Þorsteinn Már kærir starfsfólk Seðlabankans Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2016 09:50 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kært þau Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóra, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, fyrir meint brot gegn sér. Þorsteinn metur það sem svo að fyrrnefndir starfsmenn hafi leitast við að „koma því til leiðar með rangfærslum, villandi málatilbúnaði og ófullængjandi upplýsingum“ að hann yrði sakaður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað eins og greint er frá í Morgunblaðinu í dag. Þar er einnig tiltekið að Þorsteinn telji þau Arnór og Ingibjörgu hafa misnotað stöðu sína sem opinberir starfsmenn með ofangreindum hætti, sem og með því að hafa ekki komið „fullnægjandi upplýsingum til embættis sérstaks saksóknara“ þegar það rannsakaði mál á hendur honum. Þá er þess einnig farið á leit í kærunni að hlutur annarra starfsmanna bankans í máli Samherja verði rannsakaður. Þar er sérstaklega vísað til seðlabankastjórans Más Guðmundssonar og Sigríðar Logadóttur, yfirlögfræðings bankans. „Stjórnskipunarleg staða þeirra innan bankans“ kalli á slíka rannsókn. Þorsteinn hefur áður sagt að hann telji að málatilbúnaðinn megi rekja til persónulegs illvilja Más í garð Samherja.Sjá einnig: Þorsteinn Már: Seðlabankinn ítrekað orðið uppvís að ósannindumÍ lok mars 2012 var gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það voru starfsmenn Seðlabanka Íslands sem framkvæmdu húsleitina vegna gruns þeirra um brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í framhaldinu kærði Seðlabankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir brot gegn gjaldeyrislögum til Embætti sérstaks saksóknara. Embættið sendi málið aftur til Seðlabankans þar sem ekki var heimilt kæra fyrirtæki. Í framhaldinu kærði bankinn einstaklinga innan fyrirtækisins það er Þorstein Má Baldvinsson forstjóra fyrirtækisins og þrjá aðra lykilstarfsmenn fyrir að brjóta gegn gjaldeyrishöftunum. Meint brot vörðuð sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Við tók rannsókn á málinu sem sem lauk í fyrravor, rúmum þremur árum eftir að hún hófst. Málið var svo fellt niður í september í fyrra. Fræðast má meira um niðurfellinguna hér að neðan. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn dæmdur til að veita Samherja upplýsingar Málið varðar húsleit Seðlabankans hjá Samherja. 16. febrúar 2015 17:15 Þorsteinn Már: ,,Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja'' ,,Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það,“ segir forstjóri Samherja. 4. september 2015 21:11 Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kært þau Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóra, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, fyrir meint brot gegn sér. Þorsteinn metur það sem svo að fyrrnefndir starfsmenn hafi leitast við að „koma því til leiðar með rangfærslum, villandi málatilbúnaði og ófullængjandi upplýsingum“ að hann yrði sakaður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað eins og greint er frá í Morgunblaðinu í dag. Þar er einnig tiltekið að Þorsteinn telji þau Arnór og Ingibjörgu hafa misnotað stöðu sína sem opinberir starfsmenn með ofangreindum hætti, sem og með því að hafa ekki komið „fullnægjandi upplýsingum til embættis sérstaks saksóknara“ þegar það rannsakaði mál á hendur honum. Þá er þess einnig farið á leit í kærunni að hlutur annarra starfsmanna bankans í máli Samherja verði rannsakaður. Þar er sérstaklega vísað til seðlabankastjórans Más Guðmundssonar og Sigríðar Logadóttur, yfirlögfræðings bankans. „Stjórnskipunarleg staða þeirra innan bankans“ kalli á slíka rannsókn. Þorsteinn hefur áður sagt að hann telji að málatilbúnaðinn megi rekja til persónulegs illvilja Más í garð Samherja.Sjá einnig: Þorsteinn Már: Seðlabankinn ítrekað orðið uppvís að ósannindumÍ lok mars 2012 var gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það voru starfsmenn Seðlabanka Íslands sem framkvæmdu húsleitina vegna gruns þeirra um brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í framhaldinu kærði Seðlabankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir brot gegn gjaldeyrislögum til Embætti sérstaks saksóknara. Embættið sendi málið aftur til Seðlabankans þar sem ekki var heimilt kæra fyrirtæki. Í framhaldinu kærði bankinn einstaklinga innan fyrirtækisins það er Þorstein Má Baldvinsson forstjóra fyrirtækisins og þrjá aðra lykilstarfsmenn fyrir að brjóta gegn gjaldeyrishöftunum. Meint brot vörðuð sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Við tók rannsókn á málinu sem sem lauk í fyrravor, rúmum þremur árum eftir að hún hófst. Málið var svo fellt niður í september í fyrra. Fræðast má meira um niðurfellinguna hér að neðan.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn dæmdur til að veita Samherja upplýsingar Málið varðar húsleit Seðlabankans hjá Samherja. 16. febrúar 2015 17:15 Þorsteinn Már: ,,Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja'' ,,Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það,“ segir forstjóri Samherja. 4. september 2015 21:11 Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Seðlabankinn dæmdur til að veita Samherja upplýsingar Málið varðar húsleit Seðlabankans hjá Samherja. 16. febrúar 2015 17:15
Þorsteinn Már: ,,Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja'' ,,Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það,“ segir forstjóri Samherja. 4. september 2015 21:11
Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36