Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Valur 2-1 | Fjórir sigrar í röð hjá Skaganum | Sjáðu mörkin Stefán Árni Pálsson skrifar 17. júlí 2016 21:00 Garðar Gunnlaugsson er búinn að skora níu mörk og er markahæstur. vísir/anton brink ÍA vann frábæran sigur, 2-1, á Valsmönnum upp á Skipaskaga í kvöld. Liðið komst í 2-0 með mörkum frá Ármanni Smára Björnssyni og Garðari Gunnlaugssyni. Það var Andri Adolphsson sem gerði eina mark Vals í leiknum. Skagamenn hafa verið sjóðandi heitir að undanförnu og þá sérstaklega Garðar Gunnlaugsson sem skoraði sitt tíunda mark í deildinni í sumar og það beint úr aukaspyrnu. Skagamenn hafa núna unnið fjóra leiki í röð í deildinni.Af hverju vann ÍA ? Skagamenn eru með gríðarlega klókt og skynsamlegt lið. Leikmenn liðsins þekkja vel sín takmörk og spila þeir gulu alltaf vel upp á sína styrkleika. Valsmenn byrjuðu leikinn mikið mun betur og voru með fín tök á leiknum. Það skiptir aftur á móti engu máli í fótbolta hversu mikið þú ert með boltann. Mörkin telja og það nýttu Skagamenn sér.Þessir stóðu upp úrÁrmann Smári Björnsson var flottur í vörn ÍA og skoraði laglegt mark sem breytti algjörlega gangi leiksins. Ian Williamsson var einnig flottur á miðjunni hjá ÍA og Garðar Gunnlaugsson skoraði frábært mark fyrir Skagamenn beint úr aukaspyrnu. Í liði Vals var Andri Adolphsson langbesti maður liðsins. Skoraði fínt mark og skapaði nokkur færi.Hvað gekk illa?Valsarar verða að nýta færin sín mikið betur. Liðið er að koma sér í fína stöðu en það er oft á tíðum lokahöggið sem klikkar hjá liðinu. Skagamenn mættu einfaldlega ekki til leiks í kvöld og var liðið mjög lélegt fyrsta hálftímann. Það hefði getað komið í bakið á þeim og eitthvað sem leikmenn liðsins mega ekki láta koma fyrir.Hvað gerist næst?Valsmenn eiga gríðarlega erfiðan leik fyrir höndum í næstu umferð en þá mætir liðið Fjölni. Svo styttist óðum í undanúrslitaleikinn gegn Selfyssingum í Borgunarbikarnum og verður að segjast að bikarinn sé besti möguleiki Vals til að komast í Evrópukeppni, rétt eins og þeir gerðu í fyrra. Skagamenn eiga einnig erfiðan leik fyrir höndum, liðið leikur við ÍBV í næstu umferð. Garðar: Ég yrði rekinn ef ég myndi aflita skeggiðGarðar í leikn með ÍA.vísir/anton„Þetta er hrikalega gaman og ég talaði um það við strákana í upphitun fyrir leik að við ættum bara að njóta þess að spila fótbolta og hafa gaman, því þegar vel gengur er þetta það skemmtilegasta í heiminum,“ segir markavélin Garðar Gunnlaugsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn á Val í kvöld. „Við vorum í raun bara í bullinu fyrstu 35 mínútur leiksins en það breyttist allt við þetta mark sem Ármann Smári skorar. Eftir markið á kviknar á okkur og við verðum líkari okkur sjálfum.“ Garðar skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu í kvöld. „Ég er búinn að æfa þetta mjög mikið í allt sumar. Jón Vilhelm og Ian vildu líka fá að taka þessa spyrnu en það var ekki séns.“ Nú þegar mótið er hálfnað er Garðar kominn með tíu mörk. Markametið í efstu deild karla eru 19 mörk. „Ég stefni bara að því að skora eins mörg mörk og ég mögulega get. Ég verð bara að taka gömlu góðu klisjuna og taka bara einn leik í einu. Ég er heitur akkúrat núna og vonandi heldur það áfram.“ Stór hluti Skagaliðsins er núna með aflitað hár og er nokkuð skemmtilegt að fylgjast með þeim inni á vellinum. „Þetta er allt saman mér að kenna. Það aflita sig alltaf nokkrir eftir hvern sigur leik og ég er búinn að skora svo mikið af mörkum að menn eru alltaf á hárgreiðslustofunni,“ segir Garðar léttur og bætir við: „Gylfi og einhvern einn í viðbót fer í litun eftir þennan leik.“ En ætlar Garðar ekki að aflita á sér skeggið? „Nei, því miður. Ég vinn á hóteli og ég held hreinlega að ég yrði rekinn ef ég myndi aflita á mér skeggið.“ Andri: Ætlaði alltaf að setja boltann í fjær„Þetta er bara gríðarlega svekkjandi,“ segir Andri Adolphsson, leikmaður Vals, eftir tapið í kvöld. „Við vorum að spila góðan fótbolta og bara leiðinlegt að geta ekki klárað svona leik.“ Valsmenn byrjuðu leikinn vel og voru mun sterkari en náðu ekki að koma boltanum í netið. „Við verðum að nýta okkar færi betur og það er ótrúlega svekkjandi að þetta hafi farið svona.“ Andri skoraði flott mark fyrir Valsmenn í kvöld og vildu sumir meina að hann hafi ætlað sér að senda boltann fyrir, og fyrirgjöfin hafi endað í netinu. „Það séu það auðvitað allir á vellinum að ég ætlaði að skrúfa boltann þarna í fjærhornið.“ Gunnlaugur: Ekki að spila okkar besta leik en vinnum samtGunnlaugur Jónsson þjálfari ÍAvísir/ernir„Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur og það eftir mjög kaflaskiptan leik,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn. „Við vorum nokkuð mikið á hælunum í byrjun leiksins en sýnum mjög flotta spilamennsku síðasta korterið í fyrri hálfleiknum og náum inn tveimur mjög góðum mörkum. „Mér finnst við síðan byrja ágætlega í seinni hálfleiknum en ákveðið kæruleysi í okkur að hleypa þeim inn í leikinn og leyfa þeim að minnka muninn.“ Fyrsta markið í leiknum kom eftir langt innkast frá Skagamönnum. „Við höfum verið að nota þetta síðustu þrjú tímabil og sérstaklega þegar Jón Vilhelm er að spila hjá okkur. Það hafa reyndar ekki komið mörg mörk úr því en þetta gekk í kvöld.“ Hann segir að það sé ómetanlegt að hafa svona markaskorara í liðinu eins og Garðar. „Það er greinilegt að honum líður vel og þá skorar hann mörk. Liðsheildin okkar er samt einnig frábær. Við erum ekki að spila okkar besta leik hér í dag en vinnum samt. Það er virkilega góð tilfinning.“ Andri minnkar muninn í 2-1 fyrir Val: Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira
ÍA vann frábæran sigur, 2-1, á Valsmönnum upp á Skipaskaga í kvöld. Liðið komst í 2-0 með mörkum frá Ármanni Smára Björnssyni og Garðari Gunnlaugssyni. Það var Andri Adolphsson sem gerði eina mark Vals í leiknum. Skagamenn hafa verið sjóðandi heitir að undanförnu og þá sérstaklega Garðar Gunnlaugsson sem skoraði sitt tíunda mark í deildinni í sumar og það beint úr aukaspyrnu. Skagamenn hafa núna unnið fjóra leiki í röð í deildinni.Af hverju vann ÍA ? Skagamenn eru með gríðarlega klókt og skynsamlegt lið. Leikmenn liðsins þekkja vel sín takmörk og spila þeir gulu alltaf vel upp á sína styrkleika. Valsmenn byrjuðu leikinn mikið mun betur og voru með fín tök á leiknum. Það skiptir aftur á móti engu máli í fótbolta hversu mikið þú ert með boltann. Mörkin telja og það nýttu Skagamenn sér.Þessir stóðu upp úrÁrmann Smári Björnsson var flottur í vörn ÍA og skoraði laglegt mark sem breytti algjörlega gangi leiksins. Ian Williamsson var einnig flottur á miðjunni hjá ÍA og Garðar Gunnlaugsson skoraði frábært mark fyrir Skagamenn beint úr aukaspyrnu. Í liði Vals var Andri Adolphsson langbesti maður liðsins. Skoraði fínt mark og skapaði nokkur færi.Hvað gekk illa?Valsarar verða að nýta færin sín mikið betur. Liðið er að koma sér í fína stöðu en það er oft á tíðum lokahöggið sem klikkar hjá liðinu. Skagamenn mættu einfaldlega ekki til leiks í kvöld og var liðið mjög lélegt fyrsta hálftímann. Það hefði getað komið í bakið á þeim og eitthvað sem leikmenn liðsins mega ekki láta koma fyrir.Hvað gerist næst?Valsmenn eiga gríðarlega erfiðan leik fyrir höndum í næstu umferð en þá mætir liðið Fjölni. Svo styttist óðum í undanúrslitaleikinn gegn Selfyssingum í Borgunarbikarnum og verður að segjast að bikarinn sé besti möguleiki Vals til að komast í Evrópukeppni, rétt eins og þeir gerðu í fyrra. Skagamenn eiga einnig erfiðan leik fyrir höndum, liðið leikur við ÍBV í næstu umferð. Garðar: Ég yrði rekinn ef ég myndi aflita skeggiðGarðar í leikn með ÍA.vísir/anton„Þetta er hrikalega gaman og ég talaði um það við strákana í upphitun fyrir leik að við ættum bara að njóta þess að spila fótbolta og hafa gaman, því þegar vel gengur er þetta það skemmtilegasta í heiminum,“ segir markavélin Garðar Gunnlaugsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn á Val í kvöld. „Við vorum í raun bara í bullinu fyrstu 35 mínútur leiksins en það breyttist allt við þetta mark sem Ármann Smári skorar. Eftir markið á kviknar á okkur og við verðum líkari okkur sjálfum.“ Garðar skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu í kvöld. „Ég er búinn að æfa þetta mjög mikið í allt sumar. Jón Vilhelm og Ian vildu líka fá að taka þessa spyrnu en það var ekki séns.“ Nú þegar mótið er hálfnað er Garðar kominn með tíu mörk. Markametið í efstu deild karla eru 19 mörk. „Ég stefni bara að því að skora eins mörg mörk og ég mögulega get. Ég verð bara að taka gömlu góðu klisjuna og taka bara einn leik í einu. Ég er heitur akkúrat núna og vonandi heldur það áfram.“ Stór hluti Skagaliðsins er núna með aflitað hár og er nokkuð skemmtilegt að fylgjast með þeim inni á vellinum. „Þetta er allt saman mér að kenna. Það aflita sig alltaf nokkrir eftir hvern sigur leik og ég er búinn að skora svo mikið af mörkum að menn eru alltaf á hárgreiðslustofunni,“ segir Garðar léttur og bætir við: „Gylfi og einhvern einn í viðbót fer í litun eftir þennan leik.“ En ætlar Garðar ekki að aflita á sér skeggið? „Nei, því miður. Ég vinn á hóteli og ég held hreinlega að ég yrði rekinn ef ég myndi aflita á mér skeggið.“ Andri: Ætlaði alltaf að setja boltann í fjær„Þetta er bara gríðarlega svekkjandi,“ segir Andri Adolphsson, leikmaður Vals, eftir tapið í kvöld. „Við vorum að spila góðan fótbolta og bara leiðinlegt að geta ekki klárað svona leik.“ Valsmenn byrjuðu leikinn vel og voru mun sterkari en náðu ekki að koma boltanum í netið. „Við verðum að nýta okkar færi betur og það er ótrúlega svekkjandi að þetta hafi farið svona.“ Andri skoraði flott mark fyrir Valsmenn í kvöld og vildu sumir meina að hann hafi ætlað sér að senda boltann fyrir, og fyrirgjöfin hafi endað í netinu. „Það séu það auðvitað allir á vellinum að ég ætlaði að skrúfa boltann þarna í fjærhornið.“ Gunnlaugur: Ekki að spila okkar besta leik en vinnum samtGunnlaugur Jónsson þjálfari ÍAvísir/ernir„Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur og það eftir mjög kaflaskiptan leik,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn. „Við vorum nokkuð mikið á hælunum í byrjun leiksins en sýnum mjög flotta spilamennsku síðasta korterið í fyrri hálfleiknum og náum inn tveimur mjög góðum mörkum. „Mér finnst við síðan byrja ágætlega í seinni hálfleiknum en ákveðið kæruleysi í okkur að hleypa þeim inn í leikinn og leyfa þeim að minnka muninn.“ Fyrsta markið í leiknum kom eftir langt innkast frá Skagamönnum. „Við höfum verið að nota þetta síðustu þrjú tímabil og sérstaklega þegar Jón Vilhelm er að spila hjá okkur. Það hafa reyndar ekki komið mörg mörk úr því en þetta gekk í kvöld.“ Hann segir að það sé ómetanlegt að hafa svona markaskorara í liðinu eins og Garðar. „Það er greinilegt að honum líður vel og þá skorar hann mörk. Liðsheildin okkar er samt einnig frábær. Við erum ekki að spila okkar besta leik hér í dag en vinnum samt. Það er virkilega góð tilfinning.“ Andri minnkar muninn í 2-1 fyrir Val:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira