Græðgivandi 31. ágúst 2016 07:00 Allt frá hruni bankanna, með tilheyrandi efnahagslegum hörmungum, hafa þrotabú skaðvaldanna verið að störfum. Í þrotabúunum starfar fólk við að hámarka eign kröfuhafanna og eðli málsins samkvæmt er þarna um að ræða fólk með viðeigandi menntun og reynslu úr viðskiptalífinu enda ábyrgðin talsverð. Þetta fólk er á góðum launum, á við marga leikskólakennara svo dæmi sé tekið en þeir bera reyndar bara ábyrgð á velferð, menntun og hamingju barna. Svona eins og sagt er frá í nýársávörpum. En góð laun eru víst ekki nóg. Af einhverri ástæðu hefur myndast hefð fyrir því að fólk sem vinnur við að meðhöndla mikið af peningum, ekki síst peninga annarra, þurfi sérstaka hvatningu til þess mæta í vinnuna og standa sig vel. Hvatningin felst í gríðarlegum bónusgreiðslum sem renna beint í vasa smalanna sem stjórna rekstri þrotabúanna. Sér eignar smali féð, þó enga eigi kindina. Nú horfir íslenskt samfélag í forundran á áform þrotabúa gamla Landsbankans (LBI) og Kaupþings um gríðarlega kaupauka til lykilstarfsmanna. En lykilstarfsmenn eru alla jafna þeir sem eru hæst settir en ekki sá sem er með lykla að skrifstofunni og opnar fyrir öllum á morgnana. Gangi áformin eftir munu viðkomandi stjórnendur fá í sinn hlut frá tugum og upp í hundruð milljóna beint í vasann. Forsenda þess að þetta sé gerlegt er að viðkomandi þrotabú heyra ekki undir Fjármálaeftirlitið sem hefur þó reynt að hamla þessari ómenningu með því að setja reglur um 25% hámarksbónusgreiðslu ofan á föst laun. Þetta er gert til þess að takast á við það sem kallast freistnivandinn, en það er vandamál sem fólk sem fer með gríðarleg fjárráð í störfum sínum glímir við frá degi til dags. Sér eignar smali féð, þó enga eigi kindina. Þó svo margt ágætra manna og kvenna hafi nú stigið fram og lýst yfir forundran á þessum viðskiptaháttum er þetta tæpast eitthvað sem þarf að koma okkur hinum á óvart. Reglur um freistnivanda hefðu tæpast verið settar nema af þeirri einföldu ástæðu að vandamálið var til staðar. Freistnivandi er reyndar ekkert annað en haganlega smíðað orð yfir það sem í daglegu tali er kallað græðgi og hefur sá fjári fylgt mannskepnunni frá örófi alda. Græðgivandinn er auðvitað okkur vel kunnur og hefur lengi verið til staðar í íslensku samfélagi og á stundum með ömurlegum afleiðingum. Sér eignar smali féð, þó enga eigi kindina. Tilvist græðgivandans og hversu langþreytt íslenskt samfélag er á þessum fjára er líka ástæða þess að þeir sem þjást af þessu vandamáli kjósa að gera það á bak við luktar dyr. Kjósa að tjá sig ekki við fjölmiðla og tala við það samfélag sem þeir eru hluti af. Slík einangrun getur ekki verið góð tilfinning og þess vegna þarf samfélagið nú að hjálpa þessum fjárhirðum til þess að losna við þessar freistingar. Það getur þingheimur gert með því að skattleggja þetta upp í topp og senda skýr skilaboð um að við sem samfélag sættum okkur ekki við svona vitleysu og græðgi hjá smalanum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Allt frá hruni bankanna, með tilheyrandi efnahagslegum hörmungum, hafa þrotabú skaðvaldanna verið að störfum. Í þrotabúunum starfar fólk við að hámarka eign kröfuhafanna og eðli málsins samkvæmt er þarna um að ræða fólk með viðeigandi menntun og reynslu úr viðskiptalífinu enda ábyrgðin talsverð. Þetta fólk er á góðum launum, á við marga leikskólakennara svo dæmi sé tekið en þeir bera reyndar bara ábyrgð á velferð, menntun og hamingju barna. Svona eins og sagt er frá í nýársávörpum. En góð laun eru víst ekki nóg. Af einhverri ástæðu hefur myndast hefð fyrir því að fólk sem vinnur við að meðhöndla mikið af peningum, ekki síst peninga annarra, þurfi sérstaka hvatningu til þess mæta í vinnuna og standa sig vel. Hvatningin felst í gríðarlegum bónusgreiðslum sem renna beint í vasa smalanna sem stjórna rekstri þrotabúanna. Sér eignar smali féð, þó enga eigi kindina. Nú horfir íslenskt samfélag í forundran á áform þrotabúa gamla Landsbankans (LBI) og Kaupþings um gríðarlega kaupauka til lykilstarfsmanna. En lykilstarfsmenn eru alla jafna þeir sem eru hæst settir en ekki sá sem er með lykla að skrifstofunni og opnar fyrir öllum á morgnana. Gangi áformin eftir munu viðkomandi stjórnendur fá í sinn hlut frá tugum og upp í hundruð milljóna beint í vasann. Forsenda þess að þetta sé gerlegt er að viðkomandi þrotabú heyra ekki undir Fjármálaeftirlitið sem hefur þó reynt að hamla þessari ómenningu með því að setja reglur um 25% hámarksbónusgreiðslu ofan á föst laun. Þetta er gert til þess að takast á við það sem kallast freistnivandinn, en það er vandamál sem fólk sem fer með gríðarleg fjárráð í störfum sínum glímir við frá degi til dags. Sér eignar smali féð, þó enga eigi kindina. Þó svo margt ágætra manna og kvenna hafi nú stigið fram og lýst yfir forundran á þessum viðskiptaháttum er þetta tæpast eitthvað sem þarf að koma okkur hinum á óvart. Reglur um freistnivanda hefðu tæpast verið settar nema af þeirri einföldu ástæðu að vandamálið var til staðar. Freistnivandi er reyndar ekkert annað en haganlega smíðað orð yfir það sem í daglegu tali er kallað græðgi og hefur sá fjári fylgt mannskepnunni frá örófi alda. Græðgivandinn er auðvitað okkur vel kunnur og hefur lengi verið til staðar í íslensku samfélagi og á stundum með ömurlegum afleiðingum. Sér eignar smali féð, þó enga eigi kindina. Tilvist græðgivandans og hversu langþreytt íslenskt samfélag er á þessum fjára er líka ástæða þess að þeir sem þjást af þessu vandamáli kjósa að gera það á bak við luktar dyr. Kjósa að tjá sig ekki við fjölmiðla og tala við það samfélag sem þeir eru hluti af. Slík einangrun getur ekki verið góð tilfinning og þess vegna þarf samfélagið nú að hjálpa þessum fjárhirðum til þess að losna við þessar freistingar. Það getur þingheimur gert með því að skattleggja þetta upp í topp og senda skýr skilaboð um að við sem samfélag sættum okkur ekki við svona vitleysu og græðgi hjá smalanum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. ágúst.