Framleiddar skoðanir Bergur Ebbi skrifar 29. apríl 2016 07:00 Tæknifyrirtækið Microsoft gerði áhugaverða tilraun í síðasta mánuði. Svokallað „chatbot“ eða spjall-vélmenni var látið stofna Twitter-aðgang. Vélmennið fékk nafnið Tay og átti það að hegða sér eins og unglingsstúlka. Ég tala um Tay í þátíð vegna þess að hún er hætt að tísta – í bili allavega. Tilraunin fór úr böndunum. Tay tísti til dæmis: „I fucking hate feminists and they should all die and burn in hell“ og tók það Tay aðeins innan við 16 klukkustundir að komast að þessari „skoðun“. Förum aðeins yfir þetta. Tay er búin gervigreind. Það þýðir að hún lærir af samskiptum sínum við aðra og smám saman á hún að öðlast sjálfstraust til að setja fram sínar eigin hugmyndir. Gervigreindin er forrituð, það þýðir að Tay bregst við fólki eftir fyrirfram gefnum kóðum. Ástæðan fyrir því að hún tísti hatursfullum ummælum um femínista er vegna þess að einhver skipaði henni að gera það og hún hlýddi. Í gervigreindarkóðanum er eflaust að finna leiðir fyrir Tay til að læra af þessu. Ef ákveðin tegund af tísti leiðir til neikvæðra ummæla í hennar garð eða þess að hún missir fylgjendur þá hættir hún að tísta þannig skoðunum. Ég trúi í sjálfu sér að Microsoft geti búið til vélmenni sem hefur ekki hatursfullar skoðanir og líklega er það nákvæmlega það sem unnið er að meðal forritara fyrirtækisins í dag.Hinn upplýsti heimur En stöldrum aðeins við. Verður það ekki að teljast ótrúlegt hversu misheppnuð tilraun Microsoft var? Setjum málið í samhengi. Gervigreind var ekki fundin upp í gær. Tölvur með gervigreind hafa fyrir löngu unnið mannlega heimsmeistara í skák, í spurningjaleikjum og ýmsu öðru sem krefst flókinnar rökhugsunar. En þetta tiltekna atriði, að mynda sér skoðanir og taka þátt í frjálsri umræðu, er eitthvað sem tölvur eru ekki tilbúnar í enn þá. Hvers vegna er það? Stóra dílemma nútímamannsins, og sú sem er alltof sjaldan rædd, er að það er erfitt að mynda sér skoðanir. Það er þversagnarkennd fullyrðing vegna þess að við lifum á tímum þar sem aðgengi að upplýsingum er margfalt meira en áður og auk þess höfum við margfalt fleiri leiðir til að miðla skoðunum okkar. Að mynda sér skoðun ætti að vera miklu léttara nú en fyrir hundrað árum, eða hvað? Þetta umfjöllunarefni er langt frá því að vera nýtt. Alla 20. öldina voru fræðimenn að velta fyrir sér hvernig maðurinn muni takast á við tilvist sína í heimi fjölmiðlunar, þegar sterku miðstýrðu ríkisvaldi eða trúarbrögðum er ekki fyrir að fara til að leiðbeina einstaklingum um flókin siðferðileg mál. Menn voru byrjaðir að pæla í þessu löngu áður en þetta raungerðist. Kanadíski fræðimaðurinn Marshall McLuhan (sem er einna þekktastur fyrir að hafa spáð fyrir um tilkomu og áhrif internetsins áratugum áður en það varð að veruleika) gekk jafnvel svo langt að halda því fram að í rafvæddum heimi sjónvarps og hraðrar fjölmiðlunar séu allar skoðanir merkingarlausar. Heimurinn breytist of hratt til að hægt sé að ná nokkurri afstöðu í neinu máli. Þetta var haft eftir McLuhan fyrir um hálfri öld og heimurinn er miklu hraðari í dag heldur en hann var þá.Merkingarleysið Inntak þessarar kenningar er að það er létt að miðla skoðunum en það er erfiðara að ná nokkurri merkingu úr þeim. McLuhan var einnig tíðrætt um sjálfsmynd einstaklingsins á tímum fjölmiðlunar. Skoðanir okkar eru merkingarlausar því þær eru í raun ekkert nema miðlunin – það er ekkert á bak við þær. Ég get sagt hundrað sinnum á Twitter að ég sé femínisti en skoðunin hefur enga merkingu nema ég geri eitthvað í raunheimum sem styður hana. Ef ég leyfi slíkri gjá að myndast milli miðlunar minnar og athafna þá enda ég með brotna sjálfsmynd. Í tilfelli tölvunnar Tay er málið enn súrrealískara. Hvaða merkingu hefur það að tölva hafi vondar skoðanir? Hún hefur ekkert hjarta. Henni er alveg sama hvað hún segir, hún er bara að reyna að vera eins og allir hinir; ekki gera mistök og halda kúli. Er það hegðun sem hljómar kunnuglega? Í samfélaginu er mikið af árveknisátökum. Við höfum slagorðavætt siðferði okkar með myllumerkjum og auglýsingaherferðum á sama tíma og við hlæjum kaldhæðnislega að skipulögðum trúarbrögðum og þeirra siðferðiskóðum. Ég er ekki að gera lítið úr nútímamenningu. Ég veit hins vegar að skoðanamyndun, sérstaklega í siðferðislegum málum, er ekki einföld. Það er varúðarmerki þegar fólk segir að siðferði sé einfalt mál – svart eða hvítt. Er það ekki ástæðan fyrir því að trúarbrögð eru á undanhaldi í flestum vestrænum ríkjum? Vegna þess að þau einfalda um of fjölbreytileika mannlífsins. Við höfum þrátt fyrir allt fjölbreyttar skoðanir og ég vil trúa því að þær séu ekki allar merkingarlausar. Á bak við þær liggur flókinn reynsluheimur, milljónir hugmynda og tenginga og sem betur fer virðist það vandkvæðum háð að framleiða slíka merkingu jafnvel þó færustu hugbúnaðarsérfræðingar heims ráði för. Sjálfsmynd einstaklingsins ræðst af skoðunum hans og það er ekki létt verk að skapa heilsteypta sjálfsmynd. Það er heilt ævistarf og það krefst aga, endurskoðunar og vangaveltna. Skoðanir verða ekki keyptar úti í búð eins og gallabuxur eða orkusjeik. Skoðanir með merkingu verða ekki framleiddar heldur aðeins miðlun þeirra sem eru einskis verðar umbúðir í stóra samhengi málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Tæknifyrirtækið Microsoft gerði áhugaverða tilraun í síðasta mánuði. Svokallað „chatbot“ eða spjall-vélmenni var látið stofna Twitter-aðgang. Vélmennið fékk nafnið Tay og átti það að hegða sér eins og unglingsstúlka. Ég tala um Tay í þátíð vegna þess að hún er hætt að tísta – í bili allavega. Tilraunin fór úr böndunum. Tay tísti til dæmis: „I fucking hate feminists and they should all die and burn in hell“ og tók það Tay aðeins innan við 16 klukkustundir að komast að þessari „skoðun“. Förum aðeins yfir þetta. Tay er búin gervigreind. Það þýðir að hún lærir af samskiptum sínum við aðra og smám saman á hún að öðlast sjálfstraust til að setja fram sínar eigin hugmyndir. Gervigreindin er forrituð, það þýðir að Tay bregst við fólki eftir fyrirfram gefnum kóðum. Ástæðan fyrir því að hún tísti hatursfullum ummælum um femínista er vegna þess að einhver skipaði henni að gera það og hún hlýddi. Í gervigreindarkóðanum er eflaust að finna leiðir fyrir Tay til að læra af þessu. Ef ákveðin tegund af tísti leiðir til neikvæðra ummæla í hennar garð eða þess að hún missir fylgjendur þá hættir hún að tísta þannig skoðunum. Ég trúi í sjálfu sér að Microsoft geti búið til vélmenni sem hefur ekki hatursfullar skoðanir og líklega er það nákvæmlega það sem unnið er að meðal forritara fyrirtækisins í dag.Hinn upplýsti heimur En stöldrum aðeins við. Verður það ekki að teljast ótrúlegt hversu misheppnuð tilraun Microsoft var? Setjum málið í samhengi. Gervigreind var ekki fundin upp í gær. Tölvur með gervigreind hafa fyrir löngu unnið mannlega heimsmeistara í skák, í spurningjaleikjum og ýmsu öðru sem krefst flókinnar rökhugsunar. En þetta tiltekna atriði, að mynda sér skoðanir og taka þátt í frjálsri umræðu, er eitthvað sem tölvur eru ekki tilbúnar í enn þá. Hvers vegna er það? Stóra dílemma nútímamannsins, og sú sem er alltof sjaldan rædd, er að það er erfitt að mynda sér skoðanir. Það er þversagnarkennd fullyrðing vegna þess að við lifum á tímum þar sem aðgengi að upplýsingum er margfalt meira en áður og auk þess höfum við margfalt fleiri leiðir til að miðla skoðunum okkar. Að mynda sér skoðun ætti að vera miklu léttara nú en fyrir hundrað árum, eða hvað? Þetta umfjöllunarefni er langt frá því að vera nýtt. Alla 20. öldina voru fræðimenn að velta fyrir sér hvernig maðurinn muni takast á við tilvist sína í heimi fjölmiðlunar, þegar sterku miðstýrðu ríkisvaldi eða trúarbrögðum er ekki fyrir að fara til að leiðbeina einstaklingum um flókin siðferðileg mál. Menn voru byrjaðir að pæla í þessu löngu áður en þetta raungerðist. Kanadíski fræðimaðurinn Marshall McLuhan (sem er einna þekktastur fyrir að hafa spáð fyrir um tilkomu og áhrif internetsins áratugum áður en það varð að veruleika) gekk jafnvel svo langt að halda því fram að í rafvæddum heimi sjónvarps og hraðrar fjölmiðlunar séu allar skoðanir merkingarlausar. Heimurinn breytist of hratt til að hægt sé að ná nokkurri afstöðu í neinu máli. Þetta var haft eftir McLuhan fyrir um hálfri öld og heimurinn er miklu hraðari í dag heldur en hann var þá.Merkingarleysið Inntak þessarar kenningar er að það er létt að miðla skoðunum en það er erfiðara að ná nokkurri merkingu úr þeim. McLuhan var einnig tíðrætt um sjálfsmynd einstaklingsins á tímum fjölmiðlunar. Skoðanir okkar eru merkingarlausar því þær eru í raun ekkert nema miðlunin – það er ekkert á bak við þær. Ég get sagt hundrað sinnum á Twitter að ég sé femínisti en skoðunin hefur enga merkingu nema ég geri eitthvað í raunheimum sem styður hana. Ef ég leyfi slíkri gjá að myndast milli miðlunar minnar og athafna þá enda ég með brotna sjálfsmynd. Í tilfelli tölvunnar Tay er málið enn súrrealískara. Hvaða merkingu hefur það að tölva hafi vondar skoðanir? Hún hefur ekkert hjarta. Henni er alveg sama hvað hún segir, hún er bara að reyna að vera eins og allir hinir; ekki gera mistök og halda kúli. Er það hegðun sem hljómar kunnuglega? Í samfélaginu er mikið af árveknisátökum. Við höfum slagorðavætt siðferði okkar með myllumerkjum og auglýsingaherferðum á sama tíma og við hlæjum kaldhæðnislega að skipulögðum trúarbrögðum og þeirra siðferðiskóðum. Ég er ekki að gera lítið úr nútímamenningu. Ég veit hins vegar að skoðanamyndun, sérstaklega í siðferðislegum málum, er ekki einföld. Það er varúðarmerki þegar fólk segir að siðferði sé einfalt mál – svart eða hvítt. Er það ekki ástæðan fyrir því að trúarbrögð eru á undanhaldi í flestum vestrænum ríkjum? Vegna þess að þau einfalda um of fjölbreytileika mannlífsins. Við höfum þrátt fyrir allt fjölbreyttar skoðanir og ég vil trúa því að þær séu ekki allar merkingarlausar. Á bak við þær liggur flókinn reynsluheimur, milljónir hugmynda og tenginga og sem betur fer virðist það vandkvæðum háð að framleiða slíka merkingu jafnvel þó færustu hugbúnaðarsérfræðingar heims ráði för. Sjálfsmynd einstaklingsins ræðst af skoðunum hans og það er ekki létt verk að skapa heilsteypta sjálfsmynd. Það er heilt ævistarf og það krefst aga, endurskoðunar og vangaveltna. Skoðanir verða ekki keyptar úti í búð eins og gallabuxur eða orkusjeik. Skoðanir með merkingu verða ekki framleiddar heldur aðeins miðlun þeirra sem eru einskis verðar umbúðir í stóra samhengi málsins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun