Lífið

Hitaðu upp fyrir Iceland Airwaves og hlustaðu á þá listamenn sem koma fram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stemningin var frábær á Airwaves í fyrra.
Stemningin var frábær á Airwaves í fyrra. vísir/andri marínó
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 2. – 6. nóvember og munu 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir.

Hátíðin hefur fyrir löngu komið sér rækilega fyrir í hjörtum landsmanna og koma einnig nokkur þúsund erlendir ferðamenn ár hvert til að njóta hátíðarinnar í höfuðborginni.

Off-Venue dagskráin verður að vanda frábær og má búast við miklu mannlífi í Reykjavík í byrjun nóvember. Vísir verður með ítarlega umfjöllun og Iceland Airwaves en núna þurfa gestir hennar að fara hita upp.

Inni á tónlistarveitunni Spotify er hægt að hlusta á þá listamenn sem fram koma á hátíðinni en búið er að útbúa sérstakan spilunarlista sem ber nafnið Iceland Airwaves 2016 og má hlusta á hann hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.