Top Gear USA hætt Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 14:23 Rutledge Wood, Tanner Foust og Adam Ferrara í Top Gear USA. Annað kvöld verður síðasti þáttur Top Gear USA sýndur, að minnsta kosti í bili. Það var Rutledge Wood, einn þáttastjórnenda í Top Gear USA sem tilkynnti þetta á Instagram. Hann hefur ásamt Tanner Foust og Adam Ferrara stjórnað þáttunum síðastliðin ár. Í tilkynningu sinni sagði hann að hann vonaðist eftir því að þráðurinn verði einhverntíma tekinn upp að nýju þar vestra, en nú væri komið að leiðarlokum að sinni. Óhætt er að segja að Top Gear USA hafi aldrei náð sömu hæðum og breska útgáfa þáttarins, en þar eru einnig blikur á lofti í höndum nýrra stjórnenda og hefur áhorf á þættina nú í Bretlandi náð nýjum lægðum. Það skildi þó aldrei verða að Top Gear þættirnir beggja megin hafs yrðu aflagðir? Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent
Annað kvöld verður síðasti þáttur Top Gear USA sýndur, að minnsta kosti í bili. Það var Rutledge Wood, einn þáttastjórnenda í Top Gear USA sem tilkynnti þetta á Instagram. Hann hefur ásamt Tanner Foust og Adam Ferrara stjórnað þáttunum síðastliðin ár. Í tilkynningu sinni sagði hann að hann vonaðist eftir því að þráðurinn verði einhverntíma tekinn upp að nýju þar vestra, en nú væri komið að leiðarlokum að sinni. Óhætt er að segja að Top Gear USA hafi aldrei náð sömu hæðum og breska útgáfa þáttarins, en þar eru einnig blikur á lofti í höndum nýrra stjórnenda og hefur áhorf á þættina nú í Bretlandi náð nýjum lægðum. Það skildi þó aldrei verða að Top Gear þættirnir beggja megin hafs yrðu aflagðir?
Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent