Góðkunningjar Eurovision: "Eurovision er eins og Pringles“ Steinunn Björk skrifar 2. maí 2016 20:18 Í ár hefur metfjöldi þáttakanda í Eurovision áður tekið þátt í keppninni. Vísir/Daníel Eurovision er eins og Pringles, „einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt“, og eru keppendur þar engu undanskildir. Í ár er Pringles-ið einstaklega lystugt þar sem metfjöldi er af keppendum sem hafa ákveðið að endurnýja kynni sín við Eurovision-sviðið. Bosnía og Hersegóvína mætir til leiks eftir 3 ára hlé og finna má fyrsta góðkunningja okkar í þeim hópi. Deen er annar helmingur dúettsins Deen & Dalal, en við kynntumst honum fyrst fyrir hvorki meira né minna en 12 árum síðan. Deen tók þátt fyrir hönd Bosníu og Hersegóvínu í Istanbúl árið 2004 með diskósmellinn ‘In the disco’ sem komst alla leið í níunda sæti, sem er einmitt fjórði besti árangur Bosníumanna í keppninni. Deen hefur tónað framkomu sína aðeins niður frá því 2004, enda segir máltækið ‘tímarnir breytast og mennirnir með’, en við getum þó ekki neitað því að vera svolítið spennt fyrir því að sjá hvort mjaðmahnykkirnir eigi eftir að heilsa uppá okkur aftur í ár.Bosnía og Hersegóvína 2004 – In the Disco – DeenMaltverjar bjóða uppá næsta góðkunningja Eurovision, en það er hin þokkafulla Ira Losco. Við kynntumst henni fyrst í Tallinn árið 2002, fyrir hvorki meira né minna en 14 árum síðan (hún hlýtur að hafa verið 5 ára þá), þegar hún snaraði sér uppí annað sætið með sykurhúðaða glimmersmellinn 7th Wonder. Hvernig er hægt að gleyma þessum samfestingi?Malta 2002 – 7th Wonder – Ira LoscoBúlgarir taka aftur þátt eftir tveggja ára pásu og bjóða okkur uppá þriðja góðkunningja ársins. Við komumst fyrst í kynni við Poli í Düsseldorf árið 2011, þar sem hún söng lagið Na Inat og rétt missti af úrslitunum. Poli var í miklu rokkstuði árið 2011, reif sig úr fötunum og alles, og var í alla staði mjög töff týpa. Við efumst ekki um að Poli eigi eftir að vera jafn töff í ár og bíðum spennt eftir sviðsframkomu hennar í seinni undanúrslitunum.Búlgaría 2011 – Na Inat – Poli GenovaMinnst áberandi góðkunningi ársins er eflaust hinn svartfellski Bojan Jovovic, en hann er meðlimur hljómsveitarinnar Highway sem mun flytja framlag Svartfjallalands í ár. Bojan er titlaður sem píanóleikari og bakraddasöngvari í framlagi ársins í ár, en árið 2005 var hann meðlimur svartfellsku hljómsveitarinnar No Name sem tók þátt fyrir hönd Serbíu og Svartfjallalands það ár og náði hvorki meira né minna en sjöunda sætinu. Bojan var þó ekki í aðalhlutverki þar, frekar en í ár, en ef vel er rýnt í myndbandið frá atriðinu frá 2005 má sjá glitta í hann Bojan okkar í ljósbrúnum jakka, svartri skyrtu og svörtum buxum í bakgrunninum (og nei það er ekki gaurinn í brúna leðurjakkanum sem kemst í almennilega mynd, heldur hinn gæjinn í brúna jakkanum). En það verður ekki tekið af honum að danssporin eru eggjandi.Serbía og Svartfjallaland 2005 – Zauvijek Moja – No NameKeppnin í Baku árið 2012 var stórglæsileg og mjög eftirminnileg, enda kemur eitt af þekktustu sigurlögum síðustu ára, Euphoria, úr þeirri keppni. Keppnin hlýtur einnig að hafa verið svona rosalega skemmtileg fyrir þátttakendur því ekki einn, ekki tveir, heldur þrír keppendur frá því ári munu heiðra okkur með nærveru sinni í Stokkhólmi í ár. Fyrst ber náttúrulega að nefna okkar einu sönnu Gretu Salóme, en flestir ættu að muna eftir framlagi hennar árið 2012 sem hún flutti með Jónsa. Við ætlum þó að minna ykkur á það bara svona til vonar og vara.Ísland 2012 – Never Forget – Greta Salóme og JónsiHinn litháenski Donny er annar þeirra þriggja keppenda frá árinu 2012 sem stígur á stokk á ný í ár. Árið 2012 mætti hann til leiks með bundið fyrir augun og söng rólega um hvað ástin væri blind, en ákvað svo í miðju lagi að hrista aðeins uppí mannskapnum og tók nokkur ódauðleg dansspor í anda Michael Jackson. Í ár er lagið hans í hressari kantinum, þannig að við bíðum spennt eftir að fá að sjá 2016 útgáfu af Donny-sporum.Litháen 2012 – Love is blind – Donny MontellÞað eru þó ekki einungis aðalsöngvarar (og hljómsveitarmeðlimir) sem fá góðkunningja stimpil í ár. Martina Majerle er ein af þeim, en hún fer eflaust að slá einhver met þegar kemur að þátttöku í Eurovision á síðustu árum. Að þessu sinni mun hún vera partur af bakraddateymi Króata, þar sem hún mun aðstoða Ninu Kraljic með að flytja lag sitt Lighthouse. Þrátt fyrir að hún sé að taka þátt í áttunda skiptið í ár þá eru eflaust sem hvá núna og hugsa með sér ‘Martina hver?’. Þannig er mál með vexti að framlag hennar á stóra sviðinu hefur að mestu leyti bundist við bakraddasöng og þess vegna ekki allir sem hafa tekið mikið eftir henni. Hefur hún sungið bakrödd fyrir hvorki meira né minna en 3 mismunandi lönd; Króatíu 2003, Slóveníu 2007, 2011 og 2012, og Svartfjallaland 2008 og 2014. Hún var þó gestasöngkonan í framlagi Slóveníu árið 2009, en meira að segja þá var hún hulin á bakvið tjald meirihluta lagsins þar sem lagið var að stórum hluta ‘instrúmental’. En örvæntið ei, hér er myndbandið af flutningnum til upprifjunar.Slóvenía 2009 – Love Symphony – Quartissimo feat. MartinaÍ bakraddateymi Króata leynist þó annar góðkunningi Eurovision, hann Andrej Babic. Andrej þessi hefur verið ansi iðinn við kolann þegar kemur að Eurovision en hann hefur samið lög fjögurra þjóða í keppninni; Króatíu, Bosníu og Hersegóvínu, Slóveníu og Portúgal. Einnig hefur hann verið í bakraddateymi Króatíu, þar á meðal árið 2003. Þá líkti Gísli Marteinn honum við Atla Atlas, sem hafði verið tíður gestur á sjónvarpsskjám Íslendinga í sjónvarpssauglýsingu fyrir greiðslukort. Það hljóta bara allir að muna eftir því. Til upprifjunar er hér myndband af króatíska framlaginu 2003, þar sem sjá má flotta takta bæði frá Andrej og vinkonu okkar henni Martinu ásamt því að hér má finna eflaust efnisminnsta ‘rífa-sig-úr-fötunum’ tilfellið í sögu Eurovision.Króatía 2003 – Vise nisam tvoja – Claudia BeniFréttin birtist fyrst á heimasíðu Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES. Vísir fjallar um Eurovision í Stokkhólmi í samvinnu með FÁSES. Eurovision Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Eurovision er eins og Pringles, „einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt“, og eru keppendur þar engu undanskildir. Í ár er Pringles-ið einstaklega lystugt þar sem metfjöldi er af keppendum sem hafa ákveðið að endurnýja kynni sín við Eurovision-sviðið. Bosnía og Hersegóvína mætir til leiks eftir 3 ára hlé og finna má fyrsta góðkunningja okkar í þeim hópi. Deen er annar helmingur dúettsins Deen & Dalal, en við kynntumst honum fyrst fyrir hvorki meira né minna en 12 árum síðan. Deen tók þátt fyrir hönd Bosníu og Hersegóvínu í Istanbúl árið 2004 með diskósmellinn ‘In the disco’ sem komst alla leið í níunda sæti, sem er einmitt fjórði besti árangur Bosníumanna í keppninni. Deen hefur tónað framkomu sína aðeins niður frá því 2004, enda segir máltækið ‘tímarnir breytast og mennirnir með’, en við getum þó ekki neitað því að vera svolítið spennt fyrir því að sjá hvort mjaðmahnykkirnir eigi eftir að heilsa uppá okkur aftur í ár.Bosnía og Hersegóvína 2004 – In the Disco – DeenMaltverjar bjóða uppá næsta góðkunningja Eurovision, en það er hin þokkafulla Ira Losco. Við kynntumst henni fyrst í Tallinn árið 2002, fyrir hvorki meira né minna en 14 árum síðan (hún hlýtur að hafa verið 5 ára þá), þegar hún snaraði sér uppí annað sætið með sykurhúðaða glimmersmellinn 7th Wonder. Hvernig er hægt að gleyma þessum samfestingi?Malta 2002 – 7th Wonder – Ira LoscoBúlgarir taka aftur þátt eftir tveggja ára pásu og bjóða okkur uppá þriðja góðkunningja ársins. Við komumst fyrst í kynni við Poli í Düsseldorf árið 2011, þar sem hún söng lagið Na Inat og rétt missti af úrslitunum. Poli var í miklu rokkstuði árið 2011, reif sig úr fötunum og alles, og var í alla staði mjög töff týpa. Við efumst ekki um að Poli eigi eftir að vera jafn töff í ár og bíðum spennt eftir sviðsframkomu hennar í seinni undanúrslitunum.Búlgaría 2011 – Na Inat – Poli GenovaMinnst áberandi góðkunningi ársins er eflaust hinn svartfellski Bojan Jovovic, en hann er meðlimur hljómsveitarinnar Highway sem mun flytja framlag Svartfjallalands í ár. Bojan er titlaður sem píanóleikari og bakraddasöngvari í framlagi ársins í ár, en árið 2005 var hann meðlimur svartfellsku hljómsveitarinnar No Name sem tók þátt fyrir hönd Serbíu og Svartfjallalands það ár og náði hvorki meira né minna en sjöunda sætinu. Bojan var þó ekki í aðalhlutverki þar, frekar en í ár, en ef vel er rýnt í myndbandið frá atriðinu frá 2005 má sjá glitta í hann Bojan okkar í ljósbrúnum jakka, svartri skyrtu og svörtum buxum í bakgrunninum (og nei það er ekki gaurinn í brúna leðurjakkanum sem kemst í almennilega mynd, heldur hinn gæjinn í brúna jakkanum). En það verður ekki tekið af honum að danssporin eru eggjandi.Serbía og Svartfjallaland 2005 – Zauvijek Moja – No NameKeppnin í Baku árið 2012 var stórglæsileg og mjög eftirminnileg, enda kemur eitt af þekktustu sigurlögum síðustu ára, Euphoria, úr þeirri keppni. Keppnin hlýtur einnig að hafa verið svona rosalega skemmtileg fyrir þátttakendur því ekki einn, ekki tveir, heldur þrír keppendur frá því ári munu heiðra okkur með nærveru sinni í Stokkhólmi í ár. Fyrst ber náttúrulega að nefna okkar einu sönnu Gretu Salóme, en flestir ættu að muna eftir framlagi hennar árið 2012 sem hún flutti með Jónsa. Við ætlum þó að minna ykkur á það bara svona til vonar og vara.Ísland 2012 – Never Forget – Greta Salóme og JónsiHinn litháenski Donny er annar þeirra þriggja keppenda frá árinu 2012 sem stígur á stokk á ný í ár. Árið 2012 mætti hann til leiks með bundið fyrir augun og söng rólega um hvað ástin væri blind, en ákvað svo í miðju lagi að hrista aðeins uppí mannskapnum og tók nokkur ódauðleg dansspor í anda Michael Jackson. Í ár er lagið hans í hressari kantinum, þannig að við bíðum spennt eftir að fá að sjá 2016 útgáfu af Donny-sporum.Litháen 2012 – Love is blind – Donny MontellÞað eru þó ekki einungis aðalsöngvarar (og hljómsveitarmeðlimir) sem fá góðkunningja stimpil í ár. Martina Majerle er ein af þeim, en hún fer eflaust að slá einhver met þegar kemur að þátttöku í Eurovision á síðustu árum. Að þessu sinni mun hún vera partur af bakraddateymi Króata, þar sem hún mun aðstoða Ninu Kraljic með að flytja lag sitt Lighthouse. Þrátt fyrir að hún sé að taka þátt í áttunda skiptið í ár þá eru eflaust sem hvá núna og hugsa með sér ‘Martina hver?’. Þannig er mál með vexti að framlag hennar á stóra sviðinu hefur að mestu leyti bundist við bakraddasöng og þess vegna ekki allir sem hafa tekið mikið eftir henni. Hefur hún sungið bakrödd fyrir hvorki meira né minna en 3 mismunandi lönd; Króatíu 2003, Slóveníu 2007, 2011 og 2012, og Svartfjallaland 2008 og 2014. Hún var þó gestasöngkonan í framlagi Slóveníu árið 2009, en meira að segja þá var hún hulin á bakvið tjald meirihluta lagsins þar sem lagið var að stórum hluta ‘instrúmental’. En örvæntið ei, hér er myndbandið af flutningnum til upprifjunar.Slóvenía 2009 – Love Symphony – Quartissimo feat. MartinaÍ bakraddateymi Króata leynist þó annar góðkunningi Eurovision, hann Andrej Babic. Andrej þessi hefur verið ansi iðinn við kolann þegar kemur að Eurovision en hann hefur samið lög fjögurra þjóða í keppninni; Króatíu, Bosníu og Hersegóvínu, Slóveníu og Portúgal. Einnig hefur hann verið í bakraddateymi Króatíu, þar á meðal árið 2003. Þá líkti Gísli Marteinn honum við Atla Atlas, sem hafði verið tíður gestur á sjónvarpsskjám Íslendinga í sjónvarpssauglýsingu fyrir greiðslukort. Það hljóta bara allir að muna eftir því. Til upprifjunar er hér myndband af króatíska framlaginu 2003, þar sem sjá má flotta takta bæði frá Andrej og vinkonu okkar henni Martinu ásamt því að hér má finna eflaust efnisminnsta ‘rífa-sig-úr-fötunum’ tilfellið í sögu Eurovision.Króatía 2003 – Vise nisam tvoja – Claudia BeniFréttin birtist fyrst á heimasíðu Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES. Vísir fjallar um Eurovision í Stokkhólmi í samvinnu með FÁSES.
Eurovision Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira