VW Golf R langbakur á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2016 10:00 Volkswagen Golf R Variant hefur verið í prufunum í Ölpunum að undanförnu. Líklega verður þessi lengri gerð af kraftabílnum Volkswagen Golf R Variant kynntur almenningi í næsta mánuði. Sést hefur til prufana á bílnum í Ölpunum á síðustu dögum og það í takmörkuðum felubúningi. Stutt er einnig í kynningu á andlitslyftri gerð Golf bílanna og því má ef til vill sjá við hverju er að búast í þeim efnum á þessum bíl, en svo virðist sem grill bílsins sé orðið lægra, afturendinn sé breyttur en hliðarnar alveg eins og á núverandi gerð. VW Golf R Variant mun væntanlega fá sömu 300 hestafla 2,0 lítra vélina og í styttri núverandi gerð hans. Enginn felubúningur sást á mælaborði prufubílsins og bendar það til þess að engar breytingar verði gerðar á því og líklega allri innréttingu bílsins. Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent
Líklega verður þessi lengri gerð af kraftabílnum Volkswagen Golf R Variant kynntur almenningi í næsta mánuði. Sést hefur til prufana á bílnum í Ölpunum á síðustu dögum og það í takmörkuðum felubúningi. Stutt er einnig í kynningu á andlitslyftri gerð Golf bílanna og því má ef til vill sjá við hverju er að búast í þeim efnum á þessum bíl, en svo virðist sem grill bílsins sé orðið lægra, afturendinn sé breyttur en hliðarnar alveg eins og á núverandi gerð. VW Golf R Variant mun væntanlega fá sömu 300 hestafla 2,0 lítra vélina og í styttri núverandi gerð hans. Enginn felubúningur sást á mælaborði prufubílsins og bendar það til þess að engar breytingar verði gerðar á því og líklega allri innréttingu bílsins.
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent