Lífið

Liam Gallagher tók lagið með aðdáendum á bar á Möltu – Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Liam Gallagher var góðum gír.
Liam Gallagher var góðum gír. vísir/getty
Liam Gallagher og Noel Gallagher stofnuðu sveitina Oasis árið 1991 og var hljómsveitin starfandi til ársins 2009. Oasis var ein allra vinsælasta hljómsveit heimsins á sínum tíma en Liam var staddur á bar í Valletta, höfuðborg Möltu, á dögunum.

Þar var maður að nafni Peter Borg, sem er í hljómsveitinni Red Electrick, og fékk hann Liam til að taka lögin Wonderwall og Don’t Look Back In Anger með sér.

Allir gestir barsins tóku vel undir og var greinilega mikil stemning á svæðinu. Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.