„Besta og versta hugmynd sem ég hef fengið" Una Sighvatsdóttir skrifar 17. september 2016 19:45 Að Melgerði 21 í Kópavogi er opið hús og stríður straumur gesta sem rennur á bökunarlyktina úr eldhúsinu þar sem Lilja Katrín Gunnarsdóttir hrærir í hverja sortina af annarri. Hún hófst handa á hádegi í dag og hafði verið að í þrjá tíma þegar fréttamann bar að garði, en átti þá 21 klukkustund eftir. „Þetta er náttúrulega bæði besta og versta hugmynd sem ég hef fengið á ævinni, ég sé það núna," segir Lilja í gamansömum tón í þann mund sem hún hrærir í hnetusmjörs-ostaköku á sama tíma og hún tekur úr ofninum nýbakaða formköku með pistasíuhnetum og berjum. Á hlaðborðinu eru fyrir snickers-eplakaka, súkkulaði- og karamellukaka, pönnukökur og vöfflur sem gestir gæða sér á, og von á fleiri kræsingum eftir því sem líður á daginn.Finnst kökubakstur róandi...nema í dag Lilja Katrín segir að hugmyndin að góðgerðarmaraþoninu hafi sprottið fram af engu tilefni, en bökunarhæfileikarnir eru þó ekki úr lausu lofti gripnir. Hún heldur úti vinsælu bökunarbloggi og hefur alltaf þótt kökur góðar en baksturinn segir hún þó að sé í raun eins og hugleiðsla. „Ég bara fann það fyrir nokkrum árum síðan að ef ég átti vondan dag, var eitthvað frústreruð eða þurfti að hugsa rosalega mikið, þá hjálpaði það alveg ótrúlega að taka pískarann eða handþeytarann og baka eitthvað. Mér finnst þetta mjög róandi," segir Lilja Katrín og bætir þó við að akkúrat í maraþoninu miðju sé hún þó kannski ekki sú rólegasta.Snappar í alla nótt„Núna er ég mjög stressuð, en svona alla jafna er það mjög róandi. Núna er þetta svolítið allt út um allt og fullt af fólki, en það er bara geðveikt.“ Og Lilja Katrín gerir ráð fyrir að halda bakstrinum áfram í alla nótt. „Já ég bara mæli með því að fólk fylgi mér á snapchat til að sjá hvernig nóttin fer. Notendanafnið er Liljagunn og að gæti orðið eitthvað skrautlegt." Einnig er hægt að fylgjast með gangi mála í eldhúsinu á facebook-síðu bökunarmaraþonsins.Innblásin af KraftiÞegar upp er staðið verður fyrirhöfnin þess virði enda allt gert fyrir góðan málstað, nefnilega til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Ég valdi kraft út af því að frænka mannsins míns fékk krabbamein þegar hún var barn og er núna í stjórn krafts, hún missti fótinn og mér finnst bara starfið sem þau vinna frábært. Þau styrkja ungt fólk sem fær krabbamein og aðstandendur þeirra alveg ótrúleg. Þetta félag heldur utan um þetta fólk."Allir velkomnir í kökurBökunarmaraþonið heldur áfram fram til hádegis á morgun, sunnudag, og eru allir velkomnir að líta við og gæða sér á kökum fram eftir degi eða svo lengi sem þær endast. Gestir eru hvattir til að hafa með sér pening og setja í söfnunarbaukana en þeir sem eru ekki með klink á sér geta lagt beint inn á reikning Krafts. Reikningsupplýsingar eru: 327-26-112233 og kennitala Krafts er 571199-3009 og skrifa skrifa „Bökunarmaraþon” eða „Blaka” í skýringu. Einnig er hægt að leggja inn á félagið í gegnum heimasíðu þess. Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Að Melgerði 21 í Kópavogi er opið hús og stríður straumur gesta sem rennur á bökunarlyktina úr eldhúsinu þar sem Lilja Katrín Gunnarsdóttir hrærir í hverja sortina af annarri. Hún hófst handa á hádegi í dag og hafði verið að í þrjá tíma þegar fréttamann bar að garði, en átti þá 21 klukkustund eftir. „Þetta er náttúrulega bæði besta og versta hugmynd sem ég hef fengið á ævinni, ég sé það núna," segir Lilja í gamansömum tón í þann mund sem hún hrærir í hnetusmjörs-ostaköku á sama tíma og hún tekur úr ofninum nýbakaða formköku með pistasíuhnetum og berjum. Á hlaðborðinu eru fyrir snickers-eplakaka, súkkulaði- og karamellukaka, pönnukökur og vöfflur sem gestir gæða sér á, og von á fleiri kræsingum eftir því sem líður á daginn.Finnst kökubakstur róandi...nema í dag Lilja Katrín segir að hugmyndin að góðgerðarmaraþoninu hafi sprottið fram af engu tilefni, en bökunarhæfileikarnir eru þó ekki úr lausu lofti gripnir. Hún heldur úti vinsælu bökunarbloggi og hefur alltaf þótt kökur góðar en baksturinn segir hún þó að sé í raun eins og hugleiðsla. „Ég bara fann það fyrir nokkrum árum síðan að ef ég átti vondan dag, var eitthvað frústreruð eða þurfti að hugsa rosalega mikið, þá hjálpaði það alveg ótrúlega að taka pískarann eða handþeytarann og baka eitthvað. Mér finnst þetta mjög róandi," segir Lilja Katrín og bætir þó við að akkúrat í maraþoninu miðju sé hún þó kannski ekki sú rólegasta.Snappar í alla nótt„Núna er ég mjög stressuð, en svona alla jafna er það mjög róandi. Núna er þetta svolítið allt út um allt og fullt af fólki, en það er bara geðveikt.“ Og Lilja Katrín gerir ráð fyrir að halda bakstrinum áfram í alla nótt. „Já ég bara mæli með því að fólk fylgi mér á snapchat til að sjá hvernig nóttin fer. Notendanafnið er Liljagunn og að gæti orðið eitthvað skrautlegt." Einnig er hægt að fylgjast með gangi mála í eldhúsinu á facebook-síðu bökunarmaraþonsins.Innblásin af KraftiÞegar upp er staðið verður fyrirhöfnin þess virði enda allt gert fyrir góðan málstað, nefnilega til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Ég valdi kraft út af því að frænka mannsins míns fékk krabbamein þegar hún var barn og er núna í stjórn krafts, hún missti fótinn og mér finnst bara starfið sem þau vinna frábært. Þau styrkja ungt fólk sem fær krabbamein og aðstandendur þeirra alveg ótrúleg. Þetta félag heldur utan um þetta fólk."Allir velkomnir í kökurBökunarmaraþonið heldur áfram fram til hádegis á morgun, sunnudag, og eru allir velkomnir að líta við og gæða sér á kökum fram eftir degi eða svo lengi sem þær endast. Gestir eru hvattir til að hafa með sér pening og setja í söfnunarbaukana en þeir sem eru ekki með klink á sér geta lagt beint inn á reikning Krafts. Reikningsupplýsingar eru: 327-26-112233 og kennitala Krafts er 571199-3009 og skrifa skrifa „Bökunarmaraþon” eða „Blaka” í skýringu. Einnig er hægt að leggja inn á félagið í gegnum heimasíðu þess.
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp