Porsche 960 á leiðinni? Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2016 16:18 Svona gæti Porsche 960 litið út. Fleiri og fleiri sögur heyrast af því að Porsche sé að vinna að gerð nýs ofurbíls sem gæti talist falla á milli Porsche 911 Turbo og Porsche 918 Spyder flaggskipsins sem er 987 hestöfl. Orðrómurinn, sem sagt er frá í breska bílatímaritinu Car, segir að þessi bíll eigi að koma til sögunnar árið 2019 og bera nafnið Porsche 960. Það yrði þá ári seinna en næsta kynslóð 911 bílsins. Þessi bíll á víst að vera með 8 strokka flata boxer-vél með fjórum forþjöppum. Í vélinni á að vera nýlega þróað innsprautunar- og þjöppunarkerfi sem Porsche sótti um einkaleyfi á í mars fyrra. Porsche hefur einnig sótt um einkaleyfi á heitinu 960 og styrkir þetta tvennt sögusagnirnar um tilurð bílsins. Þetta nýja kerfi á að hámarka eldsneytisnýtingu og viðbragð á lágu snúningssviði og að stuðla að þýðari gangi vélarinnar og minnka innra álag hennar. Aðeins 2,5 sekúndur í 100 Porsche hefur notað flatar 8 strokka boxer-vélar í 907 og 908 keppnisbíla fyrir margt löngu síðan, eða á sjöunda og áttunda áratugum síðustu aldar. Car segir ennfremur að svona vél sé nú í prófun og hafi verið sett í Porsche Cayman bíl til þess arna. Átta strokka vélin er 3,9 lítrar og 650 hestöfl og eru þau send til allra hjóla bílsins. Porsche 960 verður 1.400 kíló bíll sem byggður er að stórum hluta úr áli, titanium og öðrum léttum efnum og fyrir vikið á hann að geta tekið sprettinn í hundraðið á aðeins 2,5 sekúndum. Þá sé einnig meiningin að smíða keppnisgerð þessa bíls sem verður 100 kílóum léttari. Car segir að þessi nýi bíll sé settur til höfuðs nýjum bílum Ferrari 488 GTB og 650S og Lamborghini Huracan, enda hefur Porsche engan áhuga á því að standa í skugganum af þeim bílaframleiðendum. Porsche á að hafa áætlun um að selja 3.000 til 4.000 svona bíla á ári og að líftími hans verði 6 ár, líkt og með hverja kynslóð 911 bílsins. Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent
Fleiri og fleiri sögur heyrast af því að Porsche sé að vinna að gerð nýs ofurbíls sem gæti talist falla á milli Porsche 911 Turbo og Porsche 918 Spyder flaggskipsins sem er 987 hestöfl. Orðrómurinn, sem sagt er frá í breska bílatímaritinu Car, segir að þessi bíll eigi að koma til sögunnar árið 2019 og bera nafnið Porsche 960. Það yrði þá ári seinna en næsta kynslóð 911 bílsins. Þessi bíll á víst að vera með 8 strokka flata boxer-vél með fjórum forþjöppum. Í vélinni á að vera nýlega þróað innsprautunar- og þjöppunarkerfi sem Porsche sótti um einkaleyfi á í mars fyrra. Porsche hefur einnig sótt um einkaleyfi á heitinu 960 og styrkir þetta tvennt sögusagnirnar um tilurð bílsins. Þetta nýja kerfi á að hámarka eldsneytisnýtingu og viðbragð á lágu snúningssviði og að stuðla að þýðari gangi vélarinnar og minnka innra álag hennar. Aðeins 2,5 sekúndur í 100 Porsche hefur notað flatar 8 strokka boxer-vélar í 907 og 908 keppnisbíla fyrir margt löngu síðan, eða á sjöunda og áttunda áratugum síðustu aldar. Car segir ennfremur að svona vél sé nú í prófun og hafi verið sett í Porsche Cayman bíl til þess arna. Átta strokka vélin er 3,9 lítrar og 650 hestöfl og eru þau send til allra hjóla bílsins. Porsche 960 verður 1.400 kíló bíll sem byggður er að stórum hluta úr áli, titanium og öðrum léttum efnum og fyrir vikið á hann að geta tekið sprettinn í hundraðið á aðeins 2,5 sekúndum. Þá sé einnig meiningin að smíða keppnisgerð þessa bíls sem verður 100 kílóum léttari. Car segir að þessi nýi bíll sé settur til höfuðs nýjum bílum Ferrari 488 GTB og 650S og Lamborghini Huracan, enda hefur Porsche engan áhuga á því að standa í skugganum af þeim bílaframleiðendum. Porsche á að hafa áætlun um að selja 3.000 til 4.000 svona bíla á ári og að líftími hans verði 6 ár, líkt og með hverja kynslóð 911 bílsins.
Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent