Telur bankaráð Landsbankans vanhæft til að ákveða málshöfðun Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. mars 2016 08:45 Stjórnendur Landsbankans hafa þurft að svara fyrir Borgunarmálið undanfarna mánuði. Fréttablaðið/Pjetur Heppilegra væri að nýtt bankaráð Landsbankans, eða Bankasýsla ríkisins, tæki ákvörðun um málshöfðun vegna Borgunarmálsins en að sitjandi bankaráð geri það. Þetta er mat Hauks Arnar Birgissonar hæstaréttarlögmanns. Eftir að niðurstaða skoðunar Bankasýslu ríkisins á viðskiptum með 31 prósents hlut bankans í Borgun lá fyrir hvatti stofnunin, sem heldur utan um hlut ríkisins í Landsbankanum, til þess að bankinn leitaði réttar síns. Fimm af sjö bankaráðsmönnum brugðust við með því að tilkynna að þeir myndu láta af störfum í apríl og gagnrýndu Bankasýsluna fyrir niðurstöðu sína. „Í raun veitist Bankasýslan harkalega að bankanum af óbilgirni sem er síst til þess að fallið að auka traust,“ sögðu bankaráðsmennirnir í yfirlýsingu. Haukur Örn telur að þarna hafi myndast gjá á milli Bankasýslunnar og bankaráðs í málinu. „Það verður ekki annað skilið en að bankaráðið telji að réttilega hafi verið staðið að viðskiptunum.“ Því sé óheppilegt að óbreytt bankaráð standi að málshöfðun sem snýr að ógildingu eða riftun kaupsamningsins.Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður telur að myndast hafi gjá á milli Bankasýslunnar og bankaráðs í Borgunarmálinu.„Ástæðan er sú að það þarf ekki að vera á þessu stigi að hagsmunir stjórnenda bankans annars vegar og hluthafa hins vegar fari endilega saman í þessu máli og í þeirri málshöfðun sem er fram undan,“ segir Haukur. Færa megi sterk rök fyrir því að stjórnendur bankans séu vanhæfir til þess að fjalla um málið og setja það í farveg. „Ég vísa af því tilefni í 72. grein laga um hlutafélög þar sem segir að stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri hlutafélags geti ekki tekið þátt í meðferð máls sem varðar málshöfðun gegn þriðja manni ef þeir hafa þar verulegra hagsmuna að gæta sem kunna að fara í bága við hagsmuni félagsins,“ segir Haukur. Hann bætir því við að í þessu tilfelli kunni hagsmunir að rekast á. „Með þessu er ég ekki að væna neinn um eitthvað ólöglegt en bendi á að þegar lagt er upp með dómsmál er í upphafi mjög mikilvægt að huga að því í hvaða ferli það á að fara,“ segir Haukur. Í þessu tilfelli sé ekki útilokað að stjórnendur Landsbankans kunni að vera ábyrgir fyrir einhverjum ákvörðunum sem teknar voru við söluna á Borgun og bankinn eða hluthafar í bankanum eigi hugsanlega einhverjar kröfur á stjórnendur bankans vegna þessa. Haukur bendir á að það skipti mjög miklu máli hvernig málið er sett fram í upphafi. Bankinn verði bundinn af slíkum málatilbúnaði í gegnum allt dómsmálið. „Þess vegna þarf að hafa þetta allt á bak við eyrað strax á upphafsstigum málsins. Aðilar sem gætu þurft að svara fyrir viðskiptin eru núna að undirbúa málssókn fyrir hönd bankans varðandi þessi viðskipti og stilla því upp í hvaða búning málið verður sett,“ segir Haukur. Hann bendir á að málatilbúnaðurinn gæti haft áhrif á hagsmuni hluthafa bankans á síðari stigum. „Í ljósi þess sem á undan er gengið finnst mér þetta útspil síst til þess fallið að auka trúverðugleika bankans í þessu máli. Það er mikilvægt að vanda vel til verka og að upphafsskref í málinu verði þannig að það verði ekki hægt að gera þau tortryggileg á síðari stigum,“ segir Haukur að lokum. Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Heppilegra væri að nýtt bankaráð Landsbankans, eða Bankasýsla ríkisins, tæki ákvörðun um málshöfðun vegna Borgunarmálsins en að sitjandi bankaráð geri það. Þetta er mat Hauks Arnar Birgissonar hæstaréttarlögmanns. Eftir að niðurstaða skoðunar Bankasýslu ríkisins á viðskiptum með 31 prósents hlut bankans í Borgun lá fyrir hvatti stofnunin, sem heldur utan um hlut ríkisins í Landsbankanum, til þess að bankinn leitaði réttar síns. Fimm af sjö bankaráðsmönnum brugðust við með því að tilkynna að þeir myndu láta af störfum í apríl og gagnrýndu Bankasýsluna fyrir niðurstöðu sína. „Í raun veitist Bankasýslan harkalega að bankanum af óbilgirni sem er síst til þess að fallið að auka traust,“ sögðu bankaráðsmennirnir í yfirlýsingu. Haukur Örn telur að þarna hafi myndast gjá á milli Bankasýslunnar og bankaráðs í málinu. „Það verður ekki annað skilið en að bankaráðið telji að réttilega hafi verið staðið að viðskiptunum.“ Því sé óheppilegt að óbreytt bankaráð standi að málshöfðun sem snýr að ógildingu eða riftun kaupsamningsins.Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður telur að myndast hafi gjá á milli Bankasýslunnar og bankaráðs í Borgunarmálinu.„Ástæðan er sú að það þarf ekki að vera á þessu stigi að hagsmunir stjórnenda bankans annars vegar og hluthafa hins vegar fari endilega saman í þessu máli og í þeirri málshöfðun sem er fram undan,“ segir Haukur. Færa megi sterk rök fyrir því að stjórnendur bankans séu vanhæfir til þess að fjalla um málið og setja það í farveg. „Ég vísa af því tilefni í 72. grein laga um hlutafélög þar sem segir að stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri hlutafélags geti ekki tekið þátt í meðferð máls sem varðar málshöfðun gegn þriðja manni ef þeir hafa þar verulegra hagsmuna að gæta sem kunna að fara í bága við hagsmuni félagsins,“ segir Haukur. Hann bætir því við að í þessu tilfelli kunni hagsmunir að rekast á. „Með þessu er ég ekki að væna neinn um eitthvað ólöglegt en bendi á að þegar lagt er upp með dómsmál er í upphafi mjög mikilvægt að huga að því í hvaða ferli það á að fara,“ segir Haukur. Í þessu tilfelli sé ekki útilokað að stjórnendur Landsbankans kunni að vera ábyrgir fyrir einhverjum ákvörðunum sem teknar voru við söluna á Borgun og bankinn eða hluthafar í bankanum eigi hugsanlega einhverjar kröfur á stjórnendur bankans vegna þessa. Haukur bendir á að það skipti mjög miklu máli hvernig málið er sett fram í upphafi. Bankinn verði bundinn af slíkum málatilbúnaði í gegnum allt dómsmálið. „Þess vegna þarf að hafa þetta allt á bak við eyrað strax á upphafsstigum málsins. Aðilar sem gætu þurft að svara fyrir viðskiptin eru núna að undirbúa málssókn fyrir hönd bankans varðandi þessi viðskipti og stilla því upp í hvaða búning málið verður sett,“ segir Haukur. Hann bendir á að málatilbúnaðurinn gæti haft áhrif á hagsmuni hluthafa bankans á síðari stigum. „Í ljósi þess sem á undan er gengið finnst mér þetta útspil síst til þess fallið að auka trúverðugleika bankans í þessu máli. Það er mikilvægt að vanda vel til verka og að upphafsskref í málinu verði þannig að það verði ekki hægt að gera þau tortryggileg á síðari stigum,“ segir Haukur að lokum.
Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira