Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Stjarnan 51-110 | Aftaka í Hólminum Arnór Óskarsson í Fjárhúsinu skrifar 3. nóvember 2016 22:45 Hlynur sneri aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld. vísir/ernir Stjarnan sigraði Snæfell með miklum yfirbuðum, 51-110, í fimmtu umferð Domino’s deildarinnar í Stykkishólmi í kvöld. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun heimarmanna varð strax undir lok fyrsta leikhluta ljóst að erfitt yrði fyrir Hólmara að verja heimavöllinn að þessu sinni. Stjörnumenn voru mun betri aðilinn og gátu stjórnað leiknum eftir eigin hentusemi á meðan ráðalausir Snæfellingar reyndu að bjarga því sem hægt var að bjarga. Eftir að Snæfell missti Sefton Barrett útaf vellinum með fimm villur í öðrum leikhluta varð hrun í leik heimamanna og einungis spurning um hversu stórt tapið yrði. Leikurinn hófst þrátt fyrir allt á rólegum nótum en bæði lið áttu í erfiðleikum með að hitta. Svo lengi að áhorfendur byrjuðu að kalla eftir stigum. Þau fyrstu komu eftir um þrjár mínútur. Stjörnumenn virtust ekki með hugann við leikinn sem heimamenn nýttu og náðu mest sex stiga forystu. Stjörnumenn töpuðu mörgum boltum í upphafi leiksins en komust hægt og rólega á skrið og juku pressuna á heimamennina sem virtust vera í þann mund að missa alla einbeitingu. Þegar Barrett fékk sína fimmtu villu fyrir að gagnrýna dómara leiksins var ljóst í hvað stefndi. Stjarnan hélt áfram að skora jafnt og þétt þangað til að leiktíminn rann út og burst í Hólminum staðreynd. Snæfellingar hafa því tapað öllum leikjum sínum í deildinni til þessa en Stjarnan trónir á toppnum með fullt hús stiga. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan er með sterka, reynda og fjölhæfa leikmenn innanborðs sem berjast á öllum vígstöðum vallarins. Þrátt fyrir smá kæruleysi á köflum virðist kjarni liðsins ávallt tilbúinn til að stíga upp þegar á reyndi. Þegar Snæfell missti sinn besta leikmann út af í fyrri hálfleik var ekki að spyrja að niðurstöðunni.Bestu menn vallarins Eysteinn Bjarni Ævarsson spilaði sinn besta leik fyrir Stjörnuna í vetur og var stigahæstur með fjórtán stig í jöfnu liði Stjörnunnar. Þá breyttist margt til hins vetra með innkomu Justin Shouse, þó aðallega sóknarleikurinn. Strax í fyrstu sókninni sinni skoraði Shouse góða þriggja stiga körfu og kveikti á sóknarleik Stjörnunar.Tölfræðin sem vakti athygli Stjörnumenn nýttu meira en helming þriggja stiga skota sinna og höfðu einnig mikla yfirburði í frákastabaráttunni, 34-18. Þá hlýtur það einnig að teljast jákvætt fyrir Hrafn Kristjánsson, þjálfara Stjörnunnar að stigaskor dreifðist mjög vel á leikmenn hans en alls voru átta leikmenn Stjörnunnar með tíu stig eða meira í leiknum. Bæði lið voru þó nokkuð óöguð í sínum leik sem sést einna best á því að tapaðir boltar í leiknum voru alls 45 - 23 hjá Snæfelli og 22 hjá Stjörnunni.Hvað gekk illa? Snæfellingar voru pirraðir í þessum leik og það bitnaði sárlega á þeim. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fékk dæmda á sig tæknivillu snemma leiks og í framhaldi af því jókst pirringur heimamanna enn frekar. Sefton Barret fékk loks dæmda á sig tæknivillu eftir að hann gagnrýndi dómaran og var þar með kominn með fimm villur. Eftir það litu Stjörnumenn ekki um öxl og unnu afar öruggan sigur.Snæfell-Stjarnan 51-110 (16-19, 8-29, 17-32, 10-30) Snæfell: Viktor Marínó Alexandersson 12, Andrée Fares Michelsson 9, Sefton Barrett 9/7 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6/4 fráköst, Maciej Klimaszewski 6, Árni Elmar Hrafnsson 4, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2/4 fráköst, Aron Ingi Hinriksson 2, Rúnar Þór Ragnarsson 1. Stjarnan: Eysteinn Bjarni Ævarsson 14/4 fráköst, Devon Andre Austin 13/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 13, Magnús Bjarki Guðmundsson 12/8 fráköst, Justin Shouse 12, Hlynur Elías Bæringsson 12/8 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 11/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 10, Tómas Heiðar Tómasson 7, Brynjar Magnús Friðriksson 6/5 fráköst.Hrafn: margt sem fór ekki eftir óskum „Við byrjuðum enn einn leikinn mjög illa og misstum marga bolta í upphafi. Eitthvað af því var vegna þess hversu sterkir Snæfell komu inn en mér fannst við að mestu leiti gera okkur seka um grundvallarmistök,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunar, eftir sigurinn í kvöld. Stjörnumenn komust þó í gang þegar fór að líða undir lok fyrsta leikhluta og virðist það ekki hafa komið Hrafni á óvart. „Eins og við mátti búast unnum við okkur inn í leikinn aftur undir lok fyrsta leikhluta.“ Stjörnumenn voru meðvitaðir um eðli leiksins í kvöld en að mati Hrafns geta lið sem eru í sambærilegri stöðu og Snæfell verið hættuleg, einkum vegna vanmats og kæruleysis. „Við töluðum um að lið sem eru með þetta hæfileikaríka leikmenn, leikmenn á borð við Sefton Barrett, og koma pressulaus inn í leik og ætla sér að bæta sig á tímabilinu eru hættuleg lið. Þegar þeim fer að líða vel og komast í takt við leikinn þá geta svona lið orðið erfið viðureignar.“ Hrafn var að vonum sáttur með stigin tvö í kvöld. Jafnframt nefndi hann mikilvægi þess að allir fengu að spreyta sig og að efla þyrfti leikmenn á borð við Eystein Bjarna Ævarsson fyrir komandi átök. „Ég er ánægður hversu margir fengu að spreyta sig og glaður að sjá Eystein vera stigahæstan með 14 stig. Það er mikilvægt fyrir okkur að koma honum svolítið í gang því þetta er gæðaleikmaður sem spilaði frábærlega á undirbúningstímabilinu en hefur byrjað hægt. Vonandi er þetta fyrirheit um hvað koma skal.“ Marvin Valdimarssonar var ekki í leikmannahóp Stjörnunar í kvöld vegna meiðsla. Óljóst er hvort hann komi til með að taka þátt í bikarleiknum á sunnudaginn. „Þetta er nettur ökklasnúningur og ég myndi ekki setja pening á að hann spili bikarleikinn. En mér finnst hann vera líklegur í næsta leik í deildinni á móti Þór [Þorlákshöfn],“ sagði Hrafn að lokum.Ingi: við misstum hausin útaf utanaðkomandi aðstæðum „Við vorum að berjast og djöflast og svo misstum við hausin út af utanaðkomandi aðstæðum,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, svekktur eftir tapið í kvöld. Ingi Þór var ósáttur við frammistöðu byrjunarliðsins og þeim sem koma fyrstir inn á af bekknum. Hann hefði viljað sjá betri frammistöðu á heimavelli. „Sóknarleikurinn fór út um gluggann og Stjarnan er allt of gott lið til þess að við höfum efni á því að slaka eitthvað á eða fara að tapa boltanum eða hvað það var sem við vorum að gera.“ „Ég hefði viljað fá betri frammistöðu frá þeim sem eru í byrjunarliðinu og þeim sem koma fyrstir inn á af bekknum. Og á heimavelli vil ég fá betri frammistöðu. Við vorum að þröngva boltanum of mikið inn í og þeir refsuðu okkur bara mjög grimmilega.“ Snæfell missti Sefton Barrett af velli með fimm villur í lok fyrri hálfleiks og segir Ingi Þór að það hafi verið erfitt að bæta fyrir þann missi. „Hann er okkur það mikilvægur að frammistaða annara leikmanna getur ekki vegið það upp.“ Ingi þór var þó ánægður með hvernig hans menn byrjuðu leikinn í kvöld. „Ég er ánægður með hvernig við byrjum leikinn. Stjörnumenn mættu mjög áhugalausir finnst mér og að hugsa meira um bikarleikinn um næstu helgi. Þeir voru á hálfu tempói. Og við nýtum okkur það ekki alveg nógu vel. Leiðum hérna samt lunga úr fyrsta leikhlutaog það eru mjög ungir menn að fá tækifæri að spila á móti mjög góðu liði.“Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Stjarnan sigraði Snæfell með miklum yfirbuðum, 51-110, í fimmtu umferð Domino’s deildarinnar í Stykkishólmi í kvöld. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun heimarmanna varð strax undir lok fyrsta leikhluta ljóst að erfitt yrði fyrir Hólmara að verja heimavöllinn að þessu sinni. Stjörnumenn voru mun betri aðilinn og gátu stjórnað leiknum eftir eigin hentusemi á meðan ráðalausir Snæfellingar reyndu að bjarga því sem hægt var að bjarga. Eftir að Snæfell missti Sefton Barrett útaf vellinum með fimm villur í öðrum leikhluta varð hrun í leik heimamanna og einungis spurning um hversu stórt tapið yrði. Leikurinn hófst þrátt fyrir allt á rólegum nótum en bæði lið áttu í erfiðleikum með að hitta. Svo lengi að áhorfendur byrjuðu að kalla eftir stigum. Þau fyrstu komu eftir um þrjár mínútur. Stjörnumenn virtust ekki með hugann við leikinn sem heimamenn nýttu og náðu mest sex stiga forystu. Stjörnumenn töpuðu mörgum boltum í upphafi leiksins en komust hægt og rólega á skrið og juku pressuna á heimamennina sem virtust vera í þann mund að missa alla einbeitingu. Þegar Barrett fékk sína fimmtu villu fyrir að gagnrýna dómara leiksins var ljóst í hvað stefndi. Stjarnan hélt áfram að skora jafnt og þétt þangað til að leiktíminn rann út og burst í Hólminum staðreynd. Snæfellingar hafa því tapað öllum leikjum sínum í deildinni til þessa en Stjarnan trónir á toppnum með fullt hús stiga. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan er með sterka, reynda og fjölhæfa leikmenn innanborðs sem berjast á öllum vígstöðum vallarins. Þrátt fyrir smá kæruleysi á köflum virðist kjarni liðsins ávallt tilbúinn til að stíga upp þegar á reyndi. Þegar Snæfell missti sinn besta leikmann út af í fyrri hálfleik var ekki að spyrja að niðurstöðunni.Bestu menn vallarins Eysteinn Bjarni Ævarsson spilaði sinn besta leik fyrir Stjörnuna í vetur og var stigahæstur með fjórtán stig í jöfnu liði Stjörnunnar. Þá breyttist margt til hins vetra með innkomu Justin Shouse, þó aðallega sóknarleikurinn. Strax í fyrstu sókninni sinni skoraði Shouse góða þriggja stiga körfu og kveikti á sóknarleik Stjörnunar.Tölfræðin sem vakti athygli Stjörnumenn nýttu meira en helming þriggja stiga skota sinna og höfðu einnig mikla yfirburði í frákastabaráttunni, 34-18. Þá hlýtur það einnig að teljast jákvætt fyrir Hrafn Kristjánsson, þjálfara Stjörnunnar að stigaskor dreifðist mjög vel á leikmenn hans en alls voru átta leikmenn Stjörnunnar með tíu stig eða meira í leiknum. Bæði lið voru þó nokkuð óöguð í sínum leik sem sést einna best á því að tapaðir boltar í leiknum voru alls 45 - 23 hjá Snæfelli og 22 hjá Stjörnunni.Hvað gekk illa? Snæfellingar voru pirraðir í þessum leik og það bitnaði sárlega á þeim. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fékk dæmda á sig tæknivillu snemma leiks og í framhaldi af því jókst pirringur heimamanna enn frekar. Sefton Barret fékk loks dæmda á sig tæknivillu eftir að hann gagnrýndi dómaran og var þar með kominn með fimm villur. Eftir það litu Stjörnumenn ekki um öxl og unnu afar öruggan sigur.Snæfell-Stjarnan 51-110 (16-19, 8-29, 17-32, 10-30) Snæfell: Viktor Marínó Alexandersson 12, Andrée Fares Michelsson 9, Sefton Barrett 9/7 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6/4 fráköst, Maciej Klimaszewski 6, Árni Elmar Hrafnsson 4, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2/4 fráköst, Aron Ingi Hinriksson 2, Rúnar Þór Ragnarsson 1. Stjarnan: Eysteinn Bjarni Ævarsson 14/4 fráköst, Devon Andre Austin 13/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 13, Magnús Bjarki Guðmundsson 12/8 fráköst, Justin Shouse 12, Hlynur Elías Bæringsson 12/8 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 11/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 10, Tómas Heiðar Tómasson 7, Brynjar Magnús Friðriksson 6/5 fráköst.Hrafn: margt sem fór ekki eftir óskum „Við byrjuðum enn einn leikinn mjög illa og misstum marga bolta í upphafi. Eitthvað af því var vegna þess hversu sterkir Snæfell komu inn en mér fannst við að mestu leiti gera okkur seka um grundvallarmistök,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunar, eftir sigurinn í kvöld. Stjörnumenn komust þó í gang þegar fór að líða undir lok fyrsta leikhluta og virðist það ekki hafa komið Hrafni á óvart. „Eins og við mátti búast unnum við okkur inn í leikinn aftur undir lok fyrsta leikhluta.“ Stjörnumenn voru meðvitaðir um eðli leiksins í kvöld en að mati Hrafns geta lið sem eru í sambærilegri stöðu og Snæfell verið hættuleg, einkum vegna vanmats og kæruleysis. „Við töluðum um að lið sem eru með þetta hæfileikaríka leikmenn, leikmenn á borð við Sefton Barrett, og koma pressulaus inn í leik og ætla sér að bæta sig á tímabilinu eru hættuleg lið. Þegar þeim fer að líða vel og komast í takt við leikinn þá geta svona lið orðið erfið viðureignar.“ Hrafn var að vonum sáttur með stigin tvö í kvöld. Jafnframt nefndi hann mikilvægi þess að allir fengu að spreyta sig og að efla þyrfti leikmenn á borð við Eystein Bjarna Ævarsson fyrir komandi átök. „Ég er ánægður hversu margir fengu að spreyta sig og glaður að sjá Eystein vera stigahæstan með 14 stig. Það er mikilvægt fyrir okkur að koma honum svolítið í gang því þetta er gæðaleikmaður sem spilaði frábærlega á undirbúningstímabilinu en hefur byrjað hægt. Vonandi er þetta fyrirheit um hvað koma skal.“ Marvin Valdimarssonar var ekki í leikmannahóp Stjörnunar í kvöld vegna meiðsla. Óljóst er hvort hann komi til með að taka þátt í bikarleiknum á sunnudaginn. „Þetta er nettur ökklasnúningur og ég myndi ekki setja pening á að hann spili bikarleikinn. En mér finnst hann vera líklegur í næsta leik í deildinni á móti Þór [Þorlákshöfn],“ sagði Hrafn að lokum.Ingi: við misstum hausin útaf utanaðkomandi aðstæðum „Við vorum að berjast og djöflast og svo misstum við hausin út af utanaðkomandi aðstæðum,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, svekktur eftir tapið í kvöld. Ingi Þór var ósáttur við frammistöðu byrjunarliðsins og þeim sem koma fyrstir inn á af bekknum. Hann hefði viljað sjá betri frammistöðu á heimavelli. „Sóknarleikurinn fór út um gluggann og Stjarnan er allt of gott lið til þess að við höfum efni á því að slaka eitthvað á eða fara að tapa boltanum eða hvað það var sem við vorum að gera.“ „Ég hefði viljað fá betri frammistöðu frá þeim sem eru í byrjunarliðinu og þeim sem koma fyrstir inn á af bekknum. Og á heimavelli vil ég fá betri frammistöðu. Við vorum að þröngva boltanum of mikið inn í og þeir refsuðu okkur bara mjög grimmilega.“ Snæfell missti Sefton Barrett af velli með fimm villur í lok fyrri hálfleiks og segir Ingi Þór að það hafi verið erfitt að bæta fyrir þann missi. „Hann er okkur það mikilvægur að frammistaða annara leikmanna getur ekki vegið það upp.“ Ingi þór var þó ánægður með hvernig hans menn byrjuðu leikinn í kvöld. „Ég er ánægður með hvernig við byrjum leikinn. Stjörnumenn mættu mjög áhugalausir finnst mér og að hugsa meira um bikarleikinn um næstu helgi. Þeir voru á hálfu tempói. Og við nýtum okkur það ekki alveg nógu vel. Leiðum hérna samt lunga úr fyrsta leikhlutaog það eru mjög ungir menn að fá tækifæri að spila á móti mjög góðu liði.“Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira