Norska veikin Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Ég lagðist í flensu um daginn. Þetta var skæð baktería sem herjaði aðallega á hugann – svokallaður andans-gerill – en líkamleg einkenni voru þó sömuleiðis vel merkjanleg. Ástandið reyndist í raun alveg jævlig … fyrirgefið! Ástandið var djöfullegt, meina ég. Smitberann, internetþáttaröð um líf komplexaðra unglinga í Ósló, nálgaðist ég í gegnum vef norska ríkissjónvarpsins. Ég byrjaði að horfa í miðjum verkefnaskilum, þvert á ráðleggingar vina, kunningja og annarra velviljaðra. Strax á fyrsta þætti missti ég tökin og hóf óviljandi hungurverkfall þangað til ég hafði hakkað mig í gegnum allt útgefið efni. Á þriðja degi reis ég loksins veikburða og exklúsíft norskumælandi úr rekkju. Enn örlar ekki á eftirsjá. Í SKAM (ísl. SKÖMM) er tekið á raunverulegum vandamálum. Áskoranir sem verða á vegi aðalpersónanna eru sumar risastórar og sumar öllu smærri, svona eins og við þekkjum öll úr alvöru lífinu. Umfjöllunarefnin eru hversdagsleg en samt hefur maður ekki endilega séð þau áður í þessu fordæmisgefandi poppkúltúr-samhengi. Fyrst og fremst er þetta svo ótrúlega hressandi, þ.e. að horfa á ófullkomna og einlæga menntaskólakrakka hrasa um hindranir sem maður kannast við sjálfur. Að fara í sleik og drekka stundum örlítið of mikið af hvítvíni, fengnu úr vínskáp ómeðvitaðrar mömmu. Að sjá loksins strák verða skotinn í öðrum strák og fylgjast svo með þeim þreifa fyrir sér í ofsalega fallegu og brothættu og raunverulegu tilhugalífi. Að gægjast inn í vináttusambönd sem þróast og bregðast stundum og læknast svo. Það er sérstakt fyrirbrigði, þetta að sjá sjálfan sig speglast svona rækilega í manneskjum sem eru ekki einu sinni til í alvörunni. Alveg bara drittkult. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég lagðist í flensu um daginn. Þetta var skæð baktería sem herjaði aðallega á hugann – svokallaður andans-gerill – en líkamleg einkenni voru þó sömuleiðis vel merkjanleg. Ástandið reyndist í raun alveg jævlig … fyrirgefið! Ástandið var djöfullegt, meina ég. Smitberann, internetþáttaröð um líf komplexaðra unglinga í Ósló, nálgaðist ég í gegnum vef norska ríkissjónvarpsins. Ég byrjaði að horfa í miðjum verkefnaskilum, þvert á ráðleggingar vina, kunningja og annarra velviljaðra. Strax á fyrsta þætti missti ég tökin og hóf óviljandi hungurverkfall þangað til ég hafði hakkað mig í gegnum allt útgefið efni. Á þriðja degi reis ég loksins veikburða og exklúsíft norskumælandi úr rekkju. Enn örlar ekki á eftirsjá. Í SKAM (ísl. SKÖMM) er tekið á raunverulegum vandamálum. Áskoranir sem verða á vegi aðalpersónanna eru sumar risastórar og sumar öllu smærri, svona eins og við þekkjum öll úr alvöru lífinu. Umfjöllunarefnin eru hversdagsleg en samt hefur maður ekki endilega séð þau áður í þessu fordæmisgefandi poppkúltúr-samhengi. Fyrst og fremst er þetta svo ótrúlega hressandi, þ.e. að horfa á ófullkomna og einlæga menntaskólakrakka hrasa um hindranir sem maður kannast við sjálfur. Að fara í sleik og drekka stundum örlítið of mikið af hvítvíni, fengnu úr vínskáp ómeðvitaðrar mömmu. Að sjá loksins strák verða skotinn í öðrum strák og fylgjast svo með þeim þreifa fyrir sér í ofsalega fallegu og brothættu og raunverulegu tilhugalífi. Að gægjast inn í vináttusambönd sem þróast og bregðast stundum og læknast svo. Það er sérstakt fyrirbrigði, þetta að sjá sjálfan sig speglast svona rækilega í manneskjum sem eru ekki einu sinni til í alvörunni. Alveg bara drittkult. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun