Lífið

Einkennileg aðferð við að halda á sér hita endaði með ósköpum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svona á ekki að gera hlutina.
Svona á ekki að gera hlutina.
Það þekkja það allir að vera að drepast úr kulda þegar maður dælir bensíni á bílinn. Sumir fá einfaldlega þjónustu við dælinguna vegna kulda en aðrir reyna mjög misjafnar aðferðir við það að halda á sér hita.

Ein aðferðin er víst að kveikja eld með kveikjara og halda þannig hita á höndunum. Eða það gerði ein kona í borginni Surgut í Rússlandi og það þarf kannski ekki að taka það fram en Lífið mælir alls ekki með þeirri aðferð.

Mikill eldur blossaði fljótlega upp og lenti konan í stökkustu vandræðum eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×