Tugir hunda heimsækja fólk á heimili og stofnanir Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. nóvember 2016 10:00 Rósa Björg fór með hundinn sinn á Hrafnistu í Hafnarfirði á föstudaginn. Þar hittu þau Ruth Ragnarsdóttur. vísir/eyþór Rauði krossinn í Kópavogi er með námskeið fyrir Heimsóknarvini með hund í dag. Heimsóknarvinir Rauða krossins eru sjálfboðaliðar, sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur til dæis verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Þegar heimsóknarvinur er með hund er hundurinn í aðalhlutverki. „Þetta hefur komið mjög vel út og er mjög mikil ánægja með þetta verkefni. Það er alltaf að bætast við hjá okkur þannig að það eru heimsóknir í hverju einustu viku,“ segir Aðalheiður Jónsdóttir hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Aðalheiður segir verkefnið heimsóknarvinur með hund vera um það bil tíu ára gamalt. Á landsvísu er í dag 51 sjálfboðaliði með hund sem tekur þátt í verkefninu. Aðalheiður segir hópinn vera mjög fjölbreyttan. „Þetta eru allar stærðir og gerðir af hundum og alls konar fólk og eigendur að hundunum. Þeir heimsækja líka ofboðslega fjölbreytta flóru. Þeir heimsækja bæði Rjóðrið, sem er heimili fyrir langveik börn og heimsækja einstaklinga á öllum aldri. Svo erum við með fólk sem er að heimsækja fólk á dvalarheimilum og stofnunum. Þetta eru mjög fjölbreytt verkefni sem við erum að sinna.“ Aðalheiður bendir á rannsóknir sem hafa sýnt að það hjálpi oft fólki að umgangast dýr. Til dæmis hafi sést merkjanleg áhrif hjá fólki sem byrjað er að fá heilabilun. „Fólk virðist oft ná betur til dýra en til annars fólks,“ segir Aðalheiður og bendir á að tengslin milli manna og dýra geti verið mjög ólík tengslum fólks við annað fólk. Rauði krossinn í Kópavogi heldur utan um verkefnið Heimsóknarvinir með hund á landsvísu. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta skráð sig þar eða haft samband á netfangið kopavogur@redcross.is.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Sjá meira
Rauði krossinn í Kópavogi er með námskeið fyrir Heimsóknarvini með hund í dag. Heimsóknarvinir Rauða krossins eru sjálfboðaliðar, sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur til dæis verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Þegar heimsóknarvinur er með hund er hundurinn í aðalhlutverki. „Þetta hefur komið mjög vel út og er mjög mikil ánægja með þetta verkefni. Það er alltaf að bætast við hjá okkur þannig að það eru heimsóknir í hverju einustu viku,“ segir Aðalheiður Jónsdóttir hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Aðalheiður segir verkefnið heimsóknarvinur með hund vera um það bil tíu ára gamalt. Á landsvísu er í dag 51 sjálfboðaliði með hund sem tekur þátt í verkefninu. Aðalheiður segir hópinn vera mjög fjölbreyttan. „Þetta eru allar stærðir og gerðir af hundum og alls konar fólk og eigendur að hundunum. Þeir heimsækja líka ofboðslega fjölbreytta flóru. Þeir heimsækja bæði Rjóðrið, sem er heimili fyrir langveik börn og heimsækja einstaklinga á öllum aldri. Svo erum við með fólk sem er að heimsækja fólk á dvalarheimilum og stofnunum. Þetta eru mjög fjölbreytt verkefni sem við erum að sinna.“ Aðalheiður bendir á rannsóknir sem hafa sýnt að það hjálpi oft fólki að umgangast dýr. Til dæmis hafi sést merkjanleg áhrif hjá fólki sem byrjað er að fá heilabilun. „Fólk virðist oft ná betur til dýra en til annars fólks,“ segir Aðalheiður og bendir á að tengslin milli manna og dýra geti verið mjög ólík tengslum fólks við annað fólk. Rauði krossinn í Kópavogi heldur utan um verkefnið Heimsóknarvinir með hund á landsvísu. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta skráð sig þar eða haft samband á netfangið kopavogur@redcross.is.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp