Lífið

Hafa nú þegar selt tvö þúsund miða í Color Run

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aðstandendur The Color Run hafa nú þegar selt tvö þúsund miða í hlaupið sem fram fer þann 11. júní næstkomandi. Hlaupið heppnaðist virkilega vel á síðasta ári og var þá uppselt. Þá tóku tæplega 10.000 manns þátt í hlaupinu.

„Við vitum ekki ennþá hvort að við getum fjölgað þátttakendum í sumar, það er háð svo mörgum þáttum sem við erum einfaldlega ekki búnir að fá svör við hjá okkar samstarfsaðilum erlendis. Þetta snýr til dæmis að því hversu mikið við fáum af litapúðri og öðrum varning tengdan hlaupinu. Það verður skemmtileg breyting á hlaupinu í ár og verður það með suðrænum hitabeltisblæ. Þemað í ár er Tropical með pálmatrjám og fleiru skemmtilegu,” segir Davíð Lúther Sigurðssyni, einn af aðstandendum hlaupsins.

Eitt af litríkari atriðum Áramótaskaupsins í ár var atriðið þar sem kona baðar sig málningu í alls kyns litum til að þykjast hafa tekið þátt í The Color Run sem fram fór í Reykjavík síðastliðið sumar.

„Ég vissi að það yrði eitthvað um hlaupið í Skaupinu því ég var fenginn til að redda Color Run hlaupagallanum og fullt af litapúðri,” segir Davíð.

Flest atriðin í Skaupinu eru þess eðlis að það er verið að gera grín að fréttum og atvikum, oftar en ekki á vafasaman hátt fyrir þann sem á í hlut. „Mér leist nú ekkert á fyrirspurnina þegar hún barst en þeim tókst að sannfæra mig um að þetta væri ekkert neikvætt um hlaupið sjálft. Mér fannst þetta bara skemmtilegt og vona að flestum hafi þótt það líka,” segir Davíð.

Hér að ofan má sjá umrætt atriði.


Tengdar fréttir

Forsala hafin í The Color Run

Nú er forsala hafin fyrir þátttöku í The Color Run by Alvogen sem fram fer þann 11. júní næstkomandi í Reykjavík.

Bakvið tjöldin á The Color Run - Myndband

Framleiðslufyrirtækið Silent fylgdist með gangi mála í undirbúningi á litahlaupinu eða The Color Run síðasta sumar þar sem tíu þúsund Íslendingar skemmtu sér konunglega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×