Enginn bardagi hefur skilað UFC jafn miklum tekjum í gegnum sjónvarpsáhorf og kemur því ekki mikið á óvart að þeir verði látnir berjast aftur á þessari afmælishátíð. Mikið var um dýrðir þegar UFC 100 var haldið.
Sjá einnig:Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz
Conor varð heimsmeistari í fjaðurvigt í byrjun desember á síðasta ári þegar hann rotaði þáverandi heimsmeistara, Jose Aldo, eftir þrettán sekúndur.

Dos Anjos meiddist skömmu fyrir bardagann og fór írski Íslandsvinurinn því upp um tvo þyngdarflokka sem varð honum um megn. Eftir að byrja frábærlega gegn Nate Diaz var hann laminn sundur og saman og á endanum afgreiddur með hengingartaki.
Sjá einnig:Diaz hrósar Conor: Mér finnst hann frábær
UFC ákvað þó að titilbardagi fari fram sama kvöld í þyngdarflokki Conors, fjaðurvigtinni. Jose Aldo, fyrrverandi heimsmeistari, mætir þar manninum sem átti að vera næstur í Conor, Frankie Edgar. Þeir munu berjast um bráðabirgða heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt og sigurvegarinn mætir svo Conor McGregor.
Það er vissulega svolítið skrítið að titilbardagi fari fram í þyngdarflokki Conors sama kvöld og hann berst upp fyrir sig en það sýnir svart á hvítu að Írinn er orðin lang stærsta stjarnan í íþróttinni og gerir meira og minna það sem hann vill.