Forseti alþjóða ólympíunefndarinnar, Thomas Bach, ætlar ekki að mæta á Ólympímót fatlaðra en hann gæti þurft að fara því lögreglan í Brasilíu vill ræða við hann.
Ástæðan er mál Patrick Hickey, forseta evrópsku ólympíunefndarinnar, sem var handtekinn fyrir miðabrask á Ólympíuleikunum í síðasta mánuði.
Bach er ekki grunaður í málinu heldur þarf lögreglan að ræða við hann sem vitni.
Lögreglan hefur komist yfir tölvupóstsamskipti á milli Bach og Hickey. Þar þarf eitthvað skýra frekar fyrir yfirvöldum.
Hickey hafði til að mynda beðið um hundruð miða á setningarathöfnina, úrslitin í 100 metra hlaupinu og úrslitaleikinn í knattspyrnu. Hann ætlaði svo að græða á því að selja þessa miða en hann fékk 296 stykki.
Hickey er laus úr fangelsi, í bili, en þarf að vera í Brasilíu á meðan mál hans er tekið fyrir.
Lögreglan vill ræða við forseta alþjóða ólympíunefndarinnar

Tengdar fréttir

Formaður evrópsku ólympíunefndarinnar handtekinn
Er 71 árs og reyndi að stinga lögregluna af.