Lífið

Stærsta Eistnaflugið til þessa

Gunnhildur Jónsdóttir skrifar
Það er alltaf góð stemning á Eistnaflugi í Neskaupstað.
Það er alltaf góð stemning á Eistnaflugi í Neskaupstað. Mynd/Guðný Lára Thorarensen
Dagskráin fyrir Eistnaflug í Neskaupstað þetta árið hefur loksins litið dagsins ljós og er greinilegt að um er að ræða stærstu og glæsilegustu hátíðina til þessa. Stefán Magnússon, umsjónarmaður hátíðarinnar, segir að Eistnaflug stækki ört með hverju árinu og sífellt fleiri hljómsveitir sæki eftir að vera með.

„Við höfum aldrei verið með jafn stórar og dýrar hljómsveitir. Það er auðveldara fyrir okkur að komast í hljómsveitir enda höfum við verið að stækka ört. Við höldum í hefðirnar og í grunninn er þetta öskurrokkarahátíð en við höfum alltaf endað á smá diskói og þetta árið fengum við Pál Óskar til þess að loka hátíðinni, það er töluvert betra en að ég sé að spila tónlistina hans á tölvunni minni fyrir mannskapinn.“

Meðal þeirra sem hafa tilkynnt komu sína er sænska þungarokkhljómsveitin Opeth, Agent Fresco, HAM, Úlfur Úlfur og margir fleiri erlendir og íslenskir tónlistarmenn. „Við eigum von á töluvert fleira fólki í ár heldur en í fyrra, en þá voru tæplega 3.000 manns. Það er auðvitað svo gott að vera í Neskaupstað og í kringum hátíðina er bærinn alveg undirlagður og allir taka þátt og hjálpast að. Þetta er alvöru stemning og það hafa allir gaman af þessu.“

Eistnaflug hefur verið haldið árlega í Neskaupstað frá því árið 2005 en þá byrjaði það sem eins dags tónlistarveisla. Seinustu ár hefur þetta hins vegar vaxið og er orðið að fjögurra daga tónlistarhátíð og ómissandi partur af sumrinu hjá mörgum. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.