Lífið

Matthew McConaughey skutlar nemendum heim síðla nætur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mynd/University of Texas.
Óskarsverðlaunahafinn Matthew McConaughey tók sig til og skutlaði nokkrum nemendum Texas-háskóla í Austin í Bandaríkjunum heim síðla nætur. Hann tekur nú þátt í verkefni skólans sem miðar að því að tryggja nemendum öruggt far heim. BBC greinir frá.

McConaughey, sem útskrifaðist frá skólanum árið 1993, mætti á golfbíl og skutlaði nokkrum lánsömum nemendum heim til sín á stúdentagarðana. Verkefni skólans miðar að því að tryggja að nemendur komist heilir á höldnu heim til sín séu þeir úti langt fram eftir nóttu.

Innkoma leikarans fræga í skutlið miðar að því að hvetja nemendur til þess að nýta sér þessa þjónustu en á Facebook-síðu skólans segir að aldrei sé að vita hvort að einhver frægur muni ekki sjá um skutlið.

McConaughey fékk Óskarinn fyrir leik sinn í Dallas Buyers Club árið 2013. Hann stundaðu nám í fjölmiðlun við skólann og er mikill aðdáandi ruðnings-liðs skólans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.