Sport

Keppinautur Hrafnhildar féll á lyfjaprófi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yuliya Yefimova vann gull í 100 m bringusundi á HM í sumar.
Yuliya Yefimova vann gull í 100 m bringusundi á HM í sumar. Vísir/Getty
Yuliya Yefimova hefur verið dæmd í tímabundið bann eftir að hún féll á lyfjaprófi fyrir að taka inn meldóníum.

Það er sama lyf sem felldi Maríu Sharpovu, tenniskonu, en báðar eru frá Rússlandi.

Sjá einnig: Hvað er meldóníum?

Yefimova er fjórfaldur heimsmeistari í sundi og vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hún féll á lyfjaprófi árið 2014 og á því yfir höfði sér lífstíðarbann.

Meldóníum var bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, um áramótin og hafa síðan þá meira en 100 íþróttamenn í mismunandi íþróttum fallið á lyfjaprófi vegna þess.

Sjá einnig: Tennisdrottning hrynur af stalli

Yefimova féll á lyfjaprófi vegna steranotkunar á sínum tíma og fékk þá sextán mánaða bann. Hún keppir í bringusundi og varð síðast heimsmeistari í 100 m bringusundi á HM í fyrra.

Hrafnhildur Lúthersdóttir keppti í sömu grein og endaði í sjötta sæti í úrslitasundinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×