Gullkistan í Efstaleiti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. apríl 2016 07:00 Í gegnum tíðina hefur margt verið ritað og enn meira sagt um Ríkisútvarpið. Þar á meðal má nefna veru þess á auglýsingamarkaði, almannahlutverk þess og hina meintu vinstri slagsíðu fréttastofunnar. Ekkert af því er hins vegar til umræðu hér heldur sá fjársjóður sem stofnunin liggur á líkt og ormur á gulli. RÚV var komið á fót 1930 og sjónvarpsútsendingar hófust 1966. Það gefur því augaleið að á þessum tíma hefur gífurlegt magn af efni orðið til. Aðeins brotabrot þessa efnis er aðgengilegt á veraldarvefnum. Hinn er geymdur í svokallaðri gullkistu sem opin er á milli klukkan tólf og fjögur alla virka daga. Á tyllidögum og stórafmælisárum hendir RÚV síðan mola úr gullkistunni til almúgans. Það er miður að allt þetta efni, þessi fjársjóður, sé ekki aðgengilegra. Þrátt fyrir mikla leit, þegar ég starfaði í frystihúsi og vildi gera roðflettivélina bærilegri, fann ég hvergi lestur Helga Hjörvar á Bör Börsson. Langi mig að horfa á Eyjólf Sverrisson lúðra boltanum framhjá Bernard Lama á Stade de France verð ég að treysta á YouTube og þar til í fyrra var skrambi erfitt að finna Geir H. Haarde að syngja Something Stupid fyrir Gísla Martein. Víst er að efnið sem safnast hefur upp er miklu meira en nokkur maður kæmist yfir á mannsævi, eflaust mælt í petabætum og líklega talsvert strögl að gera það aðgengilegt. Það er hins vegar ábyggilega ekki ómögulegt. Aðgangur að menningarsögu þjóðarinnar er sem stendur nokkuð óhægur. Slíkt ætti ekki að vera ásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun
Í gegnum tíðina hefur margt verið ritað og enn meira sagt um Ríkisútvarpið. Þar á meðal má nefna veru þess á auglýsingamarkaði, almannahlutverk þess og hina meintu vinstri slagsíðu fréttastofunnar. Ekkert af því er hins vegar til umræðu hér heldur sá fjársjóður sem stofnunin liggur á líkt og ormur á gulli. RÚV var komið á fót 1930 og sjónvarpsútsendingar hófust 1966. Það gefur því augaleið að á þessum tíma hefur gífurlegt magn af efni orðið til. Aðeins brotabrot þessa efnis er aðgengilegt á veraldarvefnum. Hinn er geymdur í svokallaðri gullkistu sem opin er á milli klukkan tólf og fjögur alla virka daga. Á tyllidögum og stórafmælisárum hendir RÚV síðan mola úr gullkistunni til almúgans. Það er miður að allt þetta efni, þessi fjársjóður, sé ekki aðgengilegra. Þrátt fyrir mikla leit, þegar ég starfaði í frystihúsi og vildi gera roðflettivélina bærilegri, fann ég hvergi lestur Helga Hjörvar á Bör Börsson. Langi mig að horfa á Eyjólf Sverrisson lúðra boltanum framhjá Bernard Lama á Stade de France verð ég að treysta á YouTube og þar til í fyrra var skrambi erfitt að finna Geir H. Haarde að syngja Something Stupid fyrir Gísla Martein. Víst er að efnið sem safnast hefur upp er miklu meira en nokkur maður kæmist yfir á mannsævi, eflaust mælt í petabætum og líklega talsvert strögl að gera það aðgengilegt. Það er hins vegar ábyggilega ekki ómögulegt. Aðgangur að menningarsögu þjóðarinnar er sem stendur nokkuð óhægur. Slíkt ætti ekki að vera ásættanlegt.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun