Vil að fólk finni fyrir jörðinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2016 11:15 Ég lýsi gömlum götum sem eru jafnvel klappaðar í stein eftir hófa. En líka nýrri leiðum því nútímagöngugarpurinn vill fara upp á fjallatoppa sem fólk sá ekki endilega ástæðu til áður, heldur valdi stystu og léttustu leið. Hvort tveggja er áhugavert,“ segir Elva Björg Einarsdóttir mannfræðingur sem í dag gefur út bókina Barðastrandarhreppur – göngubók. Bókinni fylgir þrívíddarkort eftir Kristbjörgu Olsen myndlistarkonu. Elva Björg er fædd og uppalin á Seftjörn á Barðaströnd og rætur hennar liggja allt í kringum Breiðafjörð. „Seftjörn er á bakkanum, rétt hjá Brjánslæk, þar sem Baldur leggst að. Þar býr bróðir minn núna,“ segir hún og lýsir tildrögum útgáfunnar. „Ég bjó erlendis og fannst mig vanta tengingu heim. Svo var ég í fríi í sveitinni minni og þræddi ströndina endilanga, þá gekk ég í mig þá tilfinningu að vera heima og upp frá því finn ég mig heima hvar sem ég er. Eftir að ég flutti til Íslands aftur fór ég að ganga meira þarna um markvisst og skrifa niður eitt og annað. Bókin er afrakstur þess.“ Hún telur fáa vita af földum perlum sveitarinnar, bæði dásemdarstöðum frá náttúrunnar hendi og sögulegum minjum. „Þarna eru fagrir fossar, þarna bjó Hrafna-Flóki, fyrsti maðurinn sem hafði vetursetu á Íslandi, og þarna er fjallið sem hann fór upp á þegar hann gaf landinu nafn. Ætti eiginlega að vera skyldufjall allra Íslendinga að ganga á.“ Göngurnar sem lýst er í bókinni taka frá 10 mínútum upp í 12 klukkustundir. Eru bæði stuttar og langar, léttar og erfiðari, á láglendi og í fjöllum, sumar liggja í hring. Þar er farið á vit fornleifa og sögunnar. Að auki er leiðsögn um Barðastrandarhrepp, frá Skiptá í Kjálkafirði í austri að Skarðabrún í vestri og litið við á hverjum bæ. „Ég bendi á 44 leiðir og lýsi hverjum bæ, örnefnum og öðru,“ segir Elva Björg. Mæli sérstaklega með því að ganga ströndina, hún er gulur sandkassi, tæplega 40 kílómetra langur en þar þarf að fara yfir tvo vaðla og sæta sjávarföllum ef maður vill stytta leiðina. Eiginlega mætti tala um Barðaströnd sem Barnaströnd vegna sandsins og alls þess sem þar er í boði fyrir börn,“ segir Elva Björg. Bókin er samstarfsverkefni sveitunganna að sögn Elvu Bjargar sem kveðst hafa farið á hvern bæ í sveitinni og kafað með heimafólki í örnefni og sagnir. „Í fyrstu gerði ég ráð fyrir að bókin líktist öðrum gönguleiðabókum, svo fékk ég smá fjarlægð á hana og þá fann ég að hún átti að verða öðruvísi bók. Það er strigi á henni því ég vildi að fólk fyndi fyrir jörðinni, liturinn á henni er af skófum á steini og leiðirnar sem ég hef gengið eru þrykktar ofan í kápuna og krotaðar inn á saurblöðin. Allt er þetta útpælt með aðstoð Bjargar Vilhjálms hönnuðar.“ Greinin birtist fyrst 7. júní 2016. Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Sjá meira
Ég lýsi gömlum götum sem eru jafnvel klappaðar í stein eftir hófa. En líka nýrri leiðum því nútímagöngugarpurinn vill fara upp á fjallatoppa sem fólk sá ekki endilega ástæðu til áður, heldur valdi stystu og léttustu leið. Hvort tveggja er áhugavert,“ segir Elva Björg Einarsdóttir mannfræðingur sem í dag gefur út bókina Barðastrandarhreppur – göngubók. Bókinni fylgir þrívíddarkort eftir Kristbjörgu Olsen myndlistarkonu. Elva Björg er fædd og uppalin á Seftjörn á Barðaströnd og rætur hennar liggja allt í kringum Breiðafjörð. „Seftjörn er á bakkanum, rétt hjá Brjánslæk, þar sem Baldur leggst að. Þar býr bróðir minn núna,“ segir hún og lýsir tildrögum útgáfunnar. „Ég bjó erlendis og fannst mig vanta tengingu heim. Svo var ég í fríi í sveitinni minni og þræddi ströndina endilanga, þá gekk ég í mig þá tilfinningu að vera heima og upp frá því finn ég mig heima hvar sem ég er. Eftir að ég flutti til Íslands aftur fór ég að ganga meira þarna um markvisst og skrifa niður eitt og annað. Bókin er afrakstur þess.“ Hún telur fáa vita af földum perlum sveitarinnar, bæði dásemdarstöðum frá náttúrunnar hendi og sögulegum minjum. „Þarna eru fagrir fossar, þarna bjó Hrafna-Flóki, fyrsti maðurinn sem hafði vetursetu á Íslandi, og þarna er fjallið sem hann fór upp á þegar hann gaf landinu nafn. Ætti eiginlega að vera skyldufjall allra Íslendinga að ganga á.“ Göngurnar sem lýst er í bókinni taka frá 10 mínútum upp í 12 klukkustundir. Eru bæði stuttar og langar, léttar og erfiðari, á láglendi og í fjöllum, sumar liggja í hring. Þar er farið á vit fornleifa og sögunnar. Að auki er leiðsögn um Barðastrandarhrepp, frá Skiptá í Kjálkafirði í austri að Skarðabrún í vestri og litið við á hverjum bæ. „Ég bendi á 44 leiðir og lýsi hverjum bæ, örnefnum og öðru,“ segir Elva Björg. Mæli sérstaklega með því að ganga ströndina, hún er gulur sandkassi, tæplega 40 kílómetra langur en þar þarf að fara yfir tvo vaðla og sæta sjávarföllum ef maður vill stytta leiðina. Eiginlega mætti tala um Barðaströnd sem Barnaströnd vegna sandsins og alls þess sem þar er í boði fyrir börn,“ segir Elva Björg. Bókin er samstarfsverkefni sveitunganna að sögn Elvu Bjargar sem kveðst hafa farið á hvern bæ í sveitinni og kafað með heimafólki í örnefni og sagnir. „Í fyrstu gerði ég ráð fyrir að bókin líktist öðrum gönguleiðabókum, svo fékk ég smá fjarlægð á hana og þá fann ég að hún átti að verða öðruvísi bók. Það er strigi á henni því ég vildi að fólk fyndi fyrir jörðinni, liturinn á henni er af skófum á steini og leiðirnar sem ég hef gengið eru þrykktar ofan í kápuna og krotaðar inn á saurblöðin. Allt er þetta útpælt með aðstoð Bjargar Vilhjálms hönnuðar.“ Greinin birtist fyrst 7. júní 2016.
Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Sjá meira