Handbolti

Garðar tryggði Stjörnunni stig gegn FH | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Rafn Eiðsson reynir skot að marki Stjörnunnar.
Einar Rafn Eiðsson reynir skot að marki Stjörnunnar. vísir/anton
Garðar B. Sigurjónsson tryggði Stjörnunni annað stigið gegn FH í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Garðar jafnaði metin í 22-22 með skoti beint úr aukaskasti á lokasekúndunum.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í TM-höllinni í Garðabænum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.

FH var með yfirhöndina framan af en Stjarnan var aldrei langt undan. Fimleikafélagið leiddi með einu marki í hálfleik, 10-11. Seinni hálfleikurinn var gríðarlega spennandi og jafntefli varð á endanum niðurstaðan eins og áður sagði.

Stjörnumenn eru enn í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar, nú með níu stig. FH situr í því fimmta með 11 stig.

Guðmundur Sigurður Guðmundsson var markahæstur í liði Stjörnunnar með sex mörk en Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði átta mörk fyrir FH.

Mörk Stjörnunnar:

Guðmundur Sigurður Guðmundsson 6, Garðar B. Sigurjónsson 3/1, Stefán Darri Þórsson 3, Ari Magnús Þorgeirsson 3, Starri Friðriksson 2, Eyþór Már Magnússon 1, Sverrir Eyjólfsson 1, Hjálmtýr Alfreðsson 1, Ari Pétursson 1, Andri Hjartar Grétarsson 1.

Mörk FH:

Óðinn Þór Ríkharðsson 8, Einar Rafn Eiðsson 5/1, Jóhann Karl Reynisson 5, Ísak Rafnsson 2, Arnar Freyr Ársælsson 1, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×