Vil að fólk finni fyrir jörðinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2016 11:15 Ég lýsi gömlum götum sem eru jafnvel klappaðar í stein eftir hófa. En líka nýrri leiðum því nútímagöngugarpurinn vill fara upp á fjallatoppa sem fólk sá ekki endilega ástæðu til áður, heldur valdi stystu og léttustu leið. Hvort tveggja er áhugavert,“ segir Elva Björg Einarsdóttir mannfræðingur sem í dag gefur út bókina Barðastrandarhreppur – göngubók. Bókinni fylgir þrívíddarkort eftir Kristbjörgu Olsen myndlistarkonu. Elva Björg er fædd og uppalin á Seftjörn á Barðaströnd og rætur hennar liggja allt í kringum Breiðafjörð. „Seftjörn er á bakkanum, rétt hjá Brjánslæk, þar sem Baldur leggst að. Þar býr bróðir minn núna,“ segir hún og lýsir tildrögum útgáfunnar. „Ég bjó erlendis og fannst mig vanta tengingu heim. Svo var ég í fríi í sveitinni minni og þræddi ströndina endilanga, þá gekk ég í mig þá tilfinningu að vera heima og upp frá því finn ég mig heima hvar sem ég er. Eftir að ég flutti til Íslands aftur fór ég að ganga meira þarna um markvisst og skrifa niður eitt og annað. Bókin er afrakstur þess.“ Hún telur fáa vita af földum perlum sveitarinnar, bæði dásemdarstöðum frá náttúrunnar hendi og sögulegum minjum. „Þarna eru fagrir fossar, þarna bjó Hrafna-Flóki, fyrsti maðurinn sem hafði vetursetu á Íslandi, og þarna er fjallið sem hann fór upp á þegar hann gaf landinu nafn. Ætti eiginlega að vera skyldufjall allra Íslendinga að ganga á.“ Göngurnar sem lýst er í bókinni taka frá 10 mínútum upp í 12 klukkustundir. Eru bæði stuttar og langar, léttar og erfiðari, á láglendi og í fjöllum, sumar liggja í hring. Þar er farið á vit fornleifa og sögunnar. Að auki er leiðsögn um Barðastrandarhrepp, frá Skiptá í Kjálkafirði í austri að Skarðabrún í vestri og litið við á hverjum bæ. „Ég bendi á 44 leiðir og lýsi hverjum bæ, örnefnum og öðru,“ segir Elva Björg. Mæli sérstaklega með því að ganga ströndina, hún er gulur sandkassi, tæplega 40 kílómetra langur en þar þarf að fara yfir tvo vaðla og sæta sjávarföllum ef maður vill stytta leiðina. Eiginlega mætti tala um Barðaströnd sem Barnaströnd vegna sandsins og alls þess sem þar er í boði fyrir börn,“ segir Elva Björg. Bókin er samstarfsverkefni sveitunganna að sögn Elvu Bjargar sem kveðst hafa farið á hvern bæ í sveitinni og kafað með heimafólki í örnefni og sagnir. „Í fyrstu gerði ég ráð fyrir að bókin líktist öðrum gönguleiðabókum, svo fékk ég smá fjarlægð á hana og þá fann ég að hún átti að verða öðruvísi bók. Það er strigi á henni því ég vildi að fólk fyndi fyrir jörðinni, liturinn á henni er af skófum á steini og leiðirnar sem ég hef gengið eru þrykktar ofan í kápuna og krotaðar inn á saurblöðin. Allt er þetta útpælt með aðstoð Bjargar Vilhjálms hönnuðar.“ Greinin birtist fyrst 7. júní 2016. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Fleiri fréttir „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Sjá meira
Ég lýsi gömlum götum sem eru jafnvel klappaðar í stein eftir hófa. En líka nýrri leiðum því nútímagöngugarpurinn vill fara upp á fjallatoppa sem fólk sá ekki endilega ástæðu til áður, heldur valdi stystu og léttustu leið. Hvort tveggja er áhugavert,“ segir Elva Björg Einarsdóttir mannfræðingur sem í dag gefur út bókina Barðastrandarhreppur – göngubók. Bókinni fylgir þrívíddarkort eftir Kristbjörgu Olsen myndlistarkonu. Elva Björg er fædd og uppalin á Seftjörn á Barðaströnd og rætur hennar liggja allt í kringum Breiðafjörð. „Seftjörn er á bakkanum, rétt hjá Brjánslæk, þar sem Baldur leggst að. Þar býr bróðir minn núna,“ segir hún og lýsir tildrögum útgáfunnar. „Ég bjó erlendis og fannst mig vanta tengingu heim. Svo var ég í fríi í sveitinni minni og þræddi ströndina endilanga, þá gekk ég í mig þá tilfinningu að vera heima og upp frá því finn ég mig heima hvar sem ég er. Eftir að ég flutti til Íslands aftur fór ég að ganga meira þarna um markvisst og skrifa niður eitt og annað. Bókin er afrakstur þess.“ Hún telur fáa vita af földum perlum sveitarinnar, bæði dásemdarstöðum frá náttúrunnar hendi og sögulegum minjum. „Þarna eru fagrir fossar, þarna bjó Hrafna-Flóki, fyrsti maðurinn sem hafði vetursetu á Íslandi, og þarna er fjallið sem hann fór upp á þegar hann gaf landinu nafn. Ætti eiginlega að vera skyldufjall allra Íslendinga að ganga á.“ Göngurnar sem lýst er í bókinni taka frá 10 mínútum upp í 12 klukkustundir. Eru bæði stuttar og langar, léttar og erfiðari, á láglendi og í fjöllum, sumar liggja í hring. Þar er farið á vit fornleifa og sögunnar. Að auki er leiðsögn um Barðastrandarhrepp, frá Skiptá í Kjálkafirði í austri að Skarðabrún í vestri og litið við á hverjum bæ. „Ég bendi á 44 leiðir og lýsi hverjum bæ, örnefnum og öðru,“ segir Elva Björg. Mæli sérstaklega með því að ganga ströndina, hún er gulur sandkassi, tæplega 40 kílómetra langur en þar þarf að fara yfir tvo vaðla og sæta sjávarföllum ef maður vill stytta leiðina. Eiginlega mætti tala um Barðaströnd sem Barnaströnd vegna sandsins og alls þess sem þar er í boði fyrir börn,“ segir Elva Björg. Bókin er samstarfsverkefni sveitunganna að sögn Elvu Bjargar sem kveðst hafa farið á hvern bæ í sveitinni og kafað með heimafólki í örnefni og sagnir. „Í fyrstu gerði ég ráð fyrir að bókin líktist öðrum gönguleiðabókum, svo fékk ég smá fjarlægð á hana og þá fann ég að hún átti að verða öðruvísi bók. Það er strigi á henni því ég vildi að fólk fyndi fyrir jörðinni, liturinn á henni er af skófum á steini og leiðirnar sem ég hef gengið eru þrykktar ofan í kápuna og krotaðar inn á saurblöðin. Allt er þetta útpælt með aðstoð Bjargar Vilhjálms hönnuðar.“ Greinin birtist fyrst 7. júní 2016.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Fleiri fréttir „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Sjá meira