Eru konur að fresta barneignum of lengi? Ritstjórn skrifar 17. mars 2016 12:00 Ingunn Jónsdóttir, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Mynd/Ernir Eitt af hverjum sex pörum glímir við vandamál tengd ófrjósemi. Fjölmargir leggja á sig áralangar og kostnaðarsamar meðferðir til þess að eignast barn, með misjöfnum árangri. Um 150 börn fæðast á Íslandi á ári eftir tæknifrjóvgun af einhverju tagi en þrátt fyrir það virðist umræðuefnið enn þann dag í dag vera hálfgert tabú og margir sem standa í þessari baráttu mæta skilningsleysi í samfélaginu. Hvað fela svona meðferðir í sér, hefur ófrjósemi aukist í nútímasamfélagi og hvernig er stuðningurinn í dag? Glamour fjallar ítarlega um ófrjósemi í nýjasta tölublaðinu þar sem kvensjúkdóma - og fæðingarlæknirinn Ingunn Jónsdóttir situr fyrir svörum. Hún er ein af aðstandendum IVF klíníkarinnar sem opnaði hér á landi í síðasta mánuði. Eitt af hverjum sex pörum er frekar hátt hlutfall, má túlka það sem svo að aukning hafi orðið á síðustu árum?„Það hefur kannski ekki orðið aukning í ófrjósemi sem slíkri en það sem hefur gjörbreyst á síðustu árum er að konur eru að fresta barneignum of lengi. Í gamla daga voru konur að byrja að eignast börn um tvítugt en núna eru þær að byrja að hugsa þetta upp úr þrítugu eða seinna. Þá er frjósemi kvenna orðin miklu minni, alveg töluvert minni. Hún minnkar statt og stöðugt með hverjum deginum sem líður og ef þú ætlar að hefja barneignir upp úr 35 ára þá eru líkurnar á að lenda í vandræðum töluvert meiri en ef maður er að hugsa um þetta upp úr tvítugu,“ segir Ingunn og leggur mikla áherslu á að það sé helsta vandamálið í dag.Skjáskot af umfjölluninni í nýjasta tölublaði Glamour.Líffræðilega klukka kvenna helst ekki í hendur við þær breytingar sem eiga sér stað í þjóðfélaginu og Ingunn segir að það þurfi einhvers konar vitundarvakningu meðal kvenna um frjósemiskeiðið. „Manni finnst maður náttúrulega vera eldhress, ég er til dæmis að verða fertug og mér líður eins og 25 ára en eggjastokkarnir mínir vita ekkert um það. Það þarf að eiga sér stað vitundarvakning um þessi mál, hversu langt frjósemiskeiðið er, því mér finnst eins og konur átti sig ekki alveg á því að til dæmis eftir fertugt er bara alls ekki sjálfsagt mál að verða ófrísk. Það hefur til dæmis komið í ljós að það að hjálpa konum að verða ófrískar upp úr sirka 43 ára er bara nánast ekki hægt. Ekki með eigin eggjum og árangurinn af glasafrjógvun hjá þessum aldurshópi er undir 1 prósent svo það eiginlega gengur ekki. Þetta eru oft fréttir fyrir konur, því það er þannig að kona getur verið á reglulegum blæðingum og með egglos án þess að það geti nokkurn tímann orðið frjóvguð egg. Auðvitað heyrir maður stundum um konuna sem eignaðist barn 47 ára og allt var í lagi, en maður á ekki að gera ráð fyrir að það komi líka fyrir sig því það er ekki normið.“Frjósemisskeið kvenna en Ingunn kallar eftir vitundarvakningu meðal kvenna um eigið frjósemisskeið, sem endist ekki að eilífu.Umfjöllunina í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Glamour en þar er meðal annars farið í kostnaðarhliðina á svona meðferðum, stuðninginn sem er oft er lítill, skilningsleysið og reynslusögur.Glamour er komið í allar helstu verslanir en hægt er að tryggja sér áskrift hér. Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour Stórir hattar og áberandi sólgleraugu í nýju myndbandi Marc Jacobs Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Stjörnurnar á Hrekkjavöku Glamour Vinna best saman í liði Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Stjörnurnar elska RMS Glamour Vor í lofti Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour
Eitt af hverjum sex pörum glímir við vandamál tengd ófrjósemi. Fjölmargir leggja á sig áralangar og kostnaðarsamar meðferðir til þess að eignast barn, með misjöfnum árangri. Um 150 börn fæðast á Íslandi á ári eftir tæknifrjóvgun af einhverju tagi en þrátt fyrir það virðist umræðuefnið enn þann dag í dag vera hálfgert tabú og margir sem standa í þessari baráttu mæta skilningsleysi í samfélaginu. Hvað fela svona meðferðir í sér, hefur ófrjósemi aukist í nútímasamfélagi og hvernig er stuðningurinn í dag? Glamour fjallar ítarlega um ófrjósemi í nýjasta tölublaðinu þar sem kvensjúkdóma - og fæðingarlæknirinn Ingunn Jónsdóttir situr fyrir svörum. Hún er ein af aðstandendum IVF klíníkarinnar sem opnaði hér á landi í síðasta mánuði. Eitt af hverjum sex pörum er frekar hátt hlutfall, má túlka það sem svo að aukning hafi orðið á síðustu árum?„Það hefur kannski ekki orðið aukning í ófrjósemi sem slíkri en það sem hefur gjörbreyst á síðustu árum er að konur eru að fresta barneignum of lengi. Í gamla daga voru konur að byrja að eignast börn um tvítugt en núna eru þær að byrja að hugsa þetta upp úr þrítugu eða seinna. Þá er frjósemi kvenna orðin miklu minni, alveg töluvert minni. Hún minnkar statt og stöðugt með hverjum deginum sem líður og ef þú ætlar að hefja barneignir upp úr 35 ára þá eru líkurnar á að lenda í vandræðum töluvert meiri en ef maður er að hugsa um þetta upp úr tvítugu,“ segir Ingunn og leggur mikla áherslu á að það sé helsta vandamálið í dag.Skjáskot af umfjölluninni í nýjasta tölublaði Glamour.Líffræðilega klukka kvenna helst ekki í hendur við þær breytingar sem eiga sér stað í þjóðfélaginu og Ingunn segir að það þurfi einhvers konar vitundarvakningu meðal kvenna um frjósemiskeiðið. „Manni finnst maður náttúrulega vera eldhress, ég er til dæmis að verða fertug og mér líður eins og 25 ára en eggjastokkarnir mínir vita ekkert um það. Það þarf að eiga sér stað vitundarvakning um þessi mál, hversu langt frjósemiskeiðið er, því mér finnst eins og konur átti sig ekki alveg á því að til dæmis eftir fertugt er bara alls ekki sjálfsagt mál að verða ófrísk. Það hefur til dæmis komið í ljós að það að hjálpa konum að verða ófrískar upp úr sirka 43 ára er bara nánast ekki hægt. Ekki með eigin eggjum og árangurinn af glasafrjógvun hjá þessum aldurshópi er undir 1 prósent svo það eiginlega gengur ekki. Þetta eru oft fréttir fyrir konur, því það er þannig að kona getur verið á reglulegum blæðingum og með egglos án þess að það geti nokkurn tímann orðið frjóvguð egg. Auðvitað heyrir maður stundum um konuna sem eignaðist barn 47 ára og allt var í lagi, en maður á ekki að gera ráð fyrir að það komi líka fyrir sig því það er ekki normið.“Frjósemisskeið kvenna en Ingunn kallar eftir vitundarvakningu meðal kvenna um eigið frjósemisskeið, sem endist ekki að eilífu.Umfjöllunina í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Glamour en þar er meðal annars farið í kostnaðarhliðina á svona meðferðum, stuðninginn sem er oft er lítill, skilningsleysið og reynslusögur.Glamour er komið í allar helstu verslanir en hægt er að tryggja sér áskrift hér.
Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour Stórir hattar og áberandi sólgleraugu í nýju myndbandi Marc Jacobs Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Stjörnurnar á Hrekkjavöku Glamour Vinna best saman í liði Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Stjörnurnar elska RMS Glamour Vor í lofti Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour