Með brúnkurnar á heilanum Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 9. desember 2016 13:30 Ella Mills. Mynd/SOPHIA SPRING Ella Mills hefur verið áberandi á sviði matargerðar í Bretlandi að undanförnu. Hún hóf feril sinn sem matarbloggari árið 2012 þegar hún ákvað að skipta alveg yfir í glúten- og mjólkurlaust jurtafæði eftir að hafa skyndilega veikst. Tveimur árum síðar var hún einkennalaus og hefur hún síðan þá leiðbeint öðrum varðandi mataræði í gegnum bloggið sitt og matreiðslubækurnar sem hún hefur skrifað. Bloggið fær yfir fimm milljón heimsóknir á mánuði og tæplega milljón manns fylgja henni á Instagram. Ella segir að bloggið hafi í upphafi aðeins átt að vera henni hvatning til þess að læra að búa til góðan mat úr náttúrulegum hráefnum. Hún hafi ekki átt von á þeim viðbrögðum og athygli sem bloggið fékk. „Tilgangurinn með blogginu var alls ekki sá að búa til fyrirtæki eða gera mig að þekktri persónu, það var einfaldlega persónuleg skráning á minni vegferð. Þegar ég byrjaði með bloggið voru þetta bara við mamma og nokkrir aðrir yndislegir lesendur sem lásu það, mér datt ekki í hug að þetta myndi vekja svo mikla athygli og ég er svo þakklát fyrir þetta samfélag sem ég get bæði miðlað til og lært af.“ Ella hefur síðan gefið út bækur, opnað veitingastaði, framleitt vörur undir eigin nafni, auk þess sem Neal's Yard Remedies hefur hafið framleiðslu á kremum frá Ellu, en fyrirtækið sérhæfir sig í lífrænum náttúrulegum snyrtivörum. Hráu brúnkurnar hennar Ellu eru gómsætar og þær er auðvelt að búa til enda innihalda þær aðeins þrjú hráefni. MYND/CLAIRE WINFIELD Nýlega kom út matreiðslubókin Ómótstæðileg Ella í íslenskri þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur en hún er fyrsta bók Ellu Mills og kom út 2015. Bókin hefur að geyma yfir hundrað jurtafæðisuppskriftir, glúten- og mjólkurlausar og má þar meðal annars finna uppskrift að gómsætum hrábrúnkum frá Ellu.Slá á sykurlöngunElla segir að brúnkurnar hafi komið til vegna þess að hún átti í verulegum vandræðum með að kljást við sykurþörfina þegar hún breytti mataræði sínu. Vinkona hennar benti henni þá á Medjool-döðlurnar sem hún taldi að myndu hjálpa Ellu. „Ég var mjög óviss með þær í byrjun og gerði ráð fyrir að þessar brúnu, klístruðu klessur myndu aldrei koma í stað Haribo-nammisins sem ég elska en þær komu mér skemmtilega á óvart. Þær slógu hins vegar ekki á súkkulaðilöngunina þannig að ég setti hnetur í miðju döðlunnar, þar sem steinninn er, og velti þeim upp úr kakói. Eftir að hafa gert það nokkrum sinnum datt mér í hug að blanda þessu þrennu saman í matvinnsluvél – og „voilà“, hráu brúnkurnar urðu til.“ Hráu brúnkurnar hjálpa Ellu virkilega við að stjórna sykurlönguninni sem á það til að hellast yfir hana. „Brúnkurnar voru fyrsta bloggfærslan mín og fyrsta vel heppnaða tilraunin mín til að búa til sætan, ljúffengan og hollan eftirrétt. Ég er enn þá með þær á heilanum þremur árum síðar, því þær eru svo dísætar og gómsætar, og ég verð að viðurkenna að ég borða venjulega að minnsta kosti helminginn af blöndunni beint upp úr matvinnsluvélinni. Þær eru einfaldar og fljótlegar þar sem í þeim er bara þrenns konar hráefni, sem er meiriháttar,“ segir Ella brosandi. Hráar brúnkur (10 til 15 stykki) 1 stór bolli pekanhnetur (140 g) 2 stórir bollar Medjool döðlur (400 g), steinlausar 3 msk. hrátt kakóduft 3 msk. hlynsíróp (valfrjálst) Malið pekanhnetur vel í matvinnsluvél, bætið svo út í döðlum, kakódufti og hlynsírópi, ef þið notið það, og blandið aftur. Þegar blandan er orðin mjög klístruð setjið þið hana í ofnskúffu. Frystið brúnkurnar í klukkustund til að láta þær taka sig og geymið þær síðan í ísskáp. Gott ráð: Ef þið eigið ekki pekanhnetur virka möndlur mjög vel líka, og ef þið hafið ofnæmi fyrir hnetum getið þið notað sólblómafræ í staðinn. Það er algerlega valfrjálst að nota sætuefni í þessari uppskrift og ef þið kjósið heldur að nota hunang eða agavesíróp í staðinn fyrir hlynsíróp er það líka gott. Eftirréttir Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið
Ella Mills hefur verið áberandi á sviði matargerðar í Bretlandi að undanförnu. Hún hóf feril sinn sem matarbloggari árið 2012 þegar hún ákvað að skipta alveg yfir í glúten- og mjólkurlaust jurtafæði eftir að hafa skyndilega veikst. Tveimur árum síðar var hún einkennalaus og hefur hún síðan þá leiðbeint öðrum varðandi mataræði í gegnum bloggið sitt og matreiðslubækurnar sem hún hefur skrifað. Bloggið fær yfir fimm milljón heimsóknir á mánuði og tæplega milljón manns fylgja henni á Instagram. Ella segir að bloggið hafi í upphafi aðeins átt að vera henni hvatning til þess að læra að búa til góðan mat úr náttúrulegum hráefnum. Hún hafi ekki átt von á þeim viðbrögðum og athygli sem bloggið fékk. „Tilgangurinn með blogginu var alls ekki sá að búa til fyrirtæki eða gera mig að þekktri persónu, það var einfaldlega persónuleg skráning á minni vegferð. Þegar ég byrjaði með bloggið voru þetta bara við mamma og nokkrir aðrir yndislegir lesendur sem lásu það, mér datt ekki í hug að þetta myndi vekja svo mikla athygli og ég er svo þakklát fyrir þetta samfélag sem ég get bæði miðlað til og lært af.“ Ella hefur síðan gefið út bækur, opnað veitingastaði, framleitt vörur undir eigin nafni, auk þess sem Neal's Yard Remedies hefur hafið framleiðslu á kremum frá Ellu, en fyrirtækið sérhæfir sig í lífrænum náttúrulegum snyrtivörum. Hráu brúnkurnar hennar Ellu eru gómsætar og þær er auðvelt að búa til enda innihalda þær aðeins þrjú hráefni. MYND/CLAIRE WINFIELD Nýlega kom út matreiðslubókin Ómótstæðileg Ella í íslenskri þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur en hún er fyrsta bók Ellu Mills og kom út 2015. Bókin hefur að geyma yfir hundrað jurtafæðisuppskriftir, glúten- og mjólkurlausar og má þar meðal annars finna uppskrift að gómsætum hrábrúnkum frá Ellu.Slá á sykurlöngunElla segir að brúnkurnar hafi komið til vegna þess að hún átti í verulegum vandræðum með að kljást við sykurþörfina þegar hún breytti mataræði sínu. Vinkona hennar benti henni þá á Medjool-döðlurnar sem hún taldi að myndu hjálpa Ellu. „Ég var mjög óviss með þær í byrjun og gerði ráð fyrir að þessar brúnu, klístruðu klessur myndu aldrei koma í stað Haribo-nammisins sem ég elska en þær komu mér skemmtilega á óvart. Þær slógu hins vegar ekki á súkkulaðilöngunina þannig að ég setti hnetur í miðju döðlunnar, þar sem steinninn er, og velti þeim upp úr kakói. Eftir að hafa gert það nokkrum sinnum datt mér í hug að blanda þessu þrennu saman í matvinnsluvél – og „voilà“, hráu brúnkurnar urðu til.“ Hráu brúnkurnar hjálpa Ellu virkilega við að stjórna sykurlönguninni sem á það til að hellast yfir hana. „Brúnkurnar voru fyrsta bloggfærslan mín og fyrsta vel heppnaða tilraunin mín til að búa til sætan, ljúffengan og hollan eftirrétt. Ég er enn þá með þær á heilanum þremur árum síðar, því þær eru svo dísætar og gómsætar, og ég verð að viðurkenna að ég borða venjulega að minnsta kosti helminginn af blöndunni beint upp úr matvinnsluvélinni. Þær eru einfaldar og fljótlegar þar sem í þeim er bara þrenns konar hráefni, sem er meiriháttar,“ segir Ella brosandi. Hráar brúnkur (10 til 15 stykki) 1 stór bolli pekanhnetur (140 g) 2 stórir bollar Medjool döðlur (400 g), steinlausar 3 msk. hrátt kakóduft 3 msk. hlynsíróp (valfrjálst) Malið pekanhnetur vel í matvinnsluvél, bætið svo út í döðlum, kakódufti og hlynsírópi, ef þið notið það, og blandið aftur. Þegar blandan er orðin mjög klístruð setjið þið hana í ofnskúffu. Frystið brúnkurnar í klukkustund til að láta þær taka sig og geymið þær síðan í ísskáp. Gott ráð: Ef þið eigið ekki pekanhnetur virka möndlur mjög vel líka, og ef þið hafið ofnæmi fyrir hnetum getið þið notað sólblómafræ í staðinn. Það er algerlega valfrjálst að nota sætuefni í þessari uppskrift og ef þið kjósið heldur að nota hunang eða agavesíróp í staðinn fyrir hlynsíróp er það líka gott.
Eftirréttir Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið