Hönnunarmars: "90 sýningar sem eru hver annarri betri“ Ritstjórn skrifar 13. mars 2016 15:30 Glamour heldur áfram að taka púlsinn á HönnunarMars sem tekur enda í dag og heimsótti skemmtilega sýningu í Syrusson Hönnunarhús þar sem sjá má fjölbreytta hönnun. Á meðal sýnenda þar eru vöruhönnuðurnir Jón Helgi Hólmgeirsson og Theódóra Alfreðsdóttir sem Glamour tók tali. Theodóra Alfreðsdóttir.Theódóra Alfreðsdóttir - vöruhönnuður „HönnunarMars er ótrúlega merkilegt fyrirbæri, að þessi litla þjóð smelli upp 90 sýningum sem er hver annarri betri hlýtur að vera eitthverskonar met.”Hvað ert þú að sýna í ár? Ég er að sýna part af lokaverkefninu mínu úr Royal College of Art, sem er byggir á lítið flekktu mikilvægi steinefnisins Feldspar í okkar daglega nærumhverfi. Um 60% jarðskorpunnar er myndað af Feldspar, en það er einnig mikilvægt innihaldsefni í mörgum flekktum hlutum innan veggja heimilisins. From The Ground Up er matarstell fyrir tvo sem staflast upp og myndar tótem, þar sem hver hlutur og efni er dæmi um hvernig Feldspar kemur til sögu í hversdegi okkar, til að vekja okkur aðeins til umhugsunar um efnisheiminn í kring um okkur. Hvaða þýðingu hefur HönnunarMars fyrir þig? Ég verð að segja að mér finnst HönnunarMars ótrúlega merkilegt fyrirbæri, að þessi litla þjóð smelli upp 90 sýningum sem er hver annarri betri hlýtur að vera eitthverskonar met. Það er ótrúlega mikil gróska í íslenskri hönnun og mikill metnaður í fólki augljóslega, vörur og umgjörð sýninga er til fyrirmyndar og Hönnunarmiðstöð á innilegt hrós skilið fyrir alla þá vinnu sem þau leggja í þetta, sem sannarlega skilar sér. Í mínu tilfelli að vera þáttakandi gefur tækifæri til þess að hitta allskonar fólk og kanna viðbrögð við því sem ég er að sýna og sjá hvort það sé framleiðslugrundvöllur fyrir vörunum. Í mínum huga er hönnunarMars hátíð sem gefur hönnuðum kost á því að kynnast hver öðrum og deila ráðum, hugmyndum og skapa tengsl sín á milli ásamt því að koma sér á framfæri.Er þetta í fyrsta sinn sem þú sýnir?Já þetta er fyrsta skipti sem ég tek þátt í Hönnunarmars en ég hef alltaf fylgst vel með hátíðinni og vonast til að taka þátt í þeim sem koma skulu.Hvaða fleiri sýningum mælir þú með að kynna sér í dag?Ég er því miður ekki búin að ná að sjá of margar sjálf, en mæli með 1+1+1 í Spark og svo The Role of the hole sem Halla Hákonardóttir er með í Grýtunni. Jón Helgi Hólmgeirsson.Jón Helgi Hólmgeirsson - vöruhönnuður„Hönnunarmars er ákveðin uppskeruhátíð - virkar bæði sem spark í rassinn til að klára það sem maður er að vinna í svo maður geti tekið þátt og sýnt, en einnig sem innblástur - þar sem maður getur borið augu hvað allir hinir eru búnir að vera fást við bak við luktar dyr.“Hvað ert þú að sýna í ár?Hönnunarteymið Børk er að sýna nýjar týpur af pappírsljósaskerminum Kröflu í Sýrusson hönnunarhúsi í Síðumúla. Við erum þar að frumsýna nýja litaflóru og nýjar stærðir af skermunum sem og glænýja frumgerð af kolsvartri Kröflu í XXL stærð.Hvaða þýðingu hefur HönnunarMars fyrir þig?Hönnunarmars er ákveðin uppskeruhátíð - virkar bæði sem spark í rassinn til að klára það sem maður er að vinna í svo maður geti tekið þátt og sýnt, en einnig sem innblástur - þar sem maður getur borið augu hvað allir hinir eru búnir að vera fást við bak við luktar dyr. Svo er þetta lika einstaklega góð afsökun til að fagna með öllum hinum hönnuðunum.Er þetta í fyrsta sinn sem þú sýnir?Nei við tókum fyrst þátt árið 2014, einmitt með frumgerðir af Kröflu ljósinu sem og aðrar vörur sem við hönnuðum fyrir merkið Selected by Bility, koparljósið Eldleiftur og klukkuna Hringfara.Hvaða sýningum mælir þú með því að kynna sér í dag?Ég hef ekki náð að fara á margar vegna anna, en sýning sem ég get hiklaust mælt er Úr Viðjum Víðis eða Willow Project sem er rannsóknarverkefni sem að þriðja árið í vöruhönnun í LHÍ vann. Sú sýning er í Sjóminjasafninu. Fáránlega áhugaverð! Þátttakendur á sýningunni í Syrusson eru þau: María Rut Dýrfjörð, Helga Björg Jónasardóttir, Sandra Kristín Jóhannesdóttir, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, Herdís Björk Þórðadóttir, Reynir Syrusson, Þorleifur Gunnar Gíslason og Jón Helgi Hólmgeirsson, Litla trévinnustofan, Tryggvi Einarsson, Sigrún Shanko, Kristinsson, Margrét Oddný Leópoldsdóttir, Þuríður Ósk Smáradóttir, Hildur Harðardóttir, Theodóra Alfreðsdóttir, Hjartalag og Elín Guðmundsdóttir.Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og Glamour hvetur lesendur til þess að kynna sér þá spennandi viðburði sem í boði eru.Dagskrá hátíðarinnar í heild sinni má skoða á honnunarmars.isHönnun Theodóru. Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Pinterest spáir fyrir um trendin 2017 Glamour Fjölmenni í glæsilegu opnunarpartý Hrím Glamour Akkúrat opnar í miðbænum Glamour Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour Bakvið töldin í frægasta tískupartýi í heimi Glamour Stærsta leyndarmáli Beyoncé uppljóstrað? Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour
Glamour heldur áfram að taka púlsinn á HönnunarMars sem tekur enda í dag og heimsótti skemmtilega sýningu í Syrusson Hönnunarhús þar sem sjá má fjölbreytta hönnun. Á meðal sýnenda þar eru vöruhönnuðurnir Jón Helgi Hólmgeirsson og Theódóra Alfreðsdóttir sem Glamour tók tali. Theodóra Alfreðsdóttir.Theódóra Alfreðsdóttir - vöruhönnuður „HönnunarMars er ótrúlega merkilegt fyrirbæri, að þessi litla þjóð smelli upp 90 sýningum sem er hver annarri betri hlýtur að vera eitthverskonar met.”Hvað ert þú að sýna í ár? Ég er að sýna part af lokaverkefninu mínu úr Royal College of Art, sem er byggir á lítið flekktu mikilvægi steinefnisins Feldspar í okkar daglega nærumhverfi. Um 60% jarðskorpunnar er myndað af Feldspar, en það er einnig mikilvægt innihaldsefni í mörgum flekktum hlutum innan veggja heimilisins. From The Ground Up er matarstell fyrir tvo sem staflast upp og myndar tótem, þar sem hver hlutur og efni er dæmi um hvernig Feldspar kemur til sögu í hversdegi okkar, til að vekja okkur aðeins til umhugsunar um efnisheiminn í kring um okkur. Hvaða þýðingu hefur HönnunarMars fyrir þig? Ég verð að segja að mér finnst HönnunarMars ótrúlega merkilegt fyrirbæri, að þessi litla þjóð smelli upp 90 sýningum sem er hver annarri betri hlýtur að vera eitthverskonar met. Það er ótrúlega mikil gróska í íslenskri hönnun og mikill metnaður í fólki augljóslega, vörur og umgjörð sýninga er til fyrirmyndar og Hönnunarmiðstöð á innilegt hrós skilið fyrir alla þá vinnu sem þau leggja í þetta, sem sannarlega skilar sér. Í mínu tilfelli að vera þáttakandi gefur tækifæri til þess að hitta allskonar fólk og kanna viðbrögð við því sem ég er að sýna og sjá hvort það sé framleiðslugrundvöllur fyrir vörunum. Í mínum huga er hönnunarMars hátíð sem gefur hönnuðum kost á því að kynnast hver öðrum og deila ráðum, hugmyndum og skapa tengsl sín á milli ásamt því að koma sér á framfæri.Er þetta í fyrsta sinn sem þú sýnir?Já þetta er fyrsta skipti sem ég tek þátt í Hönnunarmars en ég hef alltaf fylgst vel með hátíðinni og vonast til að taka þátt í þeim sem koma skulu.Hvaða fleiri sýningum mælir þú með að kynna sér í dag?Ég er því miður ekki búin að ná að sjá of margar sjálf, en mæli með 1+1+1 í Spark og svo The Role of the hole sem Halla Hákonardóttir er með í Grýtunni. Jón Helgi Hólmgeirsson.Jón Helgi Hólmgeirsson - vöruhönnuður„Hönnunarmars er ákveðin uppskeruhátíð - virkar bæði sem spark í rassinn til að klára það sem maður er að vinna í svo maður geti tekið þátt og sýnt, en einnig sem innblástur - þar sem maður getur borið augu hvað allir hinir eru búnir að vera fást við bak við luktar dyr.“Hvað ert þú að sýna í ár?Hönnunarteymið Børk er að sýna nýjar týpur af pappírsljósaskerminum Kröflu í Sýrusson hönnunarhúsi í Síðumúla. Við erum þar að frumsýna nýja litaflóru og nýjar stærðir af skermunum sem og glænýja frumgerð af kolsvartri Kröflu í XXL stærð.Hvaða þýðingu hefur HönnunarMars fyrir þig?Hönnunarmars er ákveðin uppskeruhátíð - virkar bæði sem spark í rassinn til að klára það sem maður er að vinna í svo maður geti tekið þátt og sýnt, en einnig sem innblástur - þar sem maður getur borið augu hvað allir hinir eru búnir að vera fást við bak við luktar dyr. Svo er þetta lika einstaklega góð afsökun til að fagna með öllum hinum hönnuðunum.Er þetta í fyrsta sinn sem þú sýnir?Nei við tókum fyrst þátt árið 2014, einmitt með frumgerðir af Kröflu ljósinu sem og aðrar vörur sem við hönnuðum fyrir merkið Selected by Bility, koparljósið Eldleiftur og klukkuna Hringfara.Hvaða sýningum mælir þú með því að kynna sér í dag?Ég hef ekki náð að fara á margar vegna anna, en sýning sem ég get hiklaust mælt er Úr Viðjum Víðis eða Willow Project sem er rannsóknarverkefni sem að þriðja árið í vöruhönnun í LHÍ vann. Sú sýning er í Sjóminjasafninu. Fáránlega áhugaverð! Þátttakendur á sýningunni í Syrusson eru þau: María Rut Dýrfjörð, Helga Björg Jónasardóttir, Sandra Kristín Jóhannesdóttir, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, Herdís Björk Þórðadóttir, Reynir Syrusson, Þorleifur Gunnar Gíslason og Jón Helgi Hólmgeirsson, Litla trévinnustofan, Tryggvi Einarsson, Sigrún Shanko, Kristinsson, Margrét Oddný Leópoldsdóttir, Þuríður Ósk Smáradóttir, Hildur Harðardóttir, Theodóra Alfreðsdóttir, Hjartalag og Elín Guðmundsdóttir.Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og Glamour hvetur lesendur til þess að kynna sér þá spennandi viðburði sem í boði eru.Dagskrá hátíðarinnar í heild sinni má skoða á honnunarmars.isHönnun Theodóru.
Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Pinterest spáir fyrir um trendin 2017 Glamour Fjölmenni í glæsilegu opnunarpartý Hrím Glamour Akkúrat opnar í miðbænum Glamour Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour Bakvið töldin í frægasta tískupartýi í heimi Glamour Stærsta leyndarmáli Beyoncé uppljóstrað? Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour