Renault, Ford og Benz þurfa að skýra út margfalda mengun nokkurra bíla sinna Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2016 13:04 Renault Capture. Forsvarsmenn Renault, Ford og Mercedes Benz þurfa að svara frönskum yfirvöldum af hverju sumir bíla þeirra mælast með margfalt meiri mengun en þeir sjálfir gefa upp. Mælingarnar leiddu í ljós að meðal annars Renault Captur, sem er þó tiltölulega nýr bíll og á að uppfylla Euro 6 mælistikuna, reyndist spúa mun meira magni NOx efna en leyfileg er og langt frá uppgefinni mengun. Renault Espace fjölnotabíllinn reyndist einnig langt frá uppgefinni mengun, sem og annar ótiltekinn fjölnotabíll frá Renault. Ford C-Max reyndist einnig mikill mengunarhákur, sem og hinn nýi Mercedes Benz S-Class eðalvagn. Allir þurfa bílaframleiðendurnir að svara hvað veldur þessum mikla mun. Eitt franskt dagblað sagði að svo gæti verið í tilfelli Renault Capture að tæknilegur galli í mengunarvarnarbúnaði gæti valdið mengunarútblæstri hans. Í tilfelli Mercedes Benz S-Class sýndu mælingar mjög misjafnar niðurstöður og olli það ugg hjá þeim er önnuðust mælingarnar og í tilfelliFord C-Max reyndist mengun hans 5 sinnum meiri en uppgefin er. Til stendur að mengunarmæla 100 bílgerðir og hafa 22 bílar nú þegar verið mældir í mjög ítarlegum og margþættum mælingum. Bílafarmleiðendur þurfa allir að útskýra hvað veldur mismuninum á mælingunum og uppgefinni mengun og fá nokkrar vikur til að gefa útskýringar á þeim. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Forsvarsmenn Renault, Ford og Mercedes Benz þurfa að svara frönskum yfirvöldum af hverju sumir bíla þeirra mælast með margfalt meiri mengun en þeir sjálfir gefa upp. Mælingarnar leiddu í ljós að meðal annars Renault Captur, sem er þó tiltölulega nýr bíll og á að uppfylla Euro 6 mælistikuna, reyndist spúa mun meira magni NOx efna en leyfileg er og langt frá uppgefinni mengun. Renault Espace fjölnotabíllinn reyndist einnig langt frá uppgefinni mengun, sem og annar ótiltekinn fjölnotabíll frá Renault. Ford C-Max reyndist einnig mikill mengunarhákur, sem og hinn nýi Mercedes Benz S-Class eðalvagn. Allir þurfa bílaframleiðendurnir að svara hvað veldur þessum mikla mun. Eitt franskt dagblað sagði að svo gæti verið í tilfelli Renault Capture að tæknilegur galli í mengunarvarnarbúnaði gæti valdið mengunarútblæstri hans. Í tilfelli Mercedes Benz S-Class sýndu mælingar mjög misjafnar niðurstöður og olli það ugg hjá þeim er önnuðust mælingarnar og í tilfelliFord C-Max reyndist mengun hans 5 sinnum meiri en uppgefin er. Til stendur að mengunarmæla 100 bílgerðir og hafa 22 bílar nú þegar verið mældir í mjög ítarlegum og margþættum mælingum. Bílafarmleiðendur þurfa allir að útskýra hvað veldur mismuninum á mælingunum og uppgefinni mengun og fá nokkrar vikur til að gefa útskýringar á þeim.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent