Lífið

Fyrirtæki í eigu lífvarðar Kim Kardashian lýsti sig gjaldþrota í sumar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pascal Duvier sést hér með Kim.
Pascal Duvier sést hér með Kim. vísir/getty
Öryggisfyrirtæki lífvarðar Kim Kardashian lýsti sig gjaldþrota í sumar en fyrirtækið skuldaði þá yfir 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt MailOnline en miðillinn hefur gögn undir höndum sem sýna fram á gjaldþrotið.

Þjóðverjinn Pascal Duvier var eigandi fyrirtækisins og starfar hann sem lífvörður Kim Kardashian og Kanye West. Duvier var með fjölskyldunni á tískuvikunni í París þegar Kim Kardashian var rænd en þegar ránið átti sér stað var hann að vernda Kendall Jenner og Kourtney Kardashian á næturklúbbi í borginni.

Lögreglan í París og Kardashian fjölskyldan telur víst að einhver innan starfsliðs þeirra hafi gefið ræningjunum ábendingar um það hvenær væri best að láta til skara skríða. Ekkert hefur verið greint frá því að Duvier sé grunaður um að hafa komið að ráninu.

Öryggisfyrirtækið lýsti sig gjaldþrota 22. júlí í sumar en Duvier hefur unnið með Kanye West síðan 2012 og verið lífvörður Kim Kardashian síðustu mánuði.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.