Viðskipti innlent

Steinþór tjáir sig ekki um skýrslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. vísir/daníel
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur ekki svarað ítrekuðum beiðnum Fréttablaðsins um viðtal vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar. Í skýrslunni, sem ber yfirskriftina Eignasala Landsbankans hf. 2010 til 2016, er gagnrýnd sölumeðferð á Vestia og Icelandic Group árið 2010, Prom­ens árið 2011 og jafnframt Framtakssjóði Íslands og IEI árið 2014. Þá er sérstaklega fjallað um söluna á hlutum bankans í Borgun og Valitor árið 2014.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Framtíð bankastjórans í óvissu

Ríkisendurskoðun átelur Landsbankann fyrir aðferð við sölu eigna árin 2010 til 2016. Orðsporið sé skaðað. Endurheimta þurfi traust. Bankinn aflaði sér ekki nægra upplýsinga um Borgun fyrir sölu fyrirtækisins.

Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe

Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×