Lífið

Risa unglingaball í Krikanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stemingin var frábær fyrir ári síðan.
Stemingin var frábær fyrir ári síðan.
Sumargleðin eru stórtónleikar fyrir unglinga landsins á aldrinum 13 - 16 ára sem verður haldin þriðja árið í röð annað kvöld.

Vel á þriðja þúsund manns eru að fara mæta í Kaplakrikann þar sem eitt allra flottasta unglingaball ársins fer fram, þar sem áhersla hátíðarinnar er að gefa unglingum í 8. - 10. upplifun á alvöru stórtónleikum eins og sjást erlendis.

Meðal þeirra sem koma fram er Páll Óskar, Friðrik Dór, Jón Jónsson, Alda Dís, Sylvia, GKR, Basic House Effect, Heiðar Austmann sem og sigurvegari plötusnúðakeppninnar sem haldin var fyrir grunnskóla landsins nú fyrir stuttu og fleiri atriði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×