Íslenski boltinn

„Það á eftir að herða nokkrar skrúfur“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jóhann Kristinn Gunnarsson, Þjálfari Þórs/KA var að vonum svekktur eftir 4-0 tap gegn Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi deildar kvenna í kvöld.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, Þjálfari Þórs/KA var að vonum svekktur eftir 4-0 tap gegn Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi deildar kvenna í kvöld. Mynd/Daníel
„Það á eftir að herða nokkrar skrúfur,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA sem tapaði 4-0 gegn Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna sem hófst í kvöld.

Lið Þórs/KA hefur tekið nokkrum breytingum frá síðasta tímabili þegar liðið endaði í fjórða sæti deilarinnar. Reynsluboltar á borð við Gígju Valgerði Halldórsdóttur eru horfnir á brott og þá sleit Ágústa Kristinsdóttir krossbönd skömmu fyrir tímabilið. Þór/KA hefur fengið til liðs sig við þrjár landsliðskonur frá Mexíkó til þess að fylla í skarðið og léku þær allar sinn fyrsta leik í kvöld.

„Það er margt að gerast hjá okkur og leikmennirnir eru að kynnast hverjum öðrum, bæði inn á vellinum sem og utan. Við verðum klárar í næsta leik,“ segir Jóhann sem er vongóður um að liðinu takist að blanda sér í toppbaráttuna í Pepsi-deild kvenna sem hefur ekki verið jafn sterk í þó nokkurn tíma með komu leikmanna eins og Margréti Láru Viðarsdóttur til landsins á nýjan leik.

„Það verður allavega ekki hægt að setja neitt á Lengjuna fyrir leikina í sumar. Á toppnum verða Stjarnan, Valur, Breiðablik og svo munu ÍBV, Fylkir og við blanda okkur í þetta. Liðin eiga eftir að taka stig af hverju öðru,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA en liðinu er spáð 5. sæti af þjálfurum og fyrirliðum.

Lesa má umfjöllun og viðtöl eftir leik Stjörnunnar og Þórs/KA í kvöld hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×