FH eyðir mýtunni um tíu marka manninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 06:00 FH varð Íslandsmeistari án tíu marka manns. vísir/ernir Því verður seint haldið fram að sóknin hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn fyrir FH í sumar. Þrjú lið skoruðu fleiri mörk en Hafnarfjarðarliðið og FH-liðið skoraði meira en eitt mark í aðeins 41 prósenti leikja sinna. Varnarleikurinn og markvarslan voru aðal liðsins og FH-ingar komust upp með að skora fimmtán mörkum færra en tímabilið á undan. FH-liðið skoraði ellefu mörkum færra en nágrannar þeirra úr Garðabænum sem voru markahæsta lið sumarsins í Pepsi-deildinni. Þrátt fyrir þessa „lélegu“ markatölfræði var Íslandsmeistarabikarinn kominn í Kaplakrika fyrir síðustu tvær umferðirnar. Hinn 36 ára gamli Atli Viðar Björnsson varð markahæsti leikmaður Íslandsmeistaraliðs FH með sjö mörk. Annað árið í röð unnu FH-ingar því Íslandsmeistaratitilinn án þess að eiga tíu marka mann. Árið á undan var Steven Lennon markahæstur FH-inga með 9 mörk en Atli Viðar skoraði þá 8 mörk. Gull-, silfur- og bronsskórnir fóru til liða sem voru ekki í hópi fjögurra efstu liða Pepsi-deildarinnar. ÍA, lið markakóngsins Garðars Gunnlaugssonar, endaði í áttunda sæti. Garðar Gunnlaugsson varð þar með fyrsti markakóngurinn í sex ár sem var ekki í liði sem endaði í efri hluta deildarinnar. Eitt er að vinna Íslandsmeistaratitilinn einu sinni án þess að hafa afgerandi markaskorara en annað að gera það tvö ár í röð eins og FH-ingar hafa gert undanfarin tvö tímabil. FH varð fyrsta liðið í 30 ár sem vinnur titilinn tvö ár í röð án þess að vera með tíu marka mann. Skagamenn afrekuðu það líka tvö ár í röð, 1983 og 1984.graf/fréttablaðiðEngin önnur lið hafa náð því síðan farið var að spila tvöfalda umferð í deildinni 1959. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984 hafa enn fremur aðeins átta lið orðið Íslandsmeistarar án þess að vera með tíu marka mann. 33 lið hafa unnið titilinn á þessum tíma og því hafa 76 prósent þeirra verið með tíu marka mann. Hvort FH-ingar hafi með þessu eytt mýtunni um nauðsyn tíu marka mannsins er önnur saga enda hefur engu öðru félagi en FH tekist þetta undanfarin þrettán ár. Styrkleiki FH-liðsins liggur í breidd markaskorara liðsins. Þrátt fyrir átta Íslandsmeistaratitla á tólf árum hefur FH átt jafn marga markakónga á þeim tíma og þegar FH-ingurinn Hörður Magnússon skoraði flest mörk í deildinni þrjú sumur í röð frá 1989 til 1991. FH-liðið hefur unnið titilinn með sameiginlegu átaki og margir eru að skila til liðsins í sóknarleiknum. Fyrir utan FH-liðin 2015 og 2016 unnu FH-ingar einnig titilinn án tíu marka manns sumrin 2004 og 2006. KR-ingar voru síðan síðasta liðið fyrir utan FH sem afrekaði slíkt en KR vann titilinn 2003 þar sem Arnar Gunnlaugsson og Veigar Páll Gunnarsson voru markahæstu leikmenn liðsins með sjö mörk hvor. Hin dæmin eru síðan frá níunda áratugnum þegar KA (1989), Valur (1987) og ÍA (1984) fögnuðu sigri í deildinni án þess að vera með mann sem skoraði meira en mark í öðrum hverjum leik. FH-ingar hafa þegar stigið skref í átt að því að efla sóknarleikinn fyrir næsta sumar með því að semja við Stjörnumanninn Veigar Pál Gunnarsson. Það er afar óvenjulegt að Íslandsmeistaratitill í tólf liða deild vinnist á 32 mörkum. Fram að þessu sumri var lægsta skor meistaraliðs í tólf liða deild 42 mörk hjá Stjörnunni 2014. FH-ingar bættu það met um tíu mörk. Þetta sumar er líklega undantekningin sem sannar regluna. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira
Því verður seint haldið fram að sóknin hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn fyrir FH í sumar. Þrjú lið skoruðu fleiri mörk en Hafnarfjarðarliðið og FH-liðið skoraði meira en eitt mark í aðeins 41 prósenti leikja sinna. Varnarleikurinn og markvarslan voru aðal liðsins og FH-ingar komust upp með að skora fimmtán mörkum færra en tímabilið á undan. FH-liðið skoraði ellefu mörkum færra en nágrannar þeirra úr Garðabænum sem voru markahæsta lið sumarsins í Pepsi-deildinni. Þrátt fyrir þessa „lélegu“ markatölfræði var Íslandsmeistarabikarinn kominn í Kaplakrika fyrir síðustu tvær umferðirnar. Hinn 36 ára gamli Atli Viðar Björnsson varð markahæsti leikmaður Íslandsmeistaraliðs FH með sjö mörk. Annað árið í röð unnu FH-ingar því Íslandsmeistaratitilinn án þess að eiga tíu marka mann. Árið á undan var Steven Lennon markahæstur FH-inga með 9 mörk en Atli Viðar skoraði þá 8 mörk. Gull-, silfur- og bronsskórnir fóru til liða sem voru ekki í hópi fjögurra efstu liða Pepsi-deildarinnar. ÍA, lið markakóngsins Garðars Gunnlaugssonar, endaði í áttunda sæti. Garðar Gunnlaugsson varð þar með fyrsti markakóngurinn í sex ár sem var ekki í liði sem endaði í efri hluta deildarinnar. Eitt er að vinna Íslandsmeistaratitilinn einu sinni án þess að hafa afgerandi markaskorara en annað að gera það tvö ár í röð eins og FH-ingar hafa gert undanfarin tvö tímabil. FH varð fyrsta liðið í 30 ár sem vinnur titilinn tvö ár í röð án þess að vera með tíu marka mann. Skagamenn afrekuðu það líka tvö ár í röð, 1983 og 1984.graf/fréttablaðiðEngin önnur lið hafa náð því síðan farið var að spila tvöfalda umferð í deildinni 1959. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984 hafa enn fremur aðeins átta lið orðið Íslandsmeistarar án þess að vera með tíu marka mann. 33 lið hafa unnið titilinn á þessum tíma og því hafa 76 prósent þeirra verið með tíu marka mann. Hvort FH-ingar hafi með þessu eytt mýtunni um nauðsyn tíu marka mannsins er önnur saga enda hefur engu öðru félagi en FH tekist þetta undanfarin þrettán ár. Styrkleiki FH-liðsins liggur í breidd markaskorara liðsins. Þrátt fyrir átta Íslandsmeistaratitla á tólf árum hefur FH átt jafn marga markakónga á þeim tíma og þegar FH-ingurinn Hörður Magnússon skoraði flest mörk í deildinni þrjú sumur í röð frá 1989 til 1991. FH-liðið hefur unnið titilinn með sameiginlegu átaki og margir eru að skila til liðsins í sóknarleiknum. Fyrir utan FH-liðin 2015 og 2016 unnu FH-ingar einnig titilinn án tíu marka manns sumrin 2004 og 2006. KR-ingar voru síðan síðasta liðið fyrir utan FH sem afrekaði slíkt en KR vann titilinn 2003 þar sem Arnar Gunnlaugsson og Veigar Páll Gunnarsson voru markahæstu leikmenn liðsins með sjö mörk hvor. Hin dæmin eru síðan frá níunda áratugnum þegar KA (1989), Valur (1987) og ÍA (1984) fögnuðu sigri í deildinni án þess að vera með mann sem skoraði meira en mark í öðrum hverjum leik. FH-ingar hafa þegar stigið skref í átt að því að efla sóknarleikinn fyrir næsta sumar með því að semja við Stjörnumanninn Veigar Pál Gunnarsson. Það er afar óvenjulegt að Íslandsmeistaratitill í tólf liða deild vinnist á 32 mörkum. Fram að þessu sumri var lægsta skor meistaraliðs í tólf liða deild 42 mörk hjá Stjörnunni 2014. FH-ingar bættu það met um tíu mörk. Þetta sumar er líklega undantekningin sem sannar regluna.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira