Bíó og sjónvarp

Mun Fjallið drepa Conor McGregor?

Samúel Karl Ólason skrifar
Conor McGregor og Hafþór Júlíus Björnsson.
Conor McGregor og Hafþór Júlíus Björnsson. Vísir/Getty/HBO
Nú liggur fyrir að bardagakappinn Conor McGregor mun fá lítið hlutverk í annarri af síðustu tveimur þáttaröðum Game of Thrones. Vangaveltur hafa verið uppi um komandi leikferil McGregor en það hefur nú verið staðfest. Það sem ekki liggur fyrir er hvaða hlutverk hann muni leika og hvað hann muni gera. 

Einhverjir eru þó sannfærðir um að hlutverk hans verði að deyja og það verði Fjallið, sem Hafþór Júlíus Björnsson leikur, sem muni drepa hann. Hver veit, kannski verður McGregor sá sem drepur fjallið, aftur. Það er þó ljóst að ef svo yrði myndu margir aðdáendur GOT missa vitið af reiði. #CleganeBowl

Myndband af þeim Conor og Hafþóri að berjast fór eins og eldur um sinu á internetinu í fyrra og því þykir ekkert ólíklegt að HBO sé tilbúið til að endurtaka leikinn. Við höldum í vonina og bíðum og sjáum.

Hér má sjá myndbandið af „bardaga“ Conor og Hafþórs.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.