Lífið

Spennan magnast á Twitter: „Náði mest þremur mínútum í dag án þess að hugsa út í leikinn“

Bjarki Ármannsson skrifar
Fylgstu með spjallinu með #emIsland myllumerkinu.
Fylgstu með spjallinu með #emIsland myllumerkinu. Vísir
Þeir eru ófáir Íslendingarnir að missa sig úr spenningi yfir viðureign Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumeistaramóts karla í knattspyrnu, sem hefst nú klukkan sjö. Það er greinilegt á Twitter, þar sem margir eru þegar byrjaðir að tjá sig undir myllumerkinu #emIsland.

Auðunn Blöndal fjölmiðlamaður er einn þeirra en ljóst er að leikurinn hefur verið honum ofarlega í huga í dag.

Aðrir bera spennustigið saman við það um helgina, þegar Íslendingar kusu sér nýjan forseta.

Enn aðrir eru þegar farnir að líta á björtu hliðina, skyldi leikurinn tapast.

Hægt verður að fylgjast með allri umræðunni hér fyrir neðan með myllumerkinu #emIsland og eru lesendur Vísis hvattir til að nota það með öllum færslum sem þeir setja inn á meðan leik stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.