Það er gefandi að starfa í þessum aldna helgidómi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2016 14:15 Laufey segir starf kirkjuhaldara í Dómkirkjunni það skemmtilegasta sem hún hafi unnið. Fréttablaðið/GVA Dómkirkjan á 220 ára vígsluafmæli á morgun og hefur fagnað því allan þennan mánuð. Við hátíðaguðsþjónustu klukkan 11 predikar sr. Þórir Stephensen þar og fyrrverandi prestar, þau sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, þjóna ásamt settum sóknarpresti, sr. Sveini Valgeirssyni. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar býður upp á messukaffi á eftir. Á mánudagskvöldið verður þar svo sálmasyrpa undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Laufey Böðvarsdóttir sem ólst upp á kirkjustaðnum Búrfelli í Grímsnesi sat í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í nokkur ár áður en hún gerðist þar kirkjuhaldari. Hún segir gefandi og skemmtilegt að starfa í þessum aldna og fagra helgidómi. En hvert er hlutverk kirkjuhaldara? „Ég sé um það veraldlega en prestarnir það andlega,“ útskýrir hún. „Er með fjármálin á minni könnu og sé um viðhald kirkjunnar og safnaðarheimilisins, hvort tveggja eru merkilegar byggingar og ég fæ fagmenn í viðgerðir. Það reynir á að allt gangi upp, hér eru útvarpsupptökur, prestsvígslur og prósessíur. Þetta er höfuðkirkjan og hún þarf að halda í sínar gömlu, góðu hefðir. Svo er ég með prestunum að skipuleggja starfið, þannig að þetta er mjög fjölbreytt vinna og sú skemmtilegasta sem ég hef unnið.“ Laufey segir úrvals starfsfólk í Dómkirkjunni, bæði lært og leikt. „Hér er einhuga og góð sóknarnefnd og fórnfúsir sjálfboðaliðar af báðum kynjum sem leggjast á eitt við að efla safnaðarstarfið.“ Hún nefnir sem dæmi Kirkjunefnd kvenna í Dómkirkjunni sem var stofnuð 1930 og hefur í áranna rás „lagt til ófá handtök, öll unnin af kærleika“, eins og hún orðar það. Getur þess líka að konur sem ekki séu í nefndinni komi færandi hendi þegar messukaffi er á borð borið. Saga Dómkirkjunnar er Laufeyju hugleikin. „Þetta hús geymir mikla sögu, bæði í gleði og sorg og mér finnst mikilvægt að hún gleymist ekki. Slökkvilið borgarinnar hafði til dæmis aðsetur í skrúðhúsinu í áratugi og því héldum við slökkviliðsmessu um daginn. Starfsmenn liðsins lásu ritningarlestra, þetta var mjög falleg stund.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október 2016. Lífið Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Dómkirkjan á 220 ára vígsluafmæli á morgun og hefur fagnað því allan þennan mánuð. Við hátíðaguðsþjónustu klukkan 11 predikar sr. Þórir Stephensen þar og fyrrverandi prestar, þau sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, þjóna ásamt settum sóknarpresti, sr. Sveini Valgeirssyni. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar býður upp á messukaffi á eftir. Á mánudagskvöldið verður þar svo sálmasyrpa undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Laufey Böðvarsdóttir sem ólst upp á kirkjustaðnum Búrfelli í Grímsnesi sat í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í nokkur ár áður en hún gerðist þar kirkjuhaldari. Hún segir gefandi og skemmtilegt að starfa í þessum aldna og fagra helgidómi. En hvert er hlutverk kirkjuhaldara? „Ég sé um það veraldlega en prestarnir það andlega,“ útskýrir hún. „Er með fjármálin á minni könnu og sé um viðhald kirkjunnar og safnaðarheimilisins, hvort tveggja eru merkilegar byggingar og ég fæ fagmenn í viðgerðir. Það reynir á að allt gangi upp, hér eru útvarpsupptökur, prestsvígslur og prósessíur. Þetta er höfuðkirkjan og hún þarf að halda í sínar gömlu, góðu hefðir. Svo er ég með prestunum að skipuleggja starfið, þannig að þetta er mjög fjölbreytt vinna og sú skemmtilegasta sem ég hef unnið.“ Laufey segir úrvals starfsfólk í Dómkirkjunni, bæði lært og leikt. „Hér er einhuga og góð sóknarnefnd og fórnfúsir sjálfboðaliðar af báðum kynjum sem leggjast á eitt við að efla safnaðarstarfið.“ Hún nefnir sem dæmi Kirkjunefnd kvenna í Dómkirkjunni sem var stofnuð 1930 og hefur í áranna rás „lagt til ófá handtök, öll unnin af kærleika“, eins og hún orðar það. Getur þess líka að konur sem ekki séu í nefndinni komi færandi hendi þegar messukaffi er á borð borið. Saga Dómkirkjunnar er Laufeyju hugleikin. „Þetta hús geymir mikla sögu, bæði í gleði og sorg og mér finnst mikilvægt að hún gleymist ekki. Slökkvilið borgarinnar hafði til dæmis aðsetur í skrúðhúsinu í áratugi og því héldum við slökkviliðsmessu um daginn. Starfsmenn liðsins lásu ritningarlestra, þetta var mjög falleg stund.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október 2016.
Lífið Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira