Laverne deildi þessu með aðdáendum sínum á Instagram en hún táraðist þegar hún sá að Beyoncé hafi kunnað að meta frammistöðu sína.
Í þáttunum Lip Sync Battle mætast tvær stjörnur í hverjum þætti og takast á við að mæma hin ýmsu lög. Laverne sló í gegn í sínum þætti. Hún er þekktust fyrir leik sinn í þáttaröðinni Orange is the New Black.
