Bosnía og Hersegóvína mætir til leiks eftir 3 ára hlé og finna má fyrsta góðkunningja okkar í þeim hópi. Deen er annar helmingur dúettsins Deen & Dalal, en við kynntumst honum fyrst fyrir hvorki meira né minna en 12 árum síðan.
Deen tók þátt fyrir hönd Bosníu og Hersegóvínu í Istanbúl árið 2004 með diskósmellinn ‘In the disco’ sem komst alla leið í níunda sæti, sem er einmitt fjórði besti árangur Bosníumanna í keppninni. Deen hefur tónað framkomu sína aðeins niður frá því 2004, enda segir máltækið ‘tímarnir breytast og mennirnir með’, en við getum þó ekki neitað því að vera svolítið spennt fyrir því að sjá hvort mjaðmahnykkirnir eigi eftir að heilsa uppá okkur aftur í ár.
Bosnía og Hersegóvína 2004 – In the Disco – Deen
Malta 2002 – 7th Wonder – Ira Losco
Poli var í miklu rokkstuði árið 2011, reif sig úr fötunum og alles, og var í alla staði mjög töff týpa. Við efumst ekki um að Poli eigi eftir að vera jafn töff í ár og bíðum spennt eftir sviðsframkomu hennar í seinni undanúrslitunum.
Búlgaría 2011 – Na Inat – Poli Genova
Bojan var þó ekki í aðalhlutverki þar, frekar en í ár, en ef vel er rýnt í myndbandið frá atriðinu frá 2005 má sjá glitta í hann Bojan okkar í ljósbrúnum jakka, svartri skyrtu og svörtum buxum í bakgrunninum (og nei það er ekki gaurinn í brúna leðurjakkanum sem kemst í almennilega mynd, heldur hinn gæjinn í brúna jakkanum). En það verður ekki tekið af honum að danssporin eru eggjandi.
Serbía og Svartfjallaland 2005 – Zauvijek Moja – No Name
Fyrst ber náttúrulega að nefna okkar einu sönnu Gretu Salóme, en flestir ættu að muna eftir framlagi hennar árið 2012 sem hún flutti með Jónsa. Við ætlum þó að minna ykkur á það bara svona til vonar og vara.
Ísland 2012 – Never Forget – Greta Salóme og Jónsi
Litháen 2012 – Love is blind – Donny Montell
Martina Majerle er ein af þeim, en hún fer eflaust að slá einhver met þegar kemur að þátttöku í Eurovision á síðustu árum. Að þessu sinni mun hún vera partur af bakraddateymi Króata, þar sem hún mun aðstoða Ninu Kraljic með að flytja lag sitt Lighthouse. Þrátt fyrir að hún sé að taka þátt í áttunda skiptið í ár þá eru eflaust sem hvá núna og hugsa með sér ‘Martina hver?’.
Þannig er mál með vexti að framlag hennar á stóra sviðinu hefur að mestu leyti bundist við bakraddasöng og þess vegna ekki allir sem hafa tekið mikið eftir henni. Hefur hún sungið bakrödd fyrir hvorki meira né minna en 3 mismunandi lönd; Króatíu 2003, Slóveníu 2007, 2011 og 2012, og Svartfjallaland 2008 og 2014. Hún var þó gestasöngkonan í framlagi Slóveníu árið 2009, en meira að segja þá var hún hulin á bakvið tjald meirihluta lagsins þar sem lagið var að stórum hluta ‘instrúmental’. En örvæntið ei, hér er myndbandið af flutningnum til upprifjunar.
Slóvenía 2009 – Love Symphony – Quartissimo feat. Martina
Þá líkti Gísli Marteinn honum við Atla Atlas, sem hafði verið tíður gestur á sjónvarpsskjám Íslendinga í sjónvarpssauglýsingu fyrir greiðslukort. Það hljóta bara allir að muna eftir því. Til upprifjunar er hér myndband af króatíska framlaginu 2003, þar sem sjá má flotta takta bæði frá Andrej og vinkonu okkar henni Martinu ásamt því að hér má finna eflaust efnisminnsta ‘rífa-sig-úr-fötunum’ tilfellið í sögu Eurovision.
Króatía 2003 – Vise nisam tvoja – Claudia Beni