Lífið

Reykjavíkurdætur gefa út plötu og opna nýja heimasíðu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Reykjavíkurdætur eru að gera flotta hluti.
Reykjavíkurdætur eru að gera flotta hluti. Mynd/aðsend
Reykjavíkurdætur hafa ákveðið að gefa út plötu og ætlar sveitin að framleiða hana sjálfar. Þær hafa nú hafið söfnun á Karolina Fund til að fjármagna útgáfu á nýju plötunni.

Sveitin reiknar með því að gefa út plötuna strax í maí ef söfnun á Karolina Fund heppnast vel en þetta kemur fram í tilkynningu frá bandinu.

Þetta verður í fyrsta skipti sem Reykjavíkurdætur gefa út plötu en þær hafa nú þegar gefið út 21 lag á Soundcloud síðustu tvö ár. Reykjavíkurdætur gáfu út sitt fyrsta lag Reykjavíkurdætur þann 20.desember 2013 og hafa verið duglegar við að gefa út lög síðan.

Dæturnar hafa undanfarið setið hörðum höndum við skrif fyrir plötuna og sótt í innblástur í náttúruna, virka í athugasemdum sem og samfélagsleg viðhorf. Vinsæl lög dætranna eins og Ógeðsleg, Hæpið og Hver er undir teppinu verða á plötunni.

Platan mun samt sem áður ekki bara innihalda útgefið efni heldur einnig ný lög bæði á íslensku og ensku. Reykjavíkurdætur héldu partý fyrir söfnunina í gær þar sem þær frumsýndu einnig nýja heimasíðu.


Tengdar fréttir

Reykjavíkurdætur túra um alla Evrópu

Reykjavíkurdætur eru að fara á mikið flakk á næstu mánuðum en þær hafa verið bókaðar á margar af stærstu tónlistarhátíðum í Evrópu en í dag var tilkynnt að þær kæmu fram á Hróarskeldu í júní.

Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu

Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni.

Reykjavíkurdætur í sama flokki og Megas, Bubbi og Björk

Gísli Marteinn Baldursson, stjórnandi Vikunnar, segir atriði Reykjavíkurdætra í þætti sínum skipa sér í sveit með öðrum ögrandi listamönnum og að saga okkar væri fátækari hefðu sambærileg atriði ekki fengið að sjást.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.