Sport

Átta beinar útsendingar frá Ríó

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Neymar og nokkrir samherjar hans í brasilíska Ólympíulandsliðinu í knattspyrnu.
Neymar og nokkrir samherjar hans í brasilíska Ólympíulandsliðinu í knattspyrnu. Vísir/Getty
Í dag hefst keppni í knattspyrnu karla á Ólympíuleikunum í Ríó og verða allir leikirnir sýndir beint á Stöð 2 Sport og hliðarrásum.

Alls fara átta leikir fram í dag en sá fyrsti er á milli Íraks og Danmerkur og hefst klukkan 16.00. Neymar og heimamenn í Brasilíu mæta svo Suður-Afríkumönnum klukkan 19.00 í kvöld en öll þessi lið leika í A-riðli.

Keppt er í fjórum riðlum á Ólympíuleikunum og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram í fjórðungsúrslitin.

Liðin eru skipuð leikmönnum sem eru 23 ára og yngri (fæddir 1. janúar 1993 eða síðar) en hverju liði er heimilt að vera með þrjá eldri leikmenn í liði sínu.

Sýnt verður einnig frá körfubolta og golfi á Stöð 2 Sport og Golfstöðinni en þá verður einnig mikið sýnt frá leikunum á íþróttavef Vísis. Bein útsending verður frá setningarathöfninni í Ríó annað kvöld á Vísi.

Leikir dagsins:

16.00 Írak - Danmörk (Sport)

18.00 Hondúras - Alsír (Sport 2)

19.00 Brasilía - Suður-Afríka (Sport 3)

20.00 Mexíkó - Þýskaland (Sport 2)

21.00 Portúgal - Argentína (Sport 5)

22.00 Svíþjóð - Kólumbía (Sport 3)

23.00 Fiji - Suður-Kórea (Sport 2)

01.00 Nígería - Japan (Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×