Sulta. Árgerð 2016 Bergur Ebbi skrifar 14. október 2016 07:00 Æi, til hvers er maður að eyða tíma í matargerð? Þukla á ávöxtum í stórmarkaði til að finna réttan þroska. Ekki of lina lárperu. Ekki of harða. Passlega gulnaðan banana. Brauð bakað að morgni dags. Ferskar kryddjurtir. Ekkert þurrkað rusl. Rétti osturinn, rétt meðhöndlaða kjötið, súkkulaði með 65% kakómassa. Réttu diskarnir, réttu hnífapörin, rétti borðdúkurinn, rétta lýsingin. Þrír tímar af eldamennsku. Til hvers að standa í þessu? Til þess að maður geti tekið Instagram-mynd af uppábúnu matarborðinu og fullkomnað lífsstílsrúnkið? Þetta er allt saman bara einhver kássa hvort sem er. Misgerjuð blanda af prótíni, kolvetnum og trefjum. Mín vegna má allur matur malla í potti í tvo tíma og vera borðaður með skeið. Þetta er ekki menning. Gleymdu því glámur minn. Píramídarnir eru menning. Velvet Underground er menning. Rétt strekktur ProKennex tennisspaði er menning. Að kaupa 40 þúsund króna matarkörfu í Hagkaup og seigelda hana ofan á Epal-borð er ekki menning heldur borgaralegt totaot. Hvað er annars hápunkturinn á þessu öllu? Að tína rabarbara á Hornströndum og stappa hann ofan í fair-trade krukku og þröngva upp á ástvini. Er markmiðið ekki alltaf sulta hvort sem er?OMAM, OMNOM, OMG Miðbær Reykjavíkur er löngu orðinn að sultu. Þetta er ein stór strolla af lundabúðum og spaksmannsspjaratreflum í yfirstærðum, steiktur fiskur borinn fram af skeggjuðum mönnum með leðursvuntur og micro-brewery bumbur. Þetta er allt sama sultan sama hversu mikið hún er instagrömmuð, hasth-tögguð eða tripadvisor-stjörnumerkt. Sama sultan með sama súldar-rakainnihaldið og sömu icewear-úlpuðu túristana með úfna hárið og móðugu gleraugun. Alltaf sama gerjaða prótín- og kolvetnablandan. Það er ekkert nýtt í þessu. Ef íslenska túristabúmið er hringekja (sem það er) þá eru allir ríðandi á hesti í köflóttri skyrtu sem segir „hey“ í takt við einhvern blómabúðasmellinn frá OMAM, með kjaftinn fullan af OMNOM, segjandi OMG yfir þeirri fair-trade lakkrískurls-súkkulaðiupplifun. Að blanda saman súkkulaði og lakkrís! Þvílík snilld! Túristarnir fatta ekki það sem við föttum. Það má blanda saman hverju sem er því allt endar sem kássa ofan í maganum eða inni í vitundinni. Þetta er allt kássa og allir elska kássu. Það eina sem vantar er pottur til að sjóða þetta í. Stóra sundlaug, helst rjúkandi heita, alveg ofan í miðbæ. Ég vil sjá stórtækar vinnuvélar á Lækjartorgi byrja að moka fyrir gröf. Ég vil sjá óskipulagða herdeild við störf. Ég vil sjá iðandi skeggbrodda á rækjusamlokumeisturum á bak við móðug Caterpillar-gler þar sem þeir láta skóflurnar æða ofan í 90´s flísar torgsins þar til heilu lagnakerfin fara úr skorðum. Ég vil sjá stórt sár í miðbæjarkvosinni miðri og ég vil að við fyllum það af sultu.Linar pulsur, harðar pulsur Gleymið Laugardalslauginni og stemningunni þar. Gleymið Vesturbæjarlauginni með öllum sínum sánum. Gleymið hipsteraðri Sundhöllinni og GusGus myndböndunum. Það er komið að flaggskipinu. Miðbæjarsultunni. Lækjartorgslaug. Þar er djammið. Þar er stemningin. Þar mun súrsunin fara fram. Í Reykjavík miðri verður hyldjúpur rjúkandi drullupyttur með brennisteinslyktandi hveravatni og stöku opinni skólplögn. Lækjartorgslaug. Dembum þessu öllu ofan í. Made-in-China lundaböngsunum, Farmers Market poncho-unum, pulsusinnepinu, ósíuðum micro-brewery miðinum að ógleymdum loðnum túristunum og úlpum þeirra. Það er nóg pláss fyrir þetta allt. Þarna munu fljóta hlið við hlið beinstífar klofpulsur steggjunartúrista frá Boston í bland við hálfsoðnar pylsur frá Bæjarins bestu. Það vilja allir djamm og hvað er djamm annað en sulta? Drekka bjór og annan bjór og annan bjór. Nudda sér upp við fólk undir dunandi tónlist gerðum af sænskum graðnöglum þar til kvöldið endar í gufubaðshita og líkamsvessa-skvamphljóðum eða uppgjafapulsu og remólaðisleikingum. Lækjartorgslaugin með sínum þykku og lyktarmiklu gufustrókum verður allt þetta í einni ferð. Djamm ársins. Djamm allrar veraldar. Jól djammanna. Er það ekki hápunkturinn að sultast í súlfat-ríku pulsuhveravatni með andlitið ofan í handarkrika næsta manns, hashtaggaður á toppi veraldarinnar í tengingu við álfa og norðurljós, súrsaður ofan í sultukrukku? Þýðir djamm ekki annars sulta á tungumálinu sem við tölum öll? Djamm. Jam. Sulta.Gamla góða kássan Þetta er allt sulta. Að ferðast. Troða sér í check-in, troða sér í flugvél, troða sér í raðir til að upplifa bestu pulsu og besta bjór í heimi og troða svo snjallsíma á selfie-stöng og þröngva henni upp fyrir mannhrúguna og brosa með móðugum gleraugum. Troða svo upplifun sinni upp á alla aðra í gegnum smekklegt hashtag. Þetta er sultugerð og allir eru þátttakendur hvort sem þeir eru túristar eða annars konar totaotarar. Fjörutíu þúsund króna innkaupakarfa og ítroðsla með viðkomu á Instagram. Samt er þetta bara gamla góða kássan þegar það blandast magasýrunum. Fimm tíma eldaður gúllas. Einföld upptaka næringar og upplifunar. Sjáumst í sundi. 66 gráðu stím-heitu sundinu. Sjáumst á svamlinu, innan um rassahár og fallna byggingarkrana. Ég lauma ausu ofan í gufumettaða Lækjartorgs-sultuna og sötra á hræru gerðri úr baki á Spánverja og ófilteruðum þorrablóts-Kalda sem bragðast eins og tunga á manni sem sofnaði áfengisdauða eftir að hafa sleikt remólaði af vaxbornu pulsubréfi. Ég rifja upp heilræði móður minnar. Þegar fingurnir eru farnir að krumpast er kominn tími til að fara upp úr. #MyStopOver. #TakkÓli. #ÚtmeðalltsamanEinarÁskell.Pistillinn birtst fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Æi, til hvers er maður að eyða tíma í matargerð? Þukla á ávöxtum í stórmarkaði til að finna réttan þroska. Ekki of lina lárperu. Ekki of harða. Passlega gulnaðan banana. Brauð bakað að morgni dags. Ferskar kryddjurtir. Ekkert þurrkað rusl. Rétti osturinn, rétt meðhöndlaða kjötið, súkkulaði með 65% kakómassa. Réttu diskarnir, réttu hnífapörin, rétti borðdúkurinn, rétta lýsingin. Þrír tímar af eldamennsku. Til hvers að standa í þessu? Til þess að maður geti tekið Instagram-mynd af uppábúnu matarborðinu og fullkomnað lífsstílsrúnkið? Þetta er allt saman bara einhver kássa hvort sem er. Misgerjuð blanda af prótíni, kolvetnum og trefjum. Mín vegna má allur matur malla í potti í tvo tíma og vera borðaður með skeið. Þetta er ekki menning. Gleymdu því glámur minn. Píramídarnir eru menning. Velvet Underground er menning. Rétt strekktur ProKennex tennisspaði er menning. Að kaupa 40 þúsund króna matarkörfu í Hagkaup og seigelda hana ofan á Epal-borð er ekki menning heldur borgaralegt totaot. Hvað er annars hápunkturinn á þessu öllu? Að tína rabarbara á Hornströndum og stappa hann ofan í fair-trade krukku og þröngva upp á ástvini. Er markmiðið ekki alltaf sulta hvort sem er?OMAM, OMNOM, OMG Miðbær Reykjavíkur er löngu orðinn að sultu. Þetta er ein stór strolla af lundabúðum og spaksmannsspjaratreflum í yfirstærðum, steiktur fiskur borinn fram af skeggjuðum mönnum með leðursvuntur og micro-brewery bumbur. Þetta er allt sama sultan sama hversu mikið hún er instagrömmuð, hasth-tögguð eða tripadvisor-stjörnumerkt. Sama sultan með sama súldar-rakainnihaldið og sömu icewear-úlpuðu túristana með úfna hárið og móðugu gleraugun. Alltaf sama gerjaða prótín- og kolvetnablandan. Það er ekkert nýtt í þessu. Ef íslenska túristabúmið er hringekja (sem það er) þá eru allir ríðandi á hesti í köflóttri skyrtu sem segir „hey“ í takt við einhvern blómabúðasmellinn frá OMAM, með kjaftinn fullan af OMNOM, segjandi OMG yfir þeirri fair-trade lakkrískurls-súkkulaðiupplifun. Að blanda saman súkkulaði og lakkrís! Þvílík snilld! Túristarnir fatta ekki það sem við föttum. Það má blanda saman hverju sem er því allt endar sem kássa ofan í maganum eða inni í vitundinni. Þetta er allt kássa og allir elska kássu. Það eina sem vantar er pottur til að sjóða þetta í. Stóra sundlaug, helst rjúkandi heita, alveg ofan í miðbæ. Ég vil sjá stórtækar vinnuvélar á Lækjartorgi byrja að moka fyrir gröf. Ég vil sjá óskipulagða herdeild við störf. Ég vil sjá iðandi skeggbrodda á rækjusamlokumeisturum á bak við móðug Caterpillar-gler þar sem þeir láta skóflurnar æða ofan í 90´s flísar torgsins þar til heilu lagnakerfin fara úr skorðum. Ég vil sjá stórt sár í miðbæjarkvosinni miðri og ég vil að við fyllum það af sultu.Linar pulsur, harðar pulsur Gleymið Laugardalslauginni og stemningunni þar. Gleymið Vesturbæjarlauginni með öllum sínum sánum. Gleymið hipsteraðri Sundhöllinni og GusGus myndböndunum. Það er komið að flaggskipinu. Miðbæjarsultunni. Lækjartorgslaug. Þar er djammið. Þar er stemningin. Þar mun súrsunin fara fram. Í Reykjavík miðri verður hyldjúpur rjúkandi drullupyttur með brennisteinslyktandi hveravatni og stöku opinni skólplögn. Lækjartorgslaug. Dembum þessu öllu ofan í. Made-in-China lundaböngsunum, Farmers Market poncho-unum, pulsusinnepinu, ósíuðum micro-brewery miðinum að ógleymdum loðnum túristunum og úlpum þeirra. Það er nóg pláss fyrir þetta allt. Þarna munu fljóta hlið við hlið beinstífar klofpulsur steggjunartúrista frá Boston í bland við hálfsoðnar pylsur frá Bæjarins bestu. Það vilja allir djamm og hvað er djamm annað en sulta? Drekka bjór og annan bjór og annan bjór. Nudda sér upp við fólk undir dunandi tónlist gerðum af sænskum graðnöglum þar til kvöldið endar í gufubaðshita og líkamsvessa-skvamphljóðum eða uppgjafapulsu og remólaðisleikingum. Lækjartorgslaugin með sínum þykku og lyktarmiklu gufustrókum verður allt þetta í einni ferð. Djamm ársins. Djamm allrar veraldar. Jól djammanna. Er það ekki hápunkturinn að sultast í súlfat-ríku pulsuhveravatni með andlitið ofan í handarkrika næsta manns, hashtaggaður á toppi veraldarinnar í tengingu við álfa og norðurljós, súrsaður ofan í sultukrukku? Þýðir djamm ekki annars sulta á tungumálinu sem við tölum öll? Djamm. Jam. Sulta.Gamla góða kássan Þetta er allt sulta. Að ferðast. Troða sér í check-in, troða sér í flugvél, troða sér í raðir til að upplifa bestu pulsu og besta bjór í heimi og troða svo snjallsíma á selfie-stöng og þröngva henni upp fyrir mannhrúguna og brosa með móðugum gleraugum. Troða svo upplifun sinni upp á alla aðra í gegnum smekklegt hashtag. Þetta er sultugerð og allir eru þátttakendur hvort sem þeir eru túristar eða annars konar totaotarar. Fjörutíu þúsund króna innkaupakarfa og ítroðsla með viðkomu á Instagram. Samt er þetta bara gamla góða kássan þegar það blandast magasýrunum. Fimm tíma eldaður gúllas. Einföld upptaka næringar og upplifunar. Sjáumst í sundi. 66 gráðu stím-heitu sundinu. Sjáumst á svamlinu, innan um rassahár og fallna byggingarkrana. Ég lauma ausu ofan í gufumettaða Lækjartorgs-sultuna og sötra á hræru gerðri úr baki á Spánverja og ófilteruðum þorrablóts-Kalda sem bragðast eins og tunga á manni sem sofnaði áfengisdauða eftir að hafa sleikt remólaði af vaxbornu pulsubréfi. Ég rifja upp heilræði móður minnar. Þegar fingurnir eru farnir að krumpast er kominn tími til að fara upp úr. #MyStopOver. #TakkÓli. #ÚtmeðalltsamanEinarÁskell.Pistillinn birtst fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun