbeinan hlut í Landsbankanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira