Amazon er vinsælasta netverslunin hérlendis Sæunn Gísladóttir skrifar 28. apríl 2016 07:00 Jeff Bezos, forstjóri Amazon vísir/getty Hér á landi er Amazon vinsælasta netverslunin. Viðskipti við Amazon voru nær tvöfalt meiri en við næstvinsælustu netverslun landsins, AliExpress, á fyrsta ársfjórðungi 2016. Þetta sýna tölulegar upplýsingar frá Meniga sem ná til tuttugu þúsund Íslendinga. Heildarvelta á netverslunarmarkaði fer áfram vaxandi og mælist meðalupphæð sem keypt er fyrir í hvert skipti nú 5.600 krónur. Viðskipti við AliExpress hafa þó aukist gríðarlega milli ára, eða um 30,7 prósent. Á sama tíma hafa viðskipti við Amazon vaxið um 7,6 prósent. Amazon er vinsælasta netverslunin í öllum aldurshópum en er þó með töluvert minni hlutdeild hjá yngsta aldurshópnum, 16-25 ára, eða 33 prósent, samanborið við 43 prósent hlutdeild hjá 36-55 ára. Ali Express er næstvinsælasta netverslunin hjá öllum aldurshópum, með stærstu hlutdeild hjá 26-35 ára einstaklingum, eða 26 prósent. Heimkaup.is er svo þriðja vinsælasta netverslunin hjá öllum aldurshópum, nema þeim yngsta, 16-25 ára, þar sem Asos er með sextán prósenta hlutdeild.Af tíu vinsælustu netverslunum landsins hefur Asos vaxið mest í vinsældum milli ára, eða um 42,5 prósent. Vinsældir Forever 21 hafa hins vegar dalað verulega, og sala dregist saman um 30,5 prósent milli ára. Netverslun virðist áfram vera að sækja í sig veðrið. Heildarvelta á markaðnum hefur aukist um sautján prósent á milli ára. Meðalsalan hefur hins vegar minnkað um tíu prósent milli ára og mælist nú 5.600 krónur. Fimmtán prósent fleiri eru þó að versla á markaðnum miðað við sama tímabil í fyrra. Fjöldi viðskipta hefur aukist um þrjátíu prósent á milli ára og því er ljóst að fleiri einstaklingar eru farnir að versla á markaðnum, og almennt sé fólk farið að versla oftar og fyrir lægri upphæðir í einu. Sá aldurshópur sem eyðir mestu í meðalsölu á netinu er 46-55 ára, og eyðir hann að meðaltali 6.235 krónum. Sá hópur sem verslar minnst í meðalsölu er 56-65 ára hópurinn sem eyðir að meðaltali 4.542 krónum, eða 27 prósentum minna. Úrvinnsla Meniga er byggð á tölfræðilegum samantektum sem aldrei eru persónugreinanlegar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Hér á landi er Amazon vinsælasta netverslunin. Viðskipti við Amazon voru nær tvöfalt meiri en við næstvinsælustu netverslun landsins, AliExpress, á fyrsta ársfjórðungi 2016. Þetta sýna tölulegar upplýsingar frá Meniga sem ná til tuttugu þúsund Íslendinga. Heildarvelta á netverslunarmarkaði fer áfram vaxandi og mælist meðalupphæð sem keypt er fyrir í hvert skipti nú 5.600 krónur. Viðskipti við AliExpress hafa þó aukist gríðarlega milli ára, eða um 30,7 prósent. Á sama tíma hafa viðskipti við Amazon vaxið um 7,6 prósent. Amazon er vinsælasta netverslunin í öllum aldurshópum en er þó með töluvert minni hlutdeild hjá yngsta aldurshópnum, 16-25 ára, eða 33 prósent, samanborið við 43 prósent hlutdeild hjá 36-55 ára. Ali Express er næstvinsælasta netverslunin hjá öllum aldurshópum, með stærstu hlutdeild hjá 26-35 ára einstaklingum, eða 26 prósent. Heimkaup.is er svo þriðja vinsælasta netverslunin hjá öllum aldurshópum, nema þeim yngsta, 16-25 ára, þar sem Asos er með sextán prósenta hlutdeild.Af tíu vinsælustu netverslunum landsins hefur Asos vaxið mest í vinsældum milli ára, eða um 42,5 prósent. Vinsældir Forever 21 hafa hins vegar dalað verulega, og sala dregist saman um 30,5 prósent milli ára. Netverslun virðist áfram vera að sækja í sig veðrið. Heildarvelta á markaðnum hefur aukist um sautján prósent á milli ára. Meðalsalan hefur hins vegar minnkað um tíu prósent milli ára og mælist nú 5.600 krónur. Fimmtán prósent fleiri eru þó að versla á markaðnum miðað við sama tímabil í fyrra. Fjöldi viðskipta hefur aukist um þrjátíu prósent á milli ára og því er ljóst að fleiri einstaklingar eru farnir að versla á markaðnum, og almennt sé fólk farið að versla oftar og fyrir lægri upphæðir í einu. Sá aldurshópur sem eyðir mestu í meðalsölu á netinu er 46-55 ára, og eyðir hann að meðaltali 6.235 krónum. Sá hópur sem verslar minnst í meðalsölu er 56-65 ára hópurinn sem eyðir að meðaltali 4.542 krónum, eða 27 prósentum minna. Úrvinnsla Meniga er byggð á tölfræðilegum samantektum sem aldrei eru persónugreinanlegar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira