Lífið

Flaug á tré á 140 kílómetra hraða

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Ofurhuginn Eric Dossantos komst í hann krappann Í Frakklandi um síðustu mánaðamót. Þá stökk Eric af háu fjalli klæddur svifgalla og sveif hann niður fjallið á miklum hraða. Hann gerði þó mistök og missti of mikla hæð svo hann lenti á trjám.

Vinur hans, sem hefur stofnað til hópsöfnunar segir að Eric hafi verið á um 140 kílómetra hraða þegar hann lenti á trénu og á einhvern merkilegan hátt lifði hann slysið af.

Við myndbandið sjálft á Vimeo segir Eric að hann trúi ekki að hann sé á lífi. Hann vaknaði á sjúkrahúsi í Frakklandi og hafði ekki hugmynd um hvernig hann komst þangað.

Hraðari útgáfa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×