Líf aðstoðarmanna á Alþingi: Lagði sig í hættu fyrir ráðherra Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 17. september 2016 08:00 Nokkrir aðstoðarmanna sem starfa á Alþingi gáfu sér tíma til myndatöku. Aðrir voru uppteknir í aðkallandi verkefnum fyrir ráðherra. Frá vinstri: Eva Bjarnadóttir, Unnsteinn Jóhannsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð, Svanhildur Hólm Valsdóttir, Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Sunna Gunnars Marteinsdóttir. Fréttablaðið/EyþórVisir/Eyþór Vinnutímanum er best lýst með „alltaf, alls staðar“. Þetta er óreglulegt, fjölbreytt og yfirgripsmikið starf og ekki hægt að stóla á ákveðinn tíma yfir daginn eða í vikunni. Ég segi gjarnan að ég sé í vinnunni þegar síminn hringir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og lýsir vel krefjandi vinnuumhverfi aðstoðarmanna og ráðgjafa á Alþingi. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra, segir eðli starfsins þannig að hún sé meira og minna alltaf í vinnunni. „Til dæmis getur sumarfrí á Seyðisfirði orðið að meintu sumarfríi þegar óvænt verkefni koma upp,“ segir hún. Eva Bjarnadóttir sem er aðstoðarmaður Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, segist vinna í skorpum. „Maðurinn minn vill meina að þetta sé ekki alvöru vinna heldur lífsstíll, en það fer algjörlega eftir verkefnum hvenær ég vinn,“ segir hún. „Hann er mjög svipaður vinnutíma ráðherrans – getur verið alla daga vikunnar og mjög ófyrirsjáanlegur,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, um vinnutíma sinn. „Það væri kannski nær að spyrja hvernig vinnuvikan er því það er enginn fastur vinnutími í þessu starfi,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðarráðherra. „Ég er að vinna um 50-70 klukkustundir á viku, allt eftir því hver verkefnastaðan er hverju sinni. Stystu dagarnir eru oftast yfir blásumarið (8-10 klst.), en dagarnir fara upp í 14-16 klukkustundir þegar mest álag er. Sjaldan sem maður fær frí bæði laugardag og sunnudag.“ Aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, tekur undir með öðrum aðstoðarmönnum um það hversu óútreiknanlegur hver starfsdagur geti orðið. Hún er þó heppin að því leyti að njóta oftast helgarfrís með fjölskyldunni. „Ráðherrann minn er þó duglegur að taka sér frí um helgar og þar með hef ég fengið að nýta þær vel með fjölskyldunni. Það skiptir miklu máli að hlaða batteríin og vera með fólkinu sínu. Auðvitað er maður samt alltaf á vaktinni, oft að ræða málin á kvöldin o.s.frv. Það fylgir þessu og mörgum öðrum störfum,“ segir hún. Lögfræðilegur aðstoðarmaður Ólafar, Kristín Haraldsdóttir, segir vinnutíma sinn mjög breytilegan. „Vinnudagurinn getur hlaupið frá því að vera venjulegur 8 tíma vinnudagur og allt upp í 12-13 tíma,“ segir hún. Unnsteinn Jóhannsson, aðstoðarmaður Óttars Proppé, þingmanns Bjartrar framtíðar, minnir á að í raun ljúki vinnudeginum aldrei. „Maður er stöðugt að fylgjast með fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og bregðast við þó maður sé í miðju partíi eða að elda kvöldmat.“Lagði sig í hættu fyrir ráðherra Aðstoðarmennirnir sinna ýmsum óvenjulegum verkefnum. Ingvar Pétur minnist þess þegar hann fór í aftakaveðri á smábíl til þess að halda ræðu fyrir ráðherra í Mýrdal. „Eitt af mörgu eftirminnilegu var að þurfa að hlaupa í skarðið fyrir ráðherra þegar hún átti að flytja ræðu á aðalfundi Ferðaþjónustu bænda í Mýrdalnum. Það kom óvænt upp fundur í bænum um morguninn sem hún gat alls ekki sleppt og hún átti að flytja ræðuna í kringum hádegið. Ég var því beðinn um að renna austur og flytja ræðuna í hennar stað. Prentaði út eintak af ræðunni og tók bíl ráðuneytisins sem þá var Toyota Yaris. Hélt af stað og lenti undir Eyjafjöllum í aftakaveðri og mátti hafa mig allan við að halda mér á veginum. Náði svo loks í Mýrdalinn, inn í fullan fundarsal og nánast beint í ræðustól með ræðu sem var ráðherraræða í 1. persónu. Ég var þarna hálf móður og másandi að lesa og umbreyta ræðunni jafnóðum með orðunum „fyrir hönd ráðherra“ og „ráðherra telur“ o.s.frv. Það hafðist og ég held að ég hafi sloppið skammlaust frá þessu. Allavega fékk ræðan góðar undirtektir fundarmanna – en það voru nokkrir svitadropar sem komu á ennið meðan ég var að stagla í gegnum hana og ég gleymi þessu seint, ekki síst vegna veðursins sem var á leiðinni,“ segir Ingvar Pétur.Byggði Lego-endur með Cameron Jóhannes Þór nefnir einnig óvenjulegt verkefni. „Ef óvenjulegt er eitthvað sem ekki gerist á hverjum degi, þá má t.d. nefna hluti eins og að skipuleggja Northern Future Forum og sitja inni í fundarherbergi með forsætisráðherra Bretlands að byggja Lego-endur. Það var vissulega óvenjulegt,“ segir Jóhannes Þór. Eva minnist þess þegar hún tók upp myndband með Oddnýju. „Ætli það sé ekki þegar við tókum upp myndbandið af Oddnýju með barnabörnunum hennar. Það átti að fjalla um fjárlögin sem hún gerði fyrir árið 2013 og eitthvað alvarlegt, en svo voru krakkarnir svo fyndnir að við komumst ekkert áfram fyrir hlátursköstum. Ég hélt á mæknum og andköfin og hlátursrokurnar í mér heyrast mjög vel þegar horft er á myndbandið sem 63 þúsund manns hafa nú séð á Facebook.“Mældi blóðþrýsting ráðherra Það getur líka komið í hlut aðstoðarmanna að fylgjast með heilsu yfirmanna sinna þegar mikið mæðir á þeim. Eins og í tilfelli Ingu, aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra. „Í síðustu viku mældi ég blóðþrýstinginn í ráðherra svona til að fullvissa mig um að hann væri við hestaheilsu. Það var nokkuð óvenjulegt verkefni,“ segir hún.Sérfræðingur um fjós Þá minnist Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, þess þegar hún varð vitni að heldur óvanalegri sérþekkingu yfirmanns síns. „Í starfi þar sem enginn dagur er líkur gærdeginum er venjulegt meira frábrugðið en það óvenjulega. En margt er hins vegar eftirminnilegt. Afar minnisstæð og skemmtileg er kjördæmaheimsókn frá því í fyrra. Þar vorum við staddar á hlaðinu hjá bónda nokkrum sem var að reisa myndarlegt fjós. Birtist mér þá allt í einu nýr stjórnmálamaður innan úr Katrínu sem virtist vera algjör sérfræðingur í stálgrindarfjósum. Til að toppa sérfræðinginn í stálgrindarfjósum komu tveir eldri karlar út úr gamalli rútu sem var á hlaðinu, annar með nikku og hinn með neftóbak. Þeir sungu hátt og mikið „Kátir voru karlar“. Þetta er líklega svona „you had to be there“ saga, skilar sér illa á prenti. En mér varð hugsað til Friðriks Þórs í smástund,“ segir Lísa.Föt í stíl við málefnin Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra, segir óvenjulegustu verkefnin jafnan þau skemmtilegustu. „Sigrún á föt fyrir öll tækifæri, t.d. kjól sem táknar skipulag og hún klæddist þegar hún flutti tillögu um landskipulagsstefnu á Alþingi. Mér fannst t.d. mjög skemmtilegt að velja sérstakt dress sem minnir á landgræðslu og loftslagsmál, með ráðherra, það var sérstök pæling á bak við það,“ segir Ingveldur. Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, minnist þess helst þegar hún þurfti að spjalla um hreindýrarækt heila kvöldstund í Tromsø í Noregi við ræktanda sem hafði áhuga á Vestfjörðum í því tilliti. „Var nokkuð heppin að hafa unnið í kring um hreindýr í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á menntaskólaárunum sem auðveldaði málið,“ segir Sunna.Engir tveir dagar eins Enginn dagur er dæmigerður að sögn Sunnu. „Því alltaf eru nýjar áskoranir. Ég mæti yfirleitt fremur úfin eftir morgunverkin heima fyrir, ég á dóttur sem var að byrja fyrsta skólaárið sitt og er að venjast nýrri rútínu. Hleyp stundum beint á fund eða fer yfir fjölmiðlana með GBS fyrir daginn yfir kaffibolla, ef þingstörfin kalla á það þá undirbý ég pappíra t.d. fyrir óundirbúnar fyrirspurnir sem eru óútreiknanlegar en stundum er ég heppin og hitti á það sem spurt er um,“ segir Sunna sem fer svo yfir minnisblöð og setur inn athugasemdir til ráðherra ef einhverjar eru. „Svo er hlaupið um að afla upplýsinga eða setið á fundum fram að hádegi um ólíklegustu vandamál eða lausnir. Stundum koma inn óskir um viðtöl við ráðherra um málefni og þá er reynt að undirbúa það faglega fyrir hann. Svo eru það símtöl við kjósendur, en fólk á það til að leita til okkar með mjög fjölbreytt mál eða leita ráða. Dagarnir geta verið langir en kl. 18 hættir síminn að hringja og ráðuneytið tæmist og þá gefst tími fyrir tölvupóstana og önnur skrif áður en haldið er heim,“ segir hún.Erfiðustu verkefnin? Erfið verkefni lenda á herðum aðstoðarmanna. Sum þeirra erfið vegna þess að þau eru vandræðaleg eða flókin. Og önnur vegna þess að þau varða neyð fólks sem leitar aðstoðar ráðherra og þingmanna. „Erfiðast, eða vandræðalegast kannski, hingað til var að fara með henni í búðir að reyna að fá hana til að klæðast einhverjum blússum fyrir verkefni sem við vorum í. Þar var ég algjörlega komin út fyrir endimörk getu minnar sem aðstoðarmaður,“ segir Eva, aðstoðarmaður Oddnýjar. „Að hjálpa til við að móta ákvarðanir sem varða lífsafkomu fólks. Ekkert veldur manni meiri streitu,“ segir Sunna, aðstoðarmaður Gunnars. „Það koma oft upp erfið verkefni og aðstæður en Katrín er mögulega besti yfirmaður norðan Alpafjalla og þó víðar væri leitað og í góðu teymi leysast öll verkefni,“ segir Lísa, aðstoðarmaður Katrínar. „Erfiðasti tíminn í þessari vinnu var tvímælalaust þegar verkföll heilbrigðisstarfsfólks stóðu yfir. Það gekk mjög nærri okkur öllum og var reynsla sem ég myndi seint vilja endurupplifa,“ segir Inga, aðstoðarmaður Kristjáns. „Það erfiðasta hefur mér alltaf fundist þegar fólk leitar til manns með mjög erfið raunveruleg vandamál sem það vonast til að fá úrlausn á, en ég hef ekki tök á að gera neitt til að hjálpa fólki. Það er langversta tilfinningin í þessu starfi,“ segir Jóhannes Þór, aðstoðarmaður Sigmundar. „Það mál sem hefur verið rauði þráðurinn í gegn um þetta kjörtímabil er klárlega Ramminn. Það eru vandfundin jafn tilfinningaþrungin mál sem allir virðast hafa einhverja skoðun á, en áskorunin var að leyfa ferlinu og lögunum að hafa sinn gang,“ segir Ingveldur, aðstoðarmaður Sigrúnar.Sérfræðingar af ýmsu tagi En hvaða eiginleika þarf til að sinna starfinu? Aðstoðarmennirnir búa yfir margvíslegri sérfræðikunnáttu. Í þeirra hópi er að finna kennara, fyrrverandi blaðamenn, almannatengla, lögfræðinga og sérfræðinga í ýmsum þjóðmálum. „Ég er lærður sagnfræðingur, og einhver sagði að til að skapa söguna þyrfti fólk að þekkja söguna,“ segir Jóhannes Þór sem starfaði líka sem kennari í áratug. „Það eru ótrúlega margar mikilvægar lífslexíur sem ég lærði í því starfi og hef tekið með mér í pólitíkina,“ segir hann. Ingvar Pétur, aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar, hefur fjölbreyttan bakgrunn. Hann var viðloðandi sveitarstjórnarpólitík í 12 ár og hefur starfað með Sjálfstæðisflokknum í 20 ár. Þá hefur hann mikla reynslu af skrifum og kynningarstörfum. „Ég starfaði fyrir Landsvirkjun um árabil við almannatengsl og kynningarstörf og þekki orkumálin vel. Síðan var ég starfandi blaðamaður áður en ég hóf störf sem aðstoðarmaður ráðherra og þar kynntist maður samfélaginu enn betur og lærði að tileinka sér vinnubrögð sem nýtast vel í þessu starfi – ekki síst að greina kjarnann frá hisminu. Öll þessi reynsla hefur komið mér afar vel og nýtist mér á hverjum einasta degi.“ Unnsteinn, aðstoðarmaður Óttars, er menntaður í skapandi verkefnastjórnun og leiðtoga- og frumkvöðlafræði frá danska skólanum KaosPilot. Þá hefur hann unnið mikið í sjálfboðavinnu. Hann hefur brennandi áhuga á stjórnmálum. „Í mér hefur alltaf blundað pólitíkus og þegar ég var að fermast ætlaði ég inn á þing. Ég er týpan sem kom heim eftir skóla, hitaði mér örbylgjupítsu og í stað þess að læra heima stillti ég á Alþingisrásina,“ segir hann. Inga, aðstoðarmaður Kristjáns, hefur einnig unnið í mörg ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn, bæði á skrifstofunni og síðast sem framkvæmdastjóri þingflokksins. „Ég þekki því Alþingi og starfið í flokknum mjög vel. Ráðherra hefur aðgang að mikilli þekkingu í ráðuneytinu í þeim reynslumiklu sérfræðingum sem þar starfa, þannig að aðstoðarmaðurinn þarf ekki endilega að vera enn einn slíkur. Hann er hins vegar í mörgum tilfellum framlenging á ráðherra eða milliliður við þá sem eiga erindi við hann eða hann vill eiga við orð. Þá reynir á samskiptahæfni og hæfileikann til að fylgja eftir málum,“ segir hún. Lísa Kristjánsdóttir segir sína sérþekkingu liggja í verkefnastjórnun. „Ég hef verið í kosningastjórn fyrir VG í nokkrum kosningum og hér áður var ég aðstoðarleikstjóri í kvikmyndum og þetta er ekki ósvipað,“ segir hún. Kristín, lögfræðilegur aðstoðarmaður Ólafar, hefur mikla sérhæfingu á sviði lögfræði. „Ég hef fjölbreytta reynslu á sviði lögfræði og stjórnsýslu sem ég tel að nýtist vel við stefnumörkun og úrlausn þeirra margvíslegu viðfangsefna sem koma á borð ráðherra,“ segir hún. Þórdís segir Ólöfu ekki hafa þekkt sig áður en hún réð hana til starfa og nú stefnir hún sjálf á pólitískan frama. „Ólöf tók ákvörðun um að ráða mig sem aðstoðarmann, unga konu með mikinn áhuga á stjórnmálum, menntun sem nýtist í starfi og einhverja mannkosti sem hún hafði heyrt að ég hefði. Við þekktumst ekkert þegar hún réð mig. Ég er lögfræðingur með sérstaka áherslu á stjórnskipunarrétti, skrifaði meistararitgerðina um vandaða lagasetningu og hef kennt stjórnskipunarrétt við lagadeild Háskólans í Reykjavík sem stundakennari frá árinu 2013. Starfið snýst hins vegar mikið um að koma málum áfram og vera í samskiptum við alls konar fólk, samskiptahæfni og að halda boltum á lofti er því ákveðin sérfræðikunnátta líka.“ Eva, aðstoðarmaður Oddnýjar, starfaði áður sem blaðamaður. „Sérþekking mín er á sviði íslenskra og alþjóðastjórnmála og félagsvísinda en svo hef ég sérstakan áhuga á heilbrigðismálum og jafnréttismálum. En oft er þetta ekki ólíkt starf og blaðamennska, þannig að maður þarf að vita eitthvað smávegis um allt og geta reddað sér,“ segir hún. Sunna, aðstoðarmaður Gunnars, er menntaður almannatengill. „Ég er ung femínísk kona og hef starfað með Framsóknarflokknum síðan 2009. Ég þekki hvernig Alþingi virkar frá fyrri störfum og fólkið sem við störfum með í kjördæminu en einnig þá stefnu sem við vinnum með bæði í ríkisstjórn og innan flokksins sem ég hef tekið þátt í að móta. Þá er atriði sem Gunnari Braga finnst mjög mikilvægt, að ég þori að vera ósammála honum og segja það beint við hann,“ segir hún. Svanhildur segir marga eiginleika einkenna góðan aðstoðarmann. „Mér finnst alltaf svolítið asnalegt að tíunda eigið ágæti, og það sem gerir mann að góðum aðstoðarmanni er samtala mjög margra hluta. Á ferilskránni minni er lögfræðimenntun og áralöng reynsla af fjölmiðlum og svo á ég gott með alla textavinnu sem er mikil þörf á í þessu starfi þar sem endalaust þarf að vera að skrifa ræður.“ Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Nokkrir aðstoðarmanna sem starfa á Alþingi gáfu sér tíma til myndatöku. Aðrir voru uppteknir í aðkallandi verkefnum fyrir ráðherra. Frá vinstri: Eva Bjarnadóttir, Unnsteinn Jóhannsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð, Svanhildur Hólm Valsdóttir, Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Sunna Gunnars Marteinsdóttir. Fréttablaðið/EyþórVisir/Eyþór Vinnutímanum er best lýst með „alltaf, alls staðar“. Þetta er óreglulegt, fjölbreytt og yfirgripsmikið starf og ekki hægt að stóla á ákveðinn tíma yfir daginn eða í vikunni. Ég segi gjarnan að ég sé í vinnunni þegar síminn hringir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og lýsir vel krefjandi vinnuumhverfi aðstoðarmanna og ráðgjafa á Alþingi. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra, segir eðli starfsins þannig að hún sé meira og minna alltaf í vinnunni. „Til dæmis getur sumarfrí á Seyðisfirði orðið að meintu sumarfríi þegar óvænt verkefni koma upp,“ segir hún. Eva Bjarnadóttir sem er aðstoðarmaður Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, segist vinna í skorpum. „Maðurinn minn vill meina að þetta sé ekki alvöru vinna heldur lífsstíll, en það fer algjörlega eftir verkefnum hvenær ég vinn,“ segir hún. „Hann er mjög svipaður vinnutíma ráðherrans – getur verið alla daga vikunnar og mjög ófyrirsjáanlegur,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, um vinnutíma sinn. „Það væri kannski nær að spyrja hvernig vinnuvikan er því það er enginn fastur vinnutími í þessu starfi,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðarráðherra. „Ég er að vinna um 50-70 klukkustundir á viku, allt eftir því hver verkefnastaðan er hverju sinni. Stystu dagarnir eru oftast yfir blásumarið (8-10 klst.), en dagarnir fara upp í 14-16 klukkustundir þegar mest álag er. Sjaldan sem maður fær frí bæði laugardag og sunnudag.“ Aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, tekur undir með öðrum aðstoðarmönnum um það hversu óútreiknanlegur hver starfsdagur geti orðið. Hún er þó heppin að því leyti að njóta oftast helgarfrís með fjölskyldunni. „Ráðherrann minn er þó duglegur að taka sér frí um helgar og þar með hef ég fengið að nýta þær vel með fjölskyldunni. Það skiptir miklu máli að hlaða batteríin og vera með fólkinu sínu. Auðvitað er maður samt alltaf á vaktinni, oft að ræða málin á kvöldin o.s.frv. Það fylgir þessu og mörgum öðrum störfum,“ segir hún. Lögfræðilegur aðstoðarmaður Ólafar, Kristín Haraldsdóttir, segir vinnutíma sinn mjög breytilegan. „Vinnudagurinn getur hlaupið frá því að vera venjulegur 8 tíma vinnudagur og allt upp í 12-13 tíma,“ segir hún. Unnsteinn Jóhannsson, aðstoðarmaður Óttars Proppé, þingmanns Bjartrar framtíðar, minnir á að í raun ljúki vinnudeginum aldrei. „Maður er stöðugt að fylgjast með fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og bregðast við þó maður sé í miðju partíi eða að elda kvöldmat.“Lagði sig í hættu fyrir ráðherra Aðstoðarmennirnir sinna ýmsum óvenjulegum verkefnum. Ingvar Pétur minnist þess þegar hann fór í aftakaveðri á smábíl til þess að halda ræðu fyrir ráðherra í Mýrdal. „Eitt af mörgu eftirminnilegu var að þurfa að hlaupa í skarðið fyrir ráðherra þegar hún átti að flytja ræðu á aðalfundi Ferðaþjónustu bænda í Mýrdalnum. Það kom óvænt upp fundur í bænum um morguninn sem hún gat alls ekki sleppt og hún átti að flytja ræðuna í kringum hádegið. Ég var því beðinn um að renna austur og flytja ræðuna í hennar stað. Prentaði út eintak af ræðunni og tók bíl ráðuneytisins sem þá var Toyota Yaris. Hélt af stað og lenti undir Eyjafjöllum í aftakaveðri og mátti hafa mig allan við að halda mér á veginum. Náði svo loks í Mýrdalinn, inn í fullan fundarsal og nánast beint í ræðustól með ræðu sem var ráðherraræða í 1. persónu. Ég var þarna hálf móður og másandi að lesa og umbreyta ræðunni jafnóðum með orðunum „fyrir hönd ráðherra“ og „ráðherra telur“ o.s.frv. Það hafðist og ég held að ég hafi sloppið skammlaust frá þessu. Allavega fékk ræðan góðar undirtektir fundarmanna – en það voru nokkrir svitadropar sem komu á ennið meðan ég var að stagla í gegnum hana og ég gleymi þessu seint, ekki síst vegna veðursins sem var á leiðinni,“ segir Ingvar Pétur.Byggði Lego-endur með Cameron Jóhannes Þór nefnir einnig óvenjulegt verkefni. „Ef óvenjulegt er eitthvað sem ekki gerist á hverjum degi, þá má t.d. nefna hluti eins og að skipuleggja Northern Future Forum og sitja inni í fundarherbergi með forsætisráðherra Bretlands að byggja Lego-endur. Það var vissulega óvenjulegt,“ segir Jóhannes Þór. Eva minnist þess þegar hún tók upp myndband með Oddnýju. „Ætli það sé ekki þegar við tókum upp myndbandið af Oddnýju með barnabörnunum hennar. Það átti að fjalla um fjárlögin sem hún gerði fyrir árið 2013 og eitthvað alvarlegt, en svo voru krakkarnir svo fyndnir að við komumst ekkert áfram fyrir hlátursköstum. Ég hélt á mæknum og andköfin og hlátursrokurnar í mér heyrast mjög vel þegar horft er á myndbandið sem 63 þúsund manns hafa nú séð á Facebook.“Mældi blóðþrýsting ráðherra Það getur líka komið í hlut aðstoðarmanna að fylgjast með heilsu yfirmanna sinna þegar mikið mæðir á þeim. Eins og í tilfelli Ingu, aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra. „Í síðustu viku mældi ég blóðþrýstinginn í ráðherra svona til að fullvissa mig um að hann væri við hestaheilsu. Það var nokkuð óvenjulegt verkefni,“ segir hún.Sérfræðingur um fjós Þá minnist Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, þess þegar hún varð vitni að heldur óvanalegri sérþekkingu yfirmanns síns. „Í starfi þar sem enginn dagur er líkur gærdeginum er venjulegt meira frábrugðið en það óvenjulega. En margt er hins vegar eftirminnilegt. Afar minnisstæð og skemmtileg er kjördæmaheimsókn frá því í fyrra. Þar vorum við staddar á hlaðinu hjá bónda nokkrum sem var að reisa myndarlegt fjós. Birtist mér þá allt í einu nýr stjórnmálamaður innan úr Katrínu sem virtist vera algjör sérfræðingur í stálgrindarfjósum. Til að toppa sérfræðinginn í stálgrindarfjósum komu tveir eldri karlar út úr gamalli rútu sem var á hlaðinu, annar með nikku og hinn með neftóbak. Þeir sungu hátt og mikið „Kátir voru karlar“. Þetta er líklega svona „you had to be there“ saga, skilar sér illa á prenti. En mér varð hugsað til Friðriks Þórs í smástund,“ segir Lísa.Föt í stíl við málefnin Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra, segir óvenjulegustu verkefnin jafnan þau skemmtilegustu. „Sigrún á föt fyrir öll tækifæri, t.d. kjól sem táknar skipulag og hún klæddist þegar hún flutti tillögu um landskipulagsstefnu á Alþingi. Mér fannst t.d. mjög skemmtilegt að velja sérstakt dress sem minnir á landgræðslu og loftslagsmál, með ráðherra, það var sérstök pæling á bak við það,“ segir Ingveldur. Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, minnist þess helst þegar hún þurfti að spjalla um hreindýrarækt heila kvöldstund í Tromsø í Noregi við ræktanda sem hafði áhuga á Vestfjörðum í því tilliti. „Var nokkuð heppin að hafa unnið í kring um hreindýr í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á menntaskólaárunum sem auðveldaði málið,“ segir Sunna.Engir tveir dagar eins Enginn dagur er dæmigerður að sögn Sunnu. „Því alltaf eru nýjar áskoranir. Ég mæti yfirleitt fremur úfin eftir morgunverkin heima fyrir, ég á dóttur sem var að byrja fyrsta skólaárið sitt og er að venjast nýrri rútínu. Hleyp stundum beint á fund eða fer yfir fjölmiðlana með GBS fyrir daginn yfir kaffibolla, ef þingstörfin kalla á það þá undirbý ég pappíra t.d. fyrir óundirbúnar fyrirspurnir sem eru óútreiknanlegar en stundum er ég heppin og hitti á það sem spurt er um,“ segir Sunna sem fer svo yfir minnisblöð og setur inn athugasemdir til ráðherra ef einhverjar eru. „Svo er hlaupið um að afla upplýsinga eða setið á fundum fram að hádegi um ólíklegustu vandamál eða lausnir. Stundum koma inn óskir um viðtöl við ráðherra um málefni og þá er reynt að undirbúa það faglega fyrir hann. Svo eru það símtöl við kjósendur, en fólk á það til að leita til okkar með mjög fjölbreytt mál eða leita ráða. Dagarnir geta verið langir en kl. 18 hættir síminn að hringja og ráðuneytið tæmist og þá gefst tími fyrir tölvupóstana og önnur skrif áður en haldið er heim,“ segir hún.Erfiðustu verkefnin? Erfið verkefni lenda á herðum aðstoðarmanna. Sum þeirra erfið vegna þess að þau eru vandræðaleg eða flókin. Og önnur vegna þess að þau varða neyð fólks sem leitar aðstoðar ráðherra og þingmanna. „Erfiðast, eða vandræðalegast kannski, hingað til var að fara með henni í búðir að reyna að fá hana til að klæðast einhverjum blússum fyrir verkefni sem við vorum í. Þar var ég algjörlega komin út fyrir endimörk getu minnar sem aðstoðarmaður,“ segir Eva, aðstoðarmaður Oddnýjar. „Að hjálpa til við að móta ákvarðanir sem varða lífsafkomu fólks. Ekkert veldur manni meiri streitu,“ segir Sunna, aðstoðarmaður Gunnars. „Það koma oft upp erfið verkefni og aðstæður en Katrín er mögulega besti yfirmaður norðan Alpafjalla og þó víðar væri leitað og í góðu teymi leysast öll verkefni,“ segir Lísa, aðstoðarmaður Katrínar. „Erfiðasti tíminn í þessari vinnu var tvímælalaust þegar verkföll heilbrigðisstarfsfólks stóðu yfir. Það gekk mjög nærri okkur öllum og var reynsla sem ég myndi seint vilja endurupplifa,“ segir Inga, aðstoðarmaður Kristjáns. „Það erfiðasta hefur mér alltaf fundist þegar fólk leitar til manns með mjög erfið raunveruleg vandamál sem það vonast til að fá úrlausn á, en ég hef ekki tök á að gera neitt til að hjálpa fólki. Það er langversta tilfinningin í þessu starfi,“ segir Jóhannes Þór, aðstoðarmaður Sigmundar. „Það mál sem hefur verið rauði þráðurinn í gegn um þetta kjörtímabil er klárlega Ramminn. Það eru vandfundin jafn tilfinningaþrungin mál sem allir virðast hafa einhverja skoðun á, en áskorunin var að leyfa ferlinu og lögunum að hafa sinn gang,“ segir Ingveldur, aðstoðarmaður Sigrúnar.Sérfræðingar af ýmsu tagi En hvaða eiginleika þarf til að sinna starfinu? Aðstoðarmennirnir búa yfir margvíslegri sérfræðikunnáttu. Í þeirra hópi er að finna kennara, fyrrverandi blaðamenn, almannatengla, lögfræðinga og sérfræðinga í ýmsum þjóðmálum. „Ég er lærður sagnfræðingur, og einhver sagði að til að skapa söguna þyrfti fólk að þekkja söguna,“ segir Jóhannes Þór sem starfaði líka sem kennari í áratug. „Það eru ótrúlega margar mikilvægar lífslexíur sem ég lærði í því starfi og hef tekið með mér í pólitíkina,“ segir hann. Ingvar Pétur, aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar, hefur fjölbreyttan bakgrunn. Hann var viðloðandi sveitarstjórnarpólitík í 12 ár og hefur starfað með Sjálfstæðisflokknum í 20 ár. Þá hefur hann mikla reynslu af skrifum og kynningarstörfum. „Ég starfaði fyrir Landsvirkjun um árabil við almannatengsl og kynningarstörf og þekki orkumálin vel. Síðan var ég starfandi blaðamaður áður en ég hóf störf sem aðstoðarmaður ráðherra og þar kynntist maður samfélaginu enn betur og lærði að tileinka sér vinnubrögð sem nýtast vel í þessu starfi – ekki síst að greina kjarnann frá hisminu. Öll þessi reynsla hefur komið mér afar vel og nýtist mér á hverjum einasta degi.“ Unnsteinn, aðstoðarmaður Óttars, er menntaður í skapandi verkefnastjórnun og leiðtoga- og frumkvöðlafræði frá danska skólanum KaosPilot. Þá hefur hann unnið mikið í sjálfboðavinnu. Hann hefur brennandi áhuga á stjórnmálum. „Í mér hefur alltaf blundað pólitíkus og þegar ég var að fermast ætlaði ég inn á þing. Ég er týpan sem kom heim eftir skóla, hitaði mér örbylgjupítsu og í stað þess að læra heima stillti ég á Alþingisrásina,“ segir hann. Inga, aðstoðarmaður Kristjáns, hefur einnig unnið í mörg ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn, bæði á skrifstofunni og síðast sem framkvæmdastjóri þingflokksins. „Ég þekki því Alþingi og starfið í flokknum mjög vel. Ráðherra hefur aðgang að mikilli þekkingu í ráðuneytinu í þeim reynslumiklu sérfræðingum sem þar starfa, þannig að aðstoðarmaðurinn þarf ekki endilega að vera enn einn slíkur. Hann er hins vegar í mörgum tilfellum framlenging á ráðherra eða milliliður við þá sem eiga erindi við hann eða hann vill eiga við orð. Þá reynir á samskiptahæfni og hæfileikann til að fylgja eftir málum,“ segir hún. Lísa Kristjánsdóttir segir sína sérþekkingu liggja í verkefnastjórnun. „Ég hef verið í kosningastjórn fyrir VG í nokkrum kosningum og hér áður var ég aðstoðarleikstjóri í kvikmyndum og þetta er ekki ósvipað,“ segir hún. Kristín, lögfræðilegur aðstoðarmaður Ólafar, hefur mikla sérhæfingu á sviði lögfræði. „Ég hef fjölbreytta reynslu á sviði lögfræði og stjórnsýslu sem ég tel að nýtist vel við stefnumörkun og úrlausn þeirra margvíslegu viðfangsefna sem koma á borð ráðherra,“ segir hún. Þórdís segir Ólöfu ekki hafa þekkt sig áður en hún réð hana til starfa og nú stefnir hún sjálf á pólitískan frama. „Ólöf tók ákvörðun um að ráða mig sem aðstoðarmann, unga konu með mikinn áhuga á stjórnmálum, menntun sem nýtist í starfi og einhverja mannkosti sem hún hafði heyrt að ég hefði. Við þekktumst ekkert þegar hún réð mig. Ég er lögfræðingur með sérstaka áherslu á stjórnskipunarrétti, skrifaði meistararitgerðina um vandaða lagasetningu og hef kennt stjórnskipunarrétt við lagadeild Háskólans í Reykjavík sem stundakennari frá árinu 2013. Starfið snýst hins vegar mikið um að koma málum áfram og vera í samskiptum við alls konar fólk, samskiptahæfni og að halda boltum á lofti er því ákveðin sérfræðikunnátta líka.“ Eva, aðstoðarmaður Oddnýjar, starfaði áður sem blaðamaður. „Sérþekking mín er á sviði íslenskra og alþjóðastjórnmála og félagsvísinda en svo hef ég sérstakan áhuga á heilbrigðismálum og jafnréttismálum. En oft er þetta ekki ólíkt starf og blaðamennska, þannig að maður þarf að vita eitthvað smávegis um allt og geta reddað sér,“ segir hún. Sunna, aðstoðarmaður Gunnars, er menntaður almannatengill. „Ég er ung femínísk kona og hef starfað með Framsóknarflokknum síðan 2009. Ég þekki hvernig Alþingi virkar frá fyrri störfum og fólkið sem við störfum með í kjördæminu en einnig þá stefnu sem við vinnum með bæði í ríkisstjórn og innan flokksins sem ég hef tekið þátt í að móta. Þá er atriði sem Gunnari Braga finnst mjög mikilvægt, að ég þori að vera ósammála honum og segja það beint við hann,“ segir hún. Svanhildur segir marga eiginleika einkenna góðan aðstoðarmann. „Mér finnst alltaf svolítið asnalegt að tíunda eigið ágæti, og það sem gerir mann að góðum aðstoðarmanni er samtala mjög margra hluta. Á ferilskránni minni er lögfræðimenntun og áralöng reynsla af fjölmiðlum og svo á ég gott með alla textavinnu sem er mikil þörf á í þessu starfi þar sem endalaust þarf að vera að skrifa ræður.“
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira