Ef þú spilar hafnabolta í Japan þá geturðu fengið margt annað en peninga í laun.
Það fékk Bandaríkjamaðurinn Brandon Laird að reyna í leik þar í landi á dögunum. Laird er fyrrum leikmaður í MLB-deildinni í Bandaríkjunum.
Laird sló boltann út fyrir völlinn í leik síns liðs, Nippon Ham Fighters, og það sem meira er þá endaði boltinn á auglýsingaskilti frá Kirin bjórframleiðandanum.
Það þýddi að hann vann sér inn 1,2 milljónir króna og ársbirgðir af bjór frá Kirin.
Japaninn hefur þann háttinn á að auglýsingaskiltin, sem geta orðið i vegi bolta sem er að skila heimahafnarhlaupi, þýða að þú færð vinning frá þeim ef þú hittir skiltin.
Laird hitti bjórskiltið og getur því boðið félögunum í frían bjór næsta árið.
Hafnaboltaleikmaður vann ársbirgðir af bjór
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti


