Lyfjaprófunin á ÓL í Ríó eitt risastórt klúður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 10:00 Vísir/Getty Alþjóðalyfjastofnunin, WADA, hefur gefið frá sér stuðandi skýrslu um hvernig lyfjaeftirlitið gekk á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu í sumar en niðurstöðurnar eru ekki glæsilegar. Það er ekki hægt að lesa annað úr þessari skýrslu WADA en að lyfjaprófunin á ÓL í Ríó hafi hreinlega verið eitt risastórt klúður. Meðal annars kemur fram að allt að helmingur skipulagðra lyfjaprófa hafi ekki farið fram. Margir íþróttamenn sem áttu að fara í lyfjapróf fundust hreinlega ekki og ekkert varð því af prófinu. Á sumum dögum varð ekkert af um fimmtíu prósent lyfjaprófanna. Skýrslan er ítarleg og upp á 55 blaðsíður. Þar kemur fram að 11.470 íþróttamenn hafi tekið þátt í Ólympíuleikunum í Ríó í ágústmánuði en 4125 þeirra hafi aldrei farið í lyfjapróf á árinu 2016. 1913 þeirra voru að keppa í svokölluðum áhættusömum íþróttagreinum þegar kemur að ólöglegri lyfjanotkun. Það voru allskonar vandmál í gangi. Næstum því hundrað sýni voru ómerkt það er það var ekki hægt að finna út hvaðan þau komu. Eitt sýnið týndist og fannst ekki fyrr en eftir tvær vikur. Þá var lítið sem ekkert tekið af blóðsýnum í keppni og engin próf á fótboltafólki utan keppnistaðanna. Fimm hundruð færri próf voru framkvæmd en áætluð voru og 8. ágúst var gat tölvukerfið aðeins gefið upplýsingar um dvalarstað 4795 af 11.470 íþróttamönnum sem voru að fara að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó. Tungumálaerfiðleikar og vandræði með samgöngur áttu líka sinn þátt í því hversu illa gekk að lyfjaprófa íþróttafólkið í Ríó. BBC fór yfir niðurstöður skýrslunnar og má finna frétt BBC hér. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Alþjóðalyfjastofnunin, WADA, hefur gefið frá sér stuðandi skýrslu um hvernig lyfjaeftirlitið gekk á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu í sumar en niðurstöðurnar eru ekki glæsilegar. Það er ekki hægt að lesa annað úr þessari skýrslu WADA en að lyfjaprófunin á ÓL í Ríó hafi hreinlega verið eitt risastórt klúður. Meðal annars kemur fram að allt að helmingur skipulagðra lyfjaprófa hafi ekki farið fram. Margir íþróttamenn sem áttu að fara í lyfjapróf fundust hreinlega ekki og ekkert varð því af prófinu. Á sumum dögum varð ekkert af um fimmtíu prósent lyfjaprófanna. Skýrslan er ítarleg og upp á 55 blaðsíður. Þar kemur fram að 11.470 íþróttamenn hafi tekið þátt í Ólympíuleikunum í Ríó í ágústmánuði en 4125 þeirra hafi aldrei farið í lyfjapróf á árinu 2016. 1913 þeirra voru að keppa í svokölluðum áhættusömum íþróttagreinum þegar kemur að ólöglegri lyfjanotkun. Það voru allskonar vandmál í gangi. Næstum því hundrað sýni voru ómerkt það er það var ekki hægt að finna út hvaðan þau komu. Eitt sýnið týndist og fannst ekki fyrr en eftir tvær vikur. Þá var lítið sem ekkert tekið af blóðsýnum í keppni og engin próf á fótboltafólki utan keppnistaðanna. Fimm hundruð færri próf voru framkvæmd en áætluð voru og 8. ágúst var gat tölvukerfið aðeins gefið upplýsingar um dvalarstað 4795 af 11.470 íþróttamönnum sem voru að fara að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó. Tungumálaerfiðleikar og vandræði með samgöngur áttu líka sinn þátt í því hversu illa gekk að lyfjaprófa íþróttafólkið í Ríó. BBC fór yfir niðurstöður skýrslunnar og má finna frétt BBC hér.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira