Innlent

Flensan ekki til Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá alifuglabúi erlendis.
Frá alifuglabúi erlendis. Vísir/AFP
Fuglaflensa hefur verið greind í fuglum á mörgum stöðum í Evrópu á undanförnum vikum. Það er veira af A(H5N8) stofni sem greind hefur verið í Ungverjalandi, Póllandi, Króatíu, Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Danmörku og Hollandi. Sýkingin hefur aðallega fundist í villtum fuglum en hefur einnig borist í alifugla og þá einkum alifugla í opnum búum.

Matvælastofnun telur litlar líkur á að fuglaflensan berist hingað til lands. Segir á vef stofnunarinnar að árstími og strangar reglur um innflutning á lifandi fuglum vegi þyngst í því mati. Fuglaflensa af þessum stofni hefur aldrei valdið sýkingum í fólki svo vitað sé.

Matvælastofnun fylgist með útbreiðslu fuglaflensu í heiminum, sér í lagi í nágrannalöndum og löndum þar sem farfuglarnir okkar hafa vetursetu. Fuglaflensuveiran berst aðallega með lifandi fuglum og fugladriti.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×