Lífið

Heimsfrægt skegg Arons Einars fær að fjúka á nýju ári

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson fagnar sigri á Englandi í Hreiðrinu í Nice. Með skegg.
Aron Einar Gunnarsson fagnar sigri á Englandi í Hreiðrinu í Nice. Með skegg. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu ætlar að láta heimsfræga skeggið fjúka á nýju ári. Aron upplýsti um þetta í skemmtilegum samræðum á Twitter í dag.

Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann tjáði sig þar um spádóm sinn fyrir kjör Íþróttamanns ársins í kvöld þar sem hann sagðist telja að Gylfi Þór eða Aron Einar myndu líklegast hreppa titilinn.

Gísli Marteinn Baldursson, annar sjónvarpsmaður svaraði og sagðist vera á þeirri skoðun að Aron ætti titilinn skilið. Logi tók undir með Gísla og tók þá létt skot á Aron og skeggið.  

Aron þakkaði Loga innilega fyrir „hrósið“ en upplýsti um það að skeggið heimsfræga fengi að fjúka í lok janúar.

Það er ljóst að margir eiga eftir að sakna skeggsins en um er að ræða eitt frægasta skegg Íslandssögunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×